Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Sunnudagur 22. júli 1973. ffl.lfm!!!! IfiiSl III Du Vrrrm Dómkirkjan varð að klessu Jimmy Rawle mjólkursendill og áhugamyndhöggvari i Sydney i Astraliu vann kappsamlega að • þvi i átta daga að skera út likan af dómkirkjunni i Kantaraborg, kirkjan átti að verða úr stóru oststykki. Siðan var ætlunin að sýna kirkjuna á mikilli land- búnaðarsýningu, sem halda átti i Sydney. Kvöldið áður en sýning átti a hefjast kviknaði i • sýningarskálanum þar sem ostkirkjan var inni, og þar sem ekki tókst að ráða niðurlögum eldsins nægilega fljótt voru örlög kirkjunnar ráðin. Osturinn bráðnaði og i stað kirkjunnar var ekki annað eftir en stór ostklessa. Brýrnar skulu ^ þjóna manninum NEÐRI brúin á myndinniverður færð um set einn góðan' veður- dag, þar sem henni er ætlað að liggja yfir fljótið á nákvæmlega sama stað og sú gamla (tv). Máliö virðist svo sannarlea ekki auðvelt viðureignar, en yfirvöld i Dusseldorf hafa leyst það, allavega á pappirunum. Þetta er sem sé nýja Oberkasselbrúin þar i borg. Þegar i haust verður hægt að beina hluta umferðar- innaryfir fljótiðá nýju brúna og byrjað verður að fjarlægja þá gömlu. Þó verður það ekki fyrr en eftir nokkur ár, að hægt verð- ur að skipta algjörlega yfir og má þá búast við miklum fjölda áhorfenda, bæði úr hópi lærðra og leikra. Ljósmyndalinsur fyrir milljónir Það er þýðingarmikið, að linsur ljósmyndavélanna séu algjör- lega gallalausar, ef ljósmynd- irnar úr vélunum eiga að verða góðar. Hver einasta linsa er rannsökuð mjög nákvæmlega áður en hún er sett i mynda- vélina, og finnist á henni sm- ágalli verður að kasta henni. Hér sést stúlka vera að ganga frá linsum að verömæti rúmar þrjár milljónir króna, sem þurfa að gangast undir rann- sókn, en þessi stúlka handfjallar linsur fyrir marga tugi milljóna dag hvern. Enn hefur henni aldrei orðið á i messunni, þegar hún er að færa til brettin með linsunum, en þaö væri lika dýrt spaug, ef hún missti linsubrettið i gólfið og linsurnar færu i þúsund mola. DENNI DÆMALAUSI Manstu ekki, að þú sagðir mér að konia einhvern tima, þegar ég mætti ekki vera að þvi að stoppa mjög lengi. Nú er tæki- færið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.