Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 22. júll 1973. Nýja fóstureyðingafrumvarpið: Úrslitavaldið í hendur konunnar — Það er óréttmætt og óæskilegt að neyða konu til að taka á sig þá ábyrgð að fæða barn, þegar hún vill það ekki sjálf og álitur rétt að binda endi á þungun. A þessari skoðun byggist tillaga nefndar, sem að undanförnu hef- ur haft núgildandi lög um fóstur- eyðingar til endurskoðunar, um að endanlegur ákvöröunarréttur um fóstureyðingu skuli vera hjá konunni, ef engar læknisfræðileg- ar ástæður mæli móti aðgerö. Skal fóstureyðingin framkvæmd fyrir lok 12. viku meögöngutima, og konan fá fræðslu um áhættu samfara aðgerö og þá félagslegu aöstoð, sem stendur til boða, ef hún kýs að fæða. Þessar tillögur byggjast aö miklu leyti á þvi, aöskýrgreining á hugtakinu heilsa hefur á seinni árum færzt i þá átt aö ná til félagslegrar heilsu. Mælir nefnd- in, sem i eiga sæti læknarnir Pét- ur H.J. Jakobsson og Tómas Helgason, Guðrún Erlendsdóttir lögmaður og Vilborg Harðardótt- ir blaðamaður með, aö tekið skuli i auknum mæli tillit til mats við- komandi sjálfra á aðstæðunum. tsland var fyrsta landið i heiminum, þar sem heimilaðar voru fóstureyðingar af heilsu- farslegum og félagslegum ástæð- um. I núgildandi löggjöf um fóstureyðingar, sem sett var 1935, er fóstureyðing leyfð af heilsu- farsástæðum. Félagslegar ástæð- ur einar heimila aldrei fóstur- eyöingu. En ófullnægjandi heil- brigðisástæður að félagslegum ástæðum viðbættum geta einnig talizt næg ástæða til að leyfa fóstureyðingu. Ungu stúlkurnar Ef frumvarp nefndarinnar til nýrra laga um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemis- aögerðir nær fram að ganga má búast við, að algengara verði, að konur hér á landi fái löglega fóstureyðingu en áður, einkum ungar og barnungar konur. En á undanförnum áratugum hafa einkum konur á aldrinum 30-40 ára fengið leyfi til fóstureyðingar. Enda segir i nefndarálitinu með frumvarpinu, að þar sé ekki sizt höfð i huga ótimabær þungun ungra stúlkna, sem ef til vill hafi orsakazt af fávisi og barnaskap. „Stúlka, sem 16 ára gömul eign- ast óskilgetið barn, hefur skyndi- lega mikinn hluta lifsleiðarinnar ákveðinn fyrirfram. I flestum til- vikum hættir hún frekari skóla- göngu, jafnvel þótt einhver i fjöl- skyldunni hjálpi henni að annast barnið. Sennilega á hún erfitt með að fá fasta vinnu, sem borguð er það vel, að hún geti séð fyrir sér og barninu. Ef til vill finnst henni hún vera tilneydd að giftast ein- hverjum, sem hún annars hefði ekki gifzt. Hefði hún getað frestað fæðingu fyrsta barnsins, hefðu framtiöarhorfur hennar veriö allt aðrar. Ekki er siöur nauðsyn aö hafa i huga erfiöleika og horfur óvel- komins barns. Sú áhætta er fyrir hendi, að þegar barniö er fætt, haldi það áfram að vera óvelkom- iö og andúöin á þvi fremur vaxi en minnki, þegar barnið á sinn eðli- lega hátt krefst allrar umhyggju og ástúðar móður, sem á erfitt með að láta slikt i té. — 1 slikum tilvikum er veruleg hætta á and- legri misþyrmingu barna og jafn- vel líkamlegri. Ábyrgð feðranna Orð Vilmundar