Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 12

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Sunnudagur 22. júll 1973. Sovétríkin 1973 - þreyta, deyfð og kæruleysi SPURNING: Hvað er sósíalismi? SACHAROW: I fyrstu hélt ég, að mér væri það ljóst, en svo fór ég að efast um þaö, að hann væri i rauninni nokkuð annað en innan- tóm orð, áróður til síns brúks i innanlands- og utanrikispólitik. I þessu riki vekur mesta athygli manns hinn fordæmislausi samdráttur efnahagslegs og póli- tisks valds, hin gifurlega einokun. Það er hægt að segja, að það sé rikiskapitalismi — eins og Lenin sagði eftir byltinguna —■ af þvi að rlkið ræður öllu atvinnulifi. En það þýðir, að sósialisminn hefur ekki neitt nýtt að bjóða. Hann er aðeins kapitalismi i sinni svæsnustu mynd, eins og hann er nú þegar i Bandarikjunum og öðrum vestlægum löndum — aðeins einokunin er á enn hærra stigi hjá okkur. Þess vegna þurfum við ekkert að furða okkur á þvi, þótt vanda- mál okkar séu — i eðli sinu — hin sömu og vandamál hins kapi- talistiska heims: glæpir firring alls mannlegs lifs. Aðeins er þjóð- félag okkar öfgatilfelli, ófrelsið mest, hin ideológiska kyrrstaða mest, og þó — og það er einkenni- legast —- tekur þetta þjóðfélag sig vera það bezta, þótt það sé fjarri sanni. SPURNING: Hvað eru að yðar áliti aðalgallar sovétþjóðfé- lagsins? SACHAROW: Sennilega ófrelsið, vaxandi skriffinnska stjórn- kerfisins. að vinnubrögð umborðsstjórnarinnar eru svo ótrúlega óskynsamleg, að umboðsstjórnin er mjög singjörn sem stétt og i rauninni aðeins um það hugað, að viðhalda rikjandi kerfi og draga fjöður yfir hina miklu ágalla þess með yfirskini ráðvendninnar. Ég hef skrifað um þetta áður, og öllum athugulum áhorfendum mun vera það fullkomlega ljóst, að allt hið félagslega hjá okkur er fremur sýndarmennska, fremur yfirborð en raunveruleiki. Það á við um uppeldiskerfið alveg eins og um sjúkravörzluna. Fólk frá Vesturlöndum segir oft: „Þjóðfélagi ykkar er i mörgu ábóta vant, en þið hafið að minnsta kosti ókeypis sjúkra- vörzlu” Hún er þó i rauninni um ekkert meira „ókeypis” en i flestum vestlægum löndum, hún er meira að segja oft miklu dýrari — og auk þess eru sjúkrastyrkir mjög lágir. Um skólamálin er það að segja, að þau er báglega á vegi stödd: kjör kennara eru hörmu- lcg. SPURNING: Alitið þér, að sovét- þjóðfélagið sé i dag stéttaþjóð- félag? SACHAROW: Þjóðfélagið ein- kennist að minnsta kosti af mjög litlum jöfnuði. Þó kann að vera, að það verði ekki talið til stétta- skiptingar, þetta þjóðfélag hér hefur sin sérkenni... SPURNING: Þó setur óréttlæti svip sinn á það? SACHAROW: Óréttlæti, já, i mörgu tilliti. Óréttlæti til dæmis milli borgarbúa og sveitafólks. Samyrkjubændurnir fá til dæmis engan passa þeir eru i raun og veru bundnir við bústað sinn, samyrkjubúið, sem þeir mega aðeins yfirgefa, ef yfirmenn þeirra fallast á það, sem þeir að visu oftast gera. Óréttlæti á sér stað milli einstakra landshluta. Moskva og aðrar stórborgir njóta sérréttinda um aðflutning ávörum, um þægindi i hversdagslif i, um menningarlif og svo framvegis. Passafyrirkomulagið setur kórónuna á þennan ójöfnuð milli héraða Verst verða úti.... SPURNING: Andrej Dmitrije- witsch. Þér hafið sjálfir sagt, að þér njótið sérrétti nda SACHAROW: Já, það geri ég enn, samkvæmt lögmáli. hinnar minnstu mótstöðu. Áður naut ég sérstakra sérréttinda af þvi að ég starfaði i innsta hring hergagna- iðnaðarins, ég hafði, miðað við sovétkjör, gifurlegar tekjúr, verðlaun.. SPURNING.