Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 3
Sunnudagur 22. júlí 1973 TÍMINN 3 Bókin skipulögð. Höfundar texta og skipuleggjendur korta á fundi ásamt auglýsingastjóra. Taliö frá vinstri: Einar Þ. Guðjohnsen, Jakob Hálfdánarson, Steindór Steindórsson og Narfi Þorsteinsson. Pájl Heiðar Jónsson snýr baki i vélina. vilja og skilning á útgáfunni, hjá samgönguráðherra, Hannibal Valdimarssyni og Kristni Gunnarsyni, lögfr. samgöngu- ráðuneytisins, og Ágústi Böðvarssyni forstjóra Landmæl- inga rikisins. Fólk hvatt til að koma athugasemdum á framfæri. Útgáfa ferðabóka af þessu tagi er mikið vandaverk. Bókaútgáf- an, sem slik, lagði mikla áherzlu á að itrustu nákvæmni væri gætt i samningu verksins. Þrátt fyrir þetta er enginn efi á þvi, að á henni munu finnast einhverjir gallar. Eitt og annað er tiundað, sem eins vel hefði mátt sleppa, annað kann að vanta, sem betur hefði fylgt með. Og án efa hafa villur slæðzt inn á stöku stað. Við þessu öllu er að búast, og i raun og veru geta menn gert sér það ljóst, að slik útgáfa verður að meira eða minna leyti að endur- skoðast i nýjum útgáfum. Þeir sem reynslu hafa i útgáfu slikra bóka gera sér þetta þvi ljóst. Það er þvi talsvert atriði, ef al- menningur vildi koma leiðbein- ingum á framfæri við útgáfuna. Þetta kemur fram i bókinni, segir Orlygur Hlafdánarson að lokum. íslendingar leita til bókarinnar... orði, en hann ritar ávarp i bókina. Þar standa meðal annars þessi orð: „Hver sá, sem leggur land und- ir fót, eða sezt upp i bifreið til að fcrðast um okkar fagra land, viðurkennir fúslega, hversu ómetanlegt það er að hafa góðan, fróðan og öruggan förunaut sér við hlið og geta rætt við hann um allt, sem fyrir augu ber. Og þó ekki aðeins um það, heldur einnig um sögu þeirra staða, sem fram hjá er farið, eða sóttir eru heim. Þá fyrst er sá rétti hugblær vakinn, þegar landið er skoðað bæði i ljósi augnabliksins og lið- inna tima. — Þessu til skýringar bregð ég upp þremur augnabliks- myndum: Þú ert staddur á Hrafnseyri við Arnarfjörð, og vist er útsýni fag- urt, og tignar burstir fjalla blasa við. En þegar þú minnist þess niðingsverks sem hér var framið á Hrafni Sveinbjarnarsyni, og þess, aö hér fæddist þjóðhetjan Jón Sigurðsson, þá er staðurinn allur annar i vitund þinni. Þú sérð hann og skynjar á allt annan veg. Þig ber að garði að Hjaiia i Ölfusi. Þú sérð vitt um Suðurland. En svo kemur biskupinn biindi i hugann og Ásdis systir hans. Og staðurinn er allur annar. Eða Þingvöllur við öxará. Þú sérð á sólskinsdegi eftir regn. Þá er hann fegurstur. Þú nýtur hrikaleiks gjánna og mildrar feg- urðar vallar og vatns. En þegar þú minnist þess, að hér var islenzkt þjóðfélag stofn- að, hér kristni i lög tekin, hér reist islenzkt lýðveldi, og hér flest þau örlög ráðin, sem mestu varða is- ienzka þjóð fyrr og siðar, þá fer ekki hjá þvi, að þú sérð Þingvöll i enn öðru og fegurra Ijósi. Þannig mætti á marga staði minnast. En þú átt þess ekki alltaf kost að kippa með þér sjóðfróðum ferðafélaga. Og hvað er þá til ráða? — Já, hvað er þá til ráða? Getur íslendingnum þá orðið annaö fremur til úrræða en að leita til bókarinnar? Nei, það úrræði dettur inér a.m.k. helzt i hug. Og þess vegna eru þessi orð fest á blað. Vanti þig, islenzkur ferðalagn- ur, sjóðfróðan förunaut, þá bendi ég á bókina, sem bezt er nú til vegsagnar um tsland, en hún heitir: VEGAHANDBÓKIN. Visað til vegar. Undirþessiorð ráðherrans geta víst flestir tekið, og þá einnig lokaorð hans, þar sem hann segir á þessa leið: ,,Ég tel, að þessi bók geti orðið gagnleg islenzkum ferðamálum og mæli með henni hið bezta”. — JG. Hver sem skoðar hina nýju vegahandbók, mun gera sér það ljóst, að mikil vinna liggur að baki Meitlaður texti fylgir nákvæmu vegakorti. Allt mun þetta gera ferðalög áhugaverðari en ella. Hannibal Valdimarsson, samgönguráðherra kemst vel að Rætt við Örlyg Hálfdánarson, bