Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Sunnudagur 22. júll 1973. Sjúklingar upp á háaloft Handan Flatanna í Garðahreppi er Klambratún. Þar ráða börnin ríkjum og enginn er tekinn fastur nema í gamni. SUÐUR i Garðahreppi, norðan við Vifilstaða- veginn, er starfsvöllur ungu borgaranna i hreppnum. Þar dunda þeir sér við að smiða og mála daglangt og hefur risið þar menningarlegt hverfi með biói, lög- reglustöð og fleira nauð- synlegu, en ekki skal fullyrt, að sami ibúrður sé i timburhúsum barn- anna og stál- og steypu- húsum foreldra þeirra. Við vorum á ferðalagi á þessum slóðum i bliövirðinu fyrir helgina og komum við á Klambratúni, en svo heitir starfsvöllurinn, sem rekinn er af hreppnum. Þar var þá mýgrútur af krökkum, sem hömuðust viö aö smiða, mála, saga og fleira, sem nauðsynlegt getur talizt við uppbyggingu bæjarkjarna, og væri hreinlega ljótt að segja börnin ganga þegjandi til verks. Inn fyrir hliðið fórum við og heilsuðum upp á Sveinbjörgu gæzlustúlku, aðra af tveimur slikum, þar sem hún sat i skúrog leiðbeindi þegnum sinum. Þegar við svo fórum að ganga um svæðið og litast um, undirritaöur með tröllstóra skrifblokk og Gunnar ljósmyndari skreyttur ljósmyndavélum eins og jólatré, færðist heldur betur fjör i leikinn. Allir vildu fá að vita hvaðan við værum.hvenær myndirnar kæmu i blaðinu, hvort okkur þætti ekki þeirra hús finust, hvort við gerðum aldrei neitt annað en að kjafta við fólk.Spurningunum rigndi yfir okkur — mörgum i einu. Það var þó ekki ætlunin, og við spurðum ungan mann, sem var að hefja smiði annarrar hæðar kvikmyndahússins „Klambra- biós”, hvað hann ætlaði að gera Það má segja, að þetta séu glaðir borgarsmiðir, enda mörg lagleg bygging- in, sem þeir hafa reist. við efri hæðina. Atti kannski að vera veitingastaður þar? — Nei, svaraði hann dræmt. Ætli ég hafi ekki skrifstofurnar fyrir bióið þar. Erfið heilbrigðis- þjónusta — Hver er bæjarstjóri? spurðum við. Skaranum, þessum brosmilda og glaðlynda barnaskara, bar saman um, að enginn bæjarstjóri væri til, enda færi bezt á þvi, að hver fengi að gera sitt. — En löggur? Eru engarlöggur heldur? Jú vist eru löggur. Það eru stelpur, sem eru búnar að smiða löggustöð, hrópaði smáputti, sem var mikið niðri fyrir. En þær eru farnar núna, þær nenna ekki alltaf að vera hérna. Komiði og sjáiði löggustöðina! Við þágum boðið og gengum efst i hverfið, þar sem var stórt, gulmálað hús. A hlið þess stóð með fallegum stöfum: „LÖGREGLUSTÖД og þar fyrir neðan: Sjúkraskýli uppi. Hressi- leg stelpa skauzt inn og mæltist til, að við gerðum slikt hið sama. Heldur var fátt húsgagna á neðri hæðinni og innst i skoti er gat upp á þá efri. Hún var fljót að klifra upp stigann, sem negldur er fastur við vegginn, en bæ litla fólksins er þannig komið fyrir, áð hávaxnir gestir ná her um bil upp undir þak uppréttir og er þá gólf- flötur efri hæðar i brjóstmáli. — Hvernig ætlið þið að koma sjúklingum hingað upp? spurði undirritaður stúlkuna. Hann hafði ,þá komið sér fyrir i innra her- bergi sjúkradeildarinnar og sá aðeins i andlitið. Það dofnaði aðeins andlitið — og augun i þvi flögruðu til og frá. Ann að hvort tveggja var, að hún hafði ekki reiknað með svona spurningu eða þá, að ekki hafði verið gert ráð fyrir sjúklingum þarna upp á á háalofti. Hún andvarpaði mæðulega og sagð loks glaðlega, greinilega með mikilli meðaumkvun i garð þessa fávisa manns: — Hvað, þeir fara bara á spltalann! Augljóst mál. Hingað til hefur enginn meitt sig á Klamratúni, ekki einu sinni slegið á fingur i stað nagla, og hvi ætti þá að gera ráð fyrir sjúklingum? • En hvernig var svo með lög- gæzlu á staðnum? Voru stelpurn- ar, sem byggðu lögreglustöðina, miskunnarlausar i starfi sinu? Voru margir settir i steininn? Stelpa hló og benti á strák, sem roðnaði. Hann var oft tekinn fastur, en það var vist vegna þess, að einhver lögreglustelpan var skotin i honum. Svo herti hann sig upp og sagði: — Nei, sumir eru stundum teknir fastir i gamni. Myndir: Gunnar V. Andrésson Texti: Ómar Valdimarsson Horft yfir borgina, þar sem merki bensinstöðvar innar gnæfir eiginlega yfir allt annað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.