* Hvaða sérréttindi hafa flokksmeðlimir i Sovét- rikjunum? SACHAROW: Þeir hafa mikil sérréttindi in natura, til dæmis varðandi vist á heilsuhæium, mikil sérréttindi um sjúkravörzlu yfirleitt. Veruleg sérréttindi hafa þeir auk þess af ýmsum sam- böndum varðandi vinnustað og stöðuveitingar. Allar meiri háttar stöður, til dæmis verksmiðju- stjóra- og yfirverkfræðinga, eru aðeins veittar flokksmönnum. Undantekningar eru mjög sjald- gæfar. Náið samhengi er milli flokks- aðildar, stöðu i metorðastiga flokksins og embættis. En auk þess rikja ýmsar gamlar, lífs- seigar venjur, sem þykja sjálfsagðar, um allt starfs- mannahald: Maður, sem gegnt hefur meira háttr embætti, en vanrækt það, er fluttur i annað svipað, sem einnig býður upp á svipuð efnahgsleg friðindi. Allar stöðuveitingar eru háðar samböndum og samkomulagi innan embættismannavaldsins i flokknum. Sérhver meiri háttar starfsmaður hefur um sig hóp manna, sem fylgir honum stig af stigi, sé hann fluttur i annað embætti. Er það nú orðið óhjá- kvæmilegt, gildir sem einskonar lög innan kerfisins. Hafa þannig átt sér stað vissar hópmyndanir, vel afmarkaðar og einan- graðar....Er þetta mest áberandi þeirra sérréttinda, sem ekki eru efnahagsleg. Með sanni má segja, að við höfum hér flokk, sem nú þegar er farið að svipa til „Flokksins” i frásögn Orwells. I efnahagslegu tilliti njóta flokksmenn mikilla friðinda. Eitt meðal annars er kerfi launavið- bóta, sem koma i sérstökum umslögum, — kerfi, sem gerir vart við sig öðru hvoru, en hverfur svo aftur, hvernig þvi er farið sem stendur, veit ég ekki. Svo virðist þó helzl, að það sé vaknað til nýs lifs. Til eru ýmsar dulbúnar vöru- dreifingarleiðir, sem hafa á bóð- stólum betri neyzluvörur og ódýrari en aðrar. Samkvæmt þvi geta menn fyrir eina og sömu rúblu fengið betri viðskipti i einni búð en annarri. Þess vegna segir launaupphæðin ein hvergi nærri allan sannleikann um hin raun- verulegu laun. „Hálfrar aldar einangrun”. SPURNING} Hvað geta menn gert við öllu þessu? SACHAROW: Hvað menn geta gert og hvað menn ættu að gera er tvennt ólikt. Ég held, að i raun- inni geti menn ekkert gert, af þvi að kerfið felur i sér sina miklu eðlisþyngd. Þvi ófrjálsara sem kerfið er, þvi ihaldssamara er það að ölíum jafnaði. SPURNINGJ Geta utanaðkom- andi öfl nokkru áorkað? SACHAROW: Við vitum ekki nákvæmlega, hver afstaða um- heimsins er, ef til vill sættir umheimurinn sig við þær leik- reglur, sem tiðkast i landi okkar — og það væri mjög slæmt. En auðvitað er til önnur hlið á þessu máli: Sú staðreynd ein, að við erum að rjúfa hálfrar aldar einangrun, getur, er stundir liða, háft jákvæðar afleiðingar. En mjög erfitt er að spá nokkru um það, hverjar þær verða. Þegar um utanaðkomandi hjálp er talað, verðum við hverju sinni! að spyrja: Er þar um einlægan hjálparvilja að ræða, eða aðeins stefnt að uppgjöf, refskák, með hag Vesturlanda fyrir augum, þar sem okkur er ekki ætlað annað en hlutverk skiptimyntar- innar? SPURNING: En hvað um innan- landsöfl i Sovétrikjunum? SACHAROW: Innan Sovétrikj- anna á sér að visu stað viss þéóun, en þó svo ómerkjanleg, enda öll undir niðri, að ekki er unnt að spá neinu um jakvæðar breytingar, né nokkrar breytingar yfirleitt i kjölfar hennar. Við gerum okkur ljóst, að viðáttumikið riki, eins og okkar, getur aldrei verið fullkom- lega heilsteypt, en hvað innan þess er að gerast, en hér um bil ómögulegt að henda reiður á — sökum skorts á upplýsingum og samskiptum meðal hinna mörgu byggða landsins. Við vitum, að þjóðernislegir straumar eru mjög sterkir i jaöarlöndum Sovétrikjanna, en það er ekki auðvelt að gera sér grein fyrir þvi hverju