Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 18
n r 18 TÍMINN rr'ai ...v Sunnudagur 22. júll 1973. / / Aðförin gegn Reykja vík" í framkvæmd Myndin er tekin þegar Björn Jónsson tók við ráðherraembætti af Hannibal Valdimarssyni. Björn Jónsson heilsar Hallgrfmi Dalberg, ráðuneytis stjóra I félagsmálaráðuneytinu. A milli þeirra eru Hannibal og Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri f samgönguráðuneytinu. Það hefur verið heldur hljótt um „aðför ríkisstjórnarinnar gegn Reykjavik” i Morgunblað- inu að undanförnu. Reikningar Reykjavikurborgar fyrir árið 1972 hafa lika verið lagöir fram og sanna svart á hvitu, hvernig þessi „aðför” reyndist i framkvæmd. Mbl. fjallaði að visu um reikn- inga borgarinnar i forystugrein og þar var hagstæðri útkomu borgarsjóðs þakkað góðri fjár- málastjórn og aðhaldi. Miðað við fyrri skrif Mbl. mánuðum saman um „aðförina gegn Reykjavik” og siðustu fjárhagsáætlun, sem Geir Hallgrimsson, lagði fram i borgarstjóratið sinni, koma þau skrif út sem hin naprasta ádeila á Geir. Fjármálastjórnin hlýtur þá að hafa batnað svo mjög eftir aö Geir hætti, að ekki aðeins var hægt að verjast þeim miklu „áföllum,” sem hin vonda rikis- stjórn stefndi gegn Reykjavik, heldur var einnig hægt að ná tæp- lega 100 milljónum meira i tekj- um og leggja 70 milljónir króna til geymslu þrátt fyrir það, að fram- kvæmdir væru meiri á árinu á vegum borgarinnar en nokkru sinni fyrr. Formaður útgáfufé- lagsins Arvakurs h.f. geldur þarna pólitisks klaufaskapar starfsmanna sinna, sem hann þó á vissulega rótina að. Þannig hefnist nú fyrir þann ofsa og öfgar, sem Sjálfstæðisflokkurinn beitti gegn hinum nýju tekju- stofnalögum, sem rikisstjórnin setti. Nú hefnist Geir fyrir öfgarnar Sjálfstæðisflokkurinn réðst með miklu offorsi gegn þessari laga- setningu og stóð sá áróður lát- laust i Mbl., á Alþingi og i borgar- stjórn, mánuðum saman. Þar hafði Geir forystuna og áróðurinn var grundvallaður á þvi að lögun- um væri fyrst og fremst beint gegn hagsmunum Reykjavikur. A grundvelli þessa áróðurs not- aði meirihluti ihaldsins i Reykja- vfk alla möguleika til fulls til aukaálagningar á Reykvikinga og hin aukna skattbyrði var að sjálfsögðu kennd rikisstjórninni og hinum vondu tekjustofnalög- um. Viö bráðabirgðauppgjör ársins 1972 kom i ljós, að hagur borgar- sjóðs Reykjavikur var mjög góð- ur, þrátt fyrir það að meira fé hafði verið varið til framkvæmda en nokkru sinni fyrr. Almennt höfðu hin nýju tekjustofnalög hagstæð áhrif á afkomu sveitar- félaganna i landinu. Með hliðsjón af þessu ákvað rikisstjórnin i upphafi þessa árs að banna sveitarfélögunum auka- álag á útsvör gjaldenda. Enn rak ihaldið upp rama- kvein. Enn var verið að ráðast á hagsmuni Reykjavikur. Var það talið stappa nærri ódæðisverki að banna borgarstjórnarmeirihlut- anum að hækka verulega útsvörin á Reykvfkingum. Sjálfshirting En nú verður sem sagt þetta sama borgarstjórnarihald að leggja fram reikninga borgarinn- ar og þar með dóminn um eigin málflutning. Reikningarnir reyn- ast fela i sér einstæða pólitíska sjálfshirtingu fyrir þá, sem leggja reikningana fram. Niður- staöa reikninganna er dómur um réttmæti margra mánaða áróð- urs-moldviðris og stóryrða for- kólfa Sjálfstæðisflokksins. Og dómsorðin eru svohljóðandi I samandregnu máli: Eitt mesta asnaspark i sögu íhaldsins i Reykjavik. Það er þungur dómur. 