Jónssonar land- læknis i greinargerð hans meö lögunum frá 1935, ,,að varla megi minna krefjast til handa hverju barni, sem fæðist, en að það sé að minnsta kosti aufúsugestur móð- ur sinni” eru i dag i fullu gildi og vafasamt hversu miklu eftir- sóknarverðari vistarvera heimurinn er i dag, en hann var þá. Föðurhlutverkinu hefur til þessa veriö alltof litill gaumur gefinn i sambandi við óskilgetin börn. Fjöldi barna i nútima sam- félagi liða fyrir það, að þau skort- ir tilfinningaleg tengsl við föður sinn og alltof mikil brögð hafa veriö að þvi til þessa, að feður kæmust upp meö að yfirgefa börn sin hugsunarlaust undir þvi yfir- skyni, að þaö væri hlutverk móðurinnar einnar aö annast og ala upp börnin. Hlutverk föðurins I umönnun og uppeldi barna er engu þýðingarminna en móður- innar. Eflaust mætti með aukinni kýnlifs og samfélagsfræðslu i skólum draga úr ábyrgðarleysi ungra pilta i þessum málum og vekja ábyrgðartilfinningu þeirra gangvart föðurhlutverkinu. 12 vikur — 16 vikur Nefndin telur nauðsynlegt að setja ákveðin timatakmörk um fóstureyðingar i löggjöf og leggur áherzlu á, að fólki skuli veitt fræðsla um það, að fóstureyðing- ísland hefur i dag langlægsta hlutfalls- tölu löglegra fóstur- eyðinga á Norður- löndum, eða 25 á móti 1000 lifandi fæddum 1970, og 34 á 1000 lifandi fædd- um jan.—nóv. 11972. Á hinum Norðurlönd unum eru löglegar fóstureyðingar á sama tima frá 114 upp i 255 á 1000 Iif- andi fædda eftir löndum. T«fl« XIX d. Syn.ianlr umsókna um vönun oe/eða fósturcyðlngu skv. 1. nr. 16/1938 á arunum 1964-1970. Aldur HJsk. Staða Abgerð stétt hennar sem far- og elg- 16 er inroanns fram á Tllefnl Félagsl. éstæbur Hve Hve oft mörg þunp- börn u6 fætt <y> ci Cr hellsuftrs- oe sjúkrasögu Hvers vegna synjab leyfls (frh.1966) 39 G. 1965 HÚsm . S jóm. Vönun og fóstur- eyöing héttar fæö. erfiöar ástæb- ur, depr. mentls (ekkl endogen) Barnamergö, 12 þreyta 12 Asthmavelk. Tvíbura- fæblng fyrir 6 mán. Kægar ástæöur tll samþykktar liggja ekkl fyrlr 36 G. HÚsm. Vkm. Vönun Slltln, s(- hreytt, slltin,lo þreytt, hald- hellsutæp, of in vægrl mlkiö vlnnuá- taugaveiklun. lag Borlö á gast- ritls og colltls 7 Tbc. 12 ára gömul, 2 andvana fædd börn. A von á lo. barnl. An athugasemda. 34 G. Husm. BÍlstj. Vönun Ulcus duodenl Er mjög þreytt. 6 Maki magaveikur 5 Magabólga á meö- göngutíma án athugasemda. 32 G. HÚsfrú Fóstur- eyö. áöur fætt 2 börn meb mb. congen. varlae Status post strlpplng 2 börn meö meö- 7 fæddan galla • 6 1 barn meö mb. cordis congen. septum defect. Annab barn meö palatoschisls. An athugasemda. 37 G. Húsm. Fós tur- eyöing Rhesus sjúkd. Foetus mortuus reiterata 8 8 2 börn meö erythroblastosls dóu. Blóöskipti An athugasemda. í sföasta barni. Anæmlsk, en hraust annars. Þessi tafla sýnir, að túikun iaganna um fóstureyðingar og vananir frá 1938 hefur verið þröng og lítt i samrænii við þau sjónarmið, sem ráða i dag. Samkvæmt bókstafnum skal aðeins leyfa vananir (ófrjósemisað gerðir) ef viðkomandi er fáviti eöa varanlega geðveikur eða haldinn öðrum alvarlegum langvarandi sjúkdómi og giid rök