sinni, hvort þeir eru.jákvæðir eða ekki. Sum- staðar, til dæmis i Ukraniu eru þessir straumar nátengdir kröf- unni um aukið lýöræði, og svo er einnig i Eystrasaltslöndunum, þar sem þjóðernishreyfingarnar og kröfurnar um lýðræði eru einnig samfara baráttúnni fyrir fornri trú þeirra þjóða sem þessi lönd byggja. Annars staðar kann þetta að vera öðruvisi, i einstökum atriðum vitum við litið um það. SPURNING: Þér hafið, með öðrum orðum, ýmsar efasemdir, enda þótt... SACHAROW: Ég hef ýmsar efa- semdir um sóialismann. Mér finnst hann ekki hafa fært okkur neitt nýtt I fræðilegu tilliti um bætt skipulag samfélagsins. Sjálfsagt rekast menn stöku sinnum 'á eitthvert jákvætt til- brigði, en yfirleitt hefur þróun rikisins hjá okkur framkallað meiri eyðileggingu en jákvæða uppbyggingu. Hið jákvæða hefur verið hið almennt-mannlega, en að visu: Það hefði einnig þróazt við aðrar aðstæður, og er þvi ekkert afrek kerfisins. t sjálfu sér er það, sem unnizt hefur, alls ekki litið, en við okkar sérstöku aðstæður hefur það kostað svo mikið pólitiskt strið, framkallað svo mörg eyðingaröfl og svo mikla hörku, að við verðum nú að uppskera hinn beiskasta ávöxt: þreytu, deyfð og kæruleysi. Af honum læknumst við ekki nema með miklum erfiðismunum, og ef til vill aldrei. Það er erfitt að spá nokkru, hér innanborðs, um það, hvaða stefnu samfélagsþróun okkar muni taka. Erlendis kann það að vera auðveldara, en þá verða menn þar að lita á málin án allra fordóma. ,,Kina ekki i neinum árásarhug”. SPURNING: Þér efizt, með öðrum orðum, um að unnt verði að bæta nokkuð, sem nemur, úr ágöllum sovétkerfisins. Samt sem áður eruð þér stöðugt at- hafnasamur og birtið yfir- lýsingar. Hvers vegna? SACHAROW: Maður finnur stöðugt með sér þörf til þess að gera sér ljósar hugsjónir sinar, vera sér þeirra meðvitandi, þótt engin leið virðist vera til þess, að gera þær að veruleika. Ætti maður engar hugsjónir, væri yfir- leitt engin von: öll útsýn byrgð og myrkri hulin. Auk þess vitum við ekki nema hugsanleg sé einhver samvinna með landiokkar og umheiminum. Ef engin merki þess sjást, að ekki sé allt i lagi hjá okkur, þá reynir ekki einu sinni á þá litlu sam- vinnumöguleika, sem fyrir kunna að vera, og enginn gerir sér þess Hinn frægi rússneski kjarnorkufræðingur Andrej Sacharow, er aðaltalsmaður „stjórnar- andstöðunnar” i Rússlandi. An leyfis stjórnar- valda stofnaði hann „Nefnd til varnar mann- réttindum i Sovétrikjunum”, sem tók málstað ofsóttra manna og vitti gerræði stjórnarvald- anna. Árið 1968 mælti Sacharow með þvi á álits skjali til sovétstjórnarinnar, að Sovétrikin tækju sér hinn lýðræðislega sósialisma, sem þá var við völd i Prag, til fyrirmyndar og framkvæmdi hann á Rússlandi. Sem verð- launahafi Stalins fyrr á árum og meðlimur visinda-akademiunnar i Moskvu, sem átti verulegan þátt i smiði rússnesku kjarnorku- sprengjunnar, virtist Scharow, 52 ára að aldri, vera öruggur um framtið sina. Fyrir nokkru var hann hins vegar kallaður fyrir leynilög- regluna i Moskvu, og honum veitt áminning. í viðtali, sem sænska sjónvarpið átti við Schar- ow og ,,Der Spigel” birti lætur hann i ljós áhyggjur vegna fjölskyldu sinnar og gagnrýnir gerræðisstjórn kommúnistaflokksins i Rúss- landi. Kröfur hans eru: Frjálslegri stjórn, blaðafrelsi og lýðræði. AndreijScharow og kona hans Jelena. Myndin var tekin af erlendum blaðamönnum, sem heimsóttu þau hjónin á heimili þeirra I Moskvu. Hann er rólcgur, eins og orð hans, sem hér eru endursögð. Hún reykir, cr óstyrk á taugum og kviðafull.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.