1 stuttu máli er „aðför rikis- stjórnarinnar gegn Reykjavik” þessi: Eftir að hafa gert Reykvikingum að greiða óþörf aukaálög á útsvör og fasteignagjöld hafði borgar- stjórnarihaldið svo mikla peninga handa á milli, að það gat ekki komið þeim öllum i lóg á árinu og varð að setja hvorki meira né minna en 73 milljónir á geymslu- reikning um sl. áramót. Þessar 73 milljónir urðu eftir, þrátt fyrir þá staðreynd, að hærra hlutfalli af tekjum borgarsjóðs var varið til framkvæmda á veg- um borgarinnar en nokkru sinni fyrr. Tekjuliðir borgarinnar fóru 92.5 milljónir króna fram úr þvi, sem ihaldið vildi áætla þá. Við umræður i borgarstjórn Reykjavikur benti Kristján Bene- diktsson, borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, á þessar stað- reyndir og sýndi fram á,að i stað „aðfarar” rikisvaldsins gegn hagsmunum Reykjavikur hefðu fjárhagsleg samskipti borgarinn- ar við rikissjóð orðið borginni mjög hagstæð á árinu. Hann benti m.a. á, að skuld rikissjóðs við borgarsjóð hefði lækkað úr 119 milljónum I 86 milljónir króna og væri vissulega ánægjulegt til þess að vita, að núverandi rikisstjórn hefði stigið svo myndarlegt skref til að grynna á skuldum þeim við borgarsjóð, sem safnazt hefðu á undanförnum árum i tið „við- reisnarstjórnarinnar”. Ennfrem- ur sagði Kristján: Sjúkrahús „Aætlað hafði verið að greiða þyrfti 10 millj. króna halla á Borgarspitala. Reyndin varð sú, aö hagnaður varð á rekstrinum um 4.7 milljónir. A viðreisnarárunum var þessu öfugt farið. Þá dugðu daggjöldin sjaldnast fyrir rekstrarkostnaði, þannig að borgarsjóður varð að hlaupa undir bagga og greiða hallann. Arið 1968 nam sú upphæð 41 milljón og 1969 24 milljónum króna. Þá hefur fjármálaráðherra samið um greiðslu á gömlum skuldum Iþróttasjóðs við borgina. Verða þessar gömlu skuldir greiddar upp á næstu 4-5 árum, en þær voru orðnar margir milljóna- tugir. Löggæzla Með nýju tekjustofnalögunum frá 17. marz 1972 tók rikissjóður að sér allan kostnað við löggæzlu, annan en þann, er varðaði fanga- húsin. Með lögum frá sl. vetri var þessu breytt þannig, að nú greiðir rikissjóður allan kostnað við bæði byggingu og rekstur héraðsfang- elsa. Arið 1972 kostaði þessi þáttur löggæzlunnar 9 millj. kr. fyrir borgarsjóð. Þannig hefur á mörgum sviðum verið unnið að þvi, að koma á gleggri verkaskiptingu milli rik- isins og sveitarfélaganna og létta útgjöldum af sveitarfélögum, eins og bezt sést með löggæzluna og Borgarspitalann. Árið 1968 greiddi borgarsjóður Reykjavikur 36 millj. króna fyrir löggæzlu og vegna halla á Borg- arspitala, Hvitabandsspitala og Landakotsspitala 59 millj. króna. Þessar 95 milljónir námu þá 10.2% af rekstrargjöldum borgar- sjóðs, sem voru 928 millj. króna það ár. Þá greiddi borgarsjóður til Sjúkrasamlagsins 58 millj. og i lifeyrisuppbætur 11 millj. kr. árið 1968. Ef núverandi lög hefðu gilt 1968 hefði borgin losnað við greiðslu lifeyrisuppbótanna og einungis þurft að greiða 29 millj. til Sjúkrasamlagsins. Þarna hefðu þvi sparazt 40 millj. króna i við- bót, eða 4.3% af heildarrekstrar- gjöldum borgarsjóðs. A þeim gjaldliðum, sem nefndir hafa verið, spara nýju tekju- stofnalögin um 14.5% af rekstrar- gjöldum borgarsjóðs miðað við, að hlutfall þessara gjaldliða sé svipað i heildarútgjöldunum og það var 1968.” Þannig fór nú um áróöurinn i Mbl. um „aðförina gegn Reykja- vik.” Þessi áróður er nú orðinn almennt aðhlátursefni manna. Og það er meira grjót í glerhúsinu Og ekki fer heldur hjá þvi að mönnum stökkvi bros, þegar Mbl. er ;að áfellast núverandi rikis- stjorn fyrir það, i miklum um- vöndunartóni, að hún hafi fellt gengi krónunnar, marg oft. Undanfarna marga áratugi hafa Islendingar fylgt þeirri reglu að miða skráningu krónunnar við dollara. Þgar viðreisnarstjórnin kom til valda haustið 1959 var dollarinn skráður á kr. 16.10 og að viðbættu yfirfærslugjaldi þvi, sem rann til útflutningsuppbóta á kr. 25.30. Þegar viðreisnarstjórnin fór frá völdum og núverandi rik- isstjórn tók við, var doilarinn skráður á kr. 88.10 (sölugengi). A þessu timabili hafði gengið verið fellt fjórum sinnum miðað við dollar. Núverandi rikisstjórn felldi gengi krónunnar i desember sl. 1 aprilmánuði hækkaði hún gengi krónunnar aftur og hafði slikur atburður þá ekki gerzt i hálfa öld, á Islandi. En það hafa verið miklar sveiflur og sviptingar i alþjóðleg- um gjaldeyrismálum á undan- förnum mánuðum og bandariskur dollar sifellt verið að lækka, gagnvart öðrum myntum. Þetta hefur skapað mikinn vanda i okk- ar utanrfkisverzlun og rikis- stjórnin gaf út