til þess, að hann geti ekki með eigin vinnu alið önn fyrir sjálfum sér og afkvæmi sinu. ar skuli framkvæmdar eins fljótt og auðið er. Með tilliti til heilsu móður, andlegrar og likamlegr- ar, er æskilegt að fóstureyðing sé framkvæmd áður en fyrstu 12 vikur meðgöngutima eru liðnar. Astæður geta þó verið á þann veg að þungun, sem binda ætti endi á, uppgötvast ekki fyrr en eftir 12. viku meðgöngu og telur nefndin þvi nauösynlegt að heimila fóstureyðingar að læknisráði fram til 16. viku meðgöngu. Eftir þann tima verði fóstureyðingar einungis heimiiar af ótviræðum mannúðar- eða heilbrigðisástæö- um. 1 þvi skyni að stuðla að þvi, að fóstureyöingar séu framkvæmd- ar eins fljótt og auðið er á með- göngutimanum, er lagt til, að að- gerðir þessar veröi leyfðar viðar en hingað til hefur verið, á fleiri sjúkrahúsum, sem heilbrigðis- yfirvöld viðurkenna i þvi skyni. Til þessa hafa langflestar fóstur- eyðingar verið framkvæmdar á Fæðingardeild Landsspitalans. Nefndin leggur einnig áherzlu á, að meðferð umsókna verði hrað- að eftir föngum. Eftirrannsóknin Nefndin mótaði tillögur sinar um i hvaða tilfellum fóstur- eyðingar skuli heimilar á grund- velli þeirra niðurstaða, sem feng- ust f eftirrannsókn þeirra Svövu Stefánsdóttur féiagsráðgjafa og Péturs H.J. Jakobssonar læknis á högum kvenna, er framkvæmd hefur verið fóstureyðing hjá og með hliðsjón af þeirri læknis- fræðilegu reynslu, sem fengizt hefur varðandi áhættu samfara aðgerð i hverju einstöku tilfelli. Einnig hefur nefndin tekið tillit til félagslegra aðstæðna einstæðra mæðra. Þá hefur verið tekið tillit til þróunar löggjafar i nágranna- löndunum svo og til sjálfs- ákvörðunarréttar einstak- linganna. 76 af 98 konum, sem fengu fóstureyðingu á Fæðingadeild Landsspitalans 1966 og 1967, tóku fullan þátt i eftirrannsókninni. Af þeim voru 58giftar, 10 fráskildar, 4 ógiftar og 4 i sambúð þegar að- gerðin var gerð. Með örfáum undantekningum finnst konunum að fóstureyðing hafi veriö rétt hjálp i þeim kringumstæðum, sem réðu i lifi þeirra. Félagslegar ástæður vega þungt á metunum, þegar sótt er um fóstureyðingu. Tæpur fjórðungur kvennanna telur erfið- ar félagslegar ástæður, sem ekki varð bætt úr á annan hátt, hafa verið aðalorsök fóstureyðingar- innar. Eru þar efst á blaði ýmis fjölskylduvandamál, barnafjöldi, sem fyrir er, og erfiðleikar hjá börnum og unglingum, erfið af- koma og einskis fremur að vænta frá barnsföður. Tæpur fjórðungur kennanna getur um geðræn vandamál og ýmis hegðunar- vandkvæöi hjá börnunum, sem fyrir eru. Þessar niðurstöður benda til þess, að viða sé ábóta- vant hvað snertir uppeldi og ð- búnað barna, og gæta þurfi hlut- skiptis barna, sem fyrir eru i fjöl- skyldu, þegar ákvörðun er tekin um takmörkun barneigna. í nýju frumvarpi til laga um fóstureyð- ingar i Sviþjóð eru engin timatakmörk sett. Frumvarpið kveður á um, að kon- an eigi rétt á að að- gerð verði fram- kvæmd eins fljótt og auðið er og aðgerð i hverju tilfelli sé hag- að þannig, að kon- unni verði sem minnst um hana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.