Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 21

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 21
Sunnudagur 22. júli 1973. TÍMINN 21 Haraldur kveöur loftslagiö yndislegt á Trinidad. Yfirleitt blási gola af hafi, hitinn nokkuö jafn áriö um kring, en sjaldan óþægilega heitt. Þessi mynd er reyndar ekki frá Trinidad. En hún er frá annarri Vestur-Indiaeyju, þ.e. Ifaiti. Haraldur hefur feröazt vitt og breitt um eyjarnar í Karabiskahafinu, en þó hefur hann ekki enn sem komiö er fariö til Kúbu. — Það eru dálitiö flóknar samgöngur þangað, og er yfirleitt fariö um Mexikó. En ég held, aö ég sé loks búinn aö finna hentuga leiö”, segir Haraldur. Já, mikil eru ferðalög Haraldar orðin. Hann er búinn að fylla gersamlega út tvö vegabréfshefti. Eitt sinn ætlaði hann sér aö skreppa yfir tii Venezuela, en þar fékk hann ekki vegabréfsáritun, ein- hverra hluta vegna. Ekki mun þaö þó hafa stafað af því, að þarlendir hefðu neittillan bifurá Haraldieða íslendingum yfirleitt. um i Bandarikjunum. Sú hreyfing berst fyrir auknum réttindum hvers konar til handa svertingj- um. — Slikt er hins vegar ekki á oddinum hjá ,,Svarta Valdinu” i Trinidad. Þeir berjast einkum og sériiagi fyrir bættum hag þjóðar- innar og sósialistisku skipulagi. Stjórnin, sem situr og setið hefur að völdum i Trinidad um árabil, er eingöngu skipuð svertingjum, og hún er fremur hægfara og hægrisinnuð. Ægileg tekjuskipting Vilja þjóðnýtingu Það liggur þá beint við að spyrja, hvernig þjóðarhagurinn er og lifskjör almennings á Trinidad. — Það er i dag 20% atvinnu- leysi á Trinidad. Tekjuskiptingin er ægileg. Annars vegar er allstór hópur mjög rikra manna, og hins vegar allur þorri almennings, sem annað hvort gengur atvinnu- laus eða hefur mjög illa launaða vinnu, — rétt til að bita og brenna. Millivegurinn er vart til. — Þrátt fyrir þetta er Trinidad eitt auðugasta þjóðfélagið i V.- Indium, og er reiknaðar eru með- alþjóðartekjur á mann i Trinidad, þá eru þær einna hæstar á þessu svæði og svipaðar þvi, sem er á Spáni t.d. — Þjóðarauður Trinidad liggur einkum i oliunni, en hún er geysi- mikil þarna. 1 kringum 1940 var t.d. sett þarna upp oliuhreinsun- arstöð, sem lengi vel var sú stærsta i heimi. Þá er sykurrækt einnig geysimikil á Trinidad. — Nú er það svo, að megnið af fyrirtækjarekstri i landinu er i höndum útlendinga, hvitra manna. Veldur það ekki litilli óá- nægju meðal almennings. Þannig er þvi t.d. farið með olíuna, en hún er mesta útflutningsverð- mætið. í öðru sæti er sykurinn, en sykurræktin er að mestu i hönd- um Breta. — Vinstri menn eða „Black Power”, en það eru raunar menn úr öllum flokkum, setja einmitt þetta hvað mest fyrir sig. Telja þeir, að Trinidad láti mjög hlunn- fara sig i þessum viðskiptum viö erlendu stórfyrirtækin. Vilja þeir, að oliuvinnslan, sykurræktin og sem flest fyrirtæki, sem erlendir menn, hvitir menn reka, verði þjóðnýtt. Almenningur aðhyllist þessar kröfur vinstri-manna, sem er að verða öflugur flokkur æ meir. Það er mjög skiljanlegt. 20% atvinnuleysi er ekkert grin né hin mjög svo lágu vinnulaun. Brezki liðsforinginn skaut bara niður brúna. Einhvern tima hlýtur þá að hafa soðið upp úr, eða hvað? — Já, það gerði það reyndar. 1 marz 1970, rétt eftir að ég kom út, varð gerð tilraun til byltingar gegn hinni hægri-sinnuðu, svörtu stjórn. Stóðu þar að baki „Black Power”-menn með stuðningi all- margra, vinstrisinnaðra manna úr hernum. Fylgi almennings var einnig mikið, þar eð 50—100 þús- und manns fóru i kröfugöngu um þetta leyti. — Byltingartilraun þessi mis- tókst. Allmargir voru fangelsaðir og sitja sumir inni enn. Þar á meðal eru stúdentar, sem ég þekkti og veit, að ekkert höfðu til saka unnið. En sleppum þvi. — Það var anzi spennandi að fylgjast með atburðum þessara daga. Byltingarmenn höfðu stuðning hersins. Herstöðin er úti á eiði, sem tengd er við land með einni brú. Herinn ætlaði jú að storma til liðveizlu, en sú storm- för var skyndilega fyrirbyggð. Stjórnin sendi út sitt eina varð- skip, og stjórnaði þvi brezkur liðsforingi. Gerði hann sér litið fyrir og skaut niður þessa einu brú. Þar með var tekið fyrir bylt- ingu I það skiptið. Menningarlifið heldur bágborið Trinidad-karnevalin heimsfræg Hvað um menntunarstig, þjóð- tungu og menningarlif á Trinid- ad? — Það er enska sem töluð er, reyndar nokkuð „staðfærð” hjá almenningi. Þá er nokkuð um, að töluð sé franska, og það er engin „Sorbonne-franska”. Menntunar- stig er nokkuð hatt þarna, sem kemur m.a. fram i ýmiss konar léttiðnaði, svo sem raftækjasmið og bilasamsetningum. Allir bilar koma til landsins i hlutum. Þar eru þeir siðan settir saman. Er allmikið af tilbúnum bilum siðan flutt til eyjanna i kring. Menning- arlifið er heldur bágborið, svo sem leikhúslif og bókmenntir. — Það er hins vegar aðra sögu að segja á eyjunum Martinique og Guadeloupe. Þær teljast sýslur i Frakklandi og ibúar njóta sömu réttinda sem aðrir borgarar Frakklands. Þarna er menning- arlifið á mjög háu stigi. Sem lektor við háskólann á Trinidad, hafðirðu sæmilegar tekjur? — Já, þær voru allgóðar, nokkru hærri en háskólamenn hafa hér heima. En auk þess fylgdu ýmiss friðindi, eins og fritt húsnæði, en ég fékk heilt einbýlis- hús fyrir mig. Þá er verðlag einn- ig afar lágt, þannig að með þessar tekjur er mjög auðvelt að komast vel af og lifa góðu lifi. Hvað felst i þessu „góða lifi?” — Það er svo fjölda margt. Næturlifið er t.d. ákaflega fjöl- breytilegt. t þvi sambandi ná nefna, a'ð aðalhátið ársins á Trinidad er „karnivalið”, sem er heimsfrægt. Hún stendur i þrjá daga og er sótt af tugum og hundruðum þúsunda útlendinga, einkum frá Bandarikjunum. I annan tima verður maður ekki mikið var við ferðamenn. Eldgosa- og jarð- skjálftahætta mikil Eldfjöllin önnur en á íslandi Timi er til kominn, að við snú- um okkur ögn að starfi þinu þarna vestra. I hverju felst það helzt? — Háskólinn, sem ég kenni við, rekur eldfjalla- og jarðskjálfta- rannsóknastöðvar vitt og breitt um V-Indiur. Það hefur m.a. ver- ið verkefni mitt að fylgjast með þessum stöðvum ásamt starfsfé- lögum minum og setja upp nýjar. Þá hefur það verið eitt verkefna okkar að gera jarðskjálftakort yf- ir V-Indiur. — Jarðskjálftahætta á þessu svæði er mjög mikil og á sama stigi og i Kaliforniu, sem telst ein sú mesta i heiminum. Siðast var skjálfti á Trinidad árið 1968, en hann olli litlu tjóni, enda þótt hann væri allnokkuð snarpur. Einna mesti skjálfti, sem orðið hefur á þessu svæði, var árið 1842, en þá gjöreyddust 3 eyjar og 40 þúsund manns fórust. Þá varð frægur skjálfti árið 1907, er bær- inn Royale sökk hreinlega. Þá fórust um 2 þúsund manns. — Eldfjöllin i V-Indium eru annars eðlis en þekkist hér á landi. Þetta eru stór eldfjöll, sem gjósa oft. t dag eru sex virk eld- fjöll á svæðinu. Siðast gaus fjallið Sourfriere á St. Vincent. Það gos var minni háttar og sprengingar litlar. Það hófst i nóvember 1971 og stóð fram i marz 1972. Þetta fjall hefur gosið reglulega á 90—lOOára fresti á liðnum öldum. En nú virtist annað uppi á ten- ingnum, þar eð það hafði næst á undan gosið 1902. Hér voru þvi að- eins tæp 70 ár á milli, og þótti það næsta kynlegt. Við þetta siðasta gos hitnaði vatn sem i f jallinu er og svipar til öskjuvatns,mjög og varð sjóðandi heitt. Jafnframt kom upp eyja i þvi miðju. Er við fórum að rann- saka gamlar spánskar heimildir, komust við að þvi, að þessu hafði verið mjög likt farið á liðnum öld- um, þ.e. reglubundin, meiriháttar gos á 90—100 ára fresti, en minni háttar gos með svipuðum ein- Framhald á bls. 39. Eyjar Vestur-Indía liggja eins og perlufesti þvert yfir Karabiska-hafið. Samkvæmt landrekskenning- unni verða þær með timanum, eftir tugi eða hundruð milijóna ára, eitt samfast meginland. A myndinni sést Trinidad, rétt undan strönd Venezuela. Fjær eru m.a. St. Vincent og Barbados (brezkar), og enn fjær frönsku eyjarnar, frönsku sýslurnar Martinique og Guadeloupe.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.