bráðabirgðalög, sem leyfðu meiri sveigjanleika i gengisskráningu. Gagnvart doll- ar er nú búið að gera betur en vinna upp gengislækkunina, sem varð i desember og gengi islenzku krónunnar gagnvart dollar er nú hærra, en þegar viðreisnarstjórn- in lét af völdum og núverandi rik- isstjórn tók við. Þá var sölugengi dollara kr. 88.10 eins og fyrr sagði en nú er sölugengi dollarans skráð kr. 87.00. Vandinn í gjald- eyrismólum Bandarikjamarkaður er okkar mikilvægasti útflutningsmarkað ur og verðlag á fiskafurðum þar hefur verið mjög hagstætt. Fór verðið sihækkandi og vann þvi verulega upp gegn falli dollarans fyrir íslenzkan fiskútflutning, þar til Nixon forseti greip til verð- stöðvunar og mun verðið haldast óbreytt meðan hún varir. Það var mikil hækkun á kjötverði I Bandarikjunum sem átti rikan þátt i þeirri stöðugu hækkun, sem varð á fiskverði i Bandarikjunum. Til að stuðla að lækkun kjötverðs og þar með fisk- verðs, sem er háð verði á kjöti á neyzlumarkaði, greip Nixon til þess ráðs að setja útflutnings- bann á sojabaunir og fleiri fóður- vörur, sem notaðar eru við kjötrækt i Bandarikjunum Þessar ráðstafanir kunna að hafa áhrif á fiskverð i Bandarikjunum, þegar verðstöðvun þar lýkur, en þessi ráðstöfun hefur aftur á móti þau hagstæðu áhrif á islenzkan þjóðarbúskap nú þegar, að verð á fiskmjöli á Evrópumarkaði hefur stórhækkað, Þetta sýnir, hve mjög við erum háðir þróun efna- hagsmála i viðskiptalöndum okkar. Kjarni okkar vanda i þessum gjaldeyrissviptingum i heiminum er sá, að við flytjum út til Bandarikjanna fyrir 5.600 millj- ónir en innflutningur þaðan nem- ur aðeins 1600 milljónum króna. Annar innflutningur kemur að megin hluta til frá Evrópulöndum og Japan, en gjaldmiðlar þeirra landa hafa allir hækkað verulega gagnvart dollar og gengi vestur- þýzka marksins þó mest. Við- skiptakjör okkar fara þvi versn- andi af þessum sökum. Nýlega komu fimm ungmenni i Sjálfstæðisflokknum saman til að spjalla um flokkinn sinn af nokkru hispursleysi. Þau fengu inni á ritstjórnarskrifstofum Mbl. og ritstjórinn iánaði þeim segul- band. Viðræðurnar voru siðan hljóðritaðar. Þessar viðræður hafa nú verið prentaðar á þykkan og góðan myndapappir i timarit- inu Stefni, sem er gefið út af Sam- bandi ungra Sjálfstæðismanna. Þessar viðræður ungmenn- anna, sem sum gegna trúnaðar- störfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eru talsvert merkilegar og skki dregur þar úr, að þær fara fram á áðurnefndum stað og undir verndarvæng leiðarahöfundar Mbl. Ungu fólki er illa við Sjálf- stæðisflokkinn 1 umræðunum kemur þetta m.a. fram hjá hinum einstöku þátttakendum: „G: Já ég held að nú sért þú að koma inn á annað atriði, en þá ná- skylt því, sem við höfum verið að ræða. Ég vil taka það fram, að þessi atriði, sem ég var að tina til, eiga við áhugaleysi almennings á stjórnmálum yfirleitt. Hvers vegna mörgu ungu fólki virðist vera illa við Sjálfstæðisflokkinn er svo töluvert annar handleggur. Við vitum, að það hefur átt sér staðsfðustu árin nokkuð merkileg og sérstæð stjórnmálaþróun með- al ungs fólks á Vesturlöndum. 1 örstuttu máli hefur þessi hreyfing einkennzt af gagnrýni á, i fyrsta lagi hinar neikvæðu aukaverk anir iðnþróunarinnar, svo sem mengun og firringu og i öðru lagi af mjög harðri andstöðu gegn striði og hernaðarstefnum. Sú barátta hefur náð hámarki i Bandarikjunum i andstöðu gegn Viet-Nam styrjöldinni og þátttöku Bandaríkjamanna i þeirri styrj- öld. Nú vil ég halda, að þessi þró- un ógni ekki á nokkurn hátt kjarna sjálfstæðisstefnunnar, en hitt er svo annað mál, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur reynt að leiða þessa rödd samvizkunnar hjá sér en einn og einn flokks maður hefur svo litið á málin svipað og McCarthy sálugi hefði gert á sinum tima. Afleiðingin verður svo sú, að ungt fólk á Is- landi litur á þessa fáu flokksmenn sem dæmigerða málsvara Sjálf- Framhald á bls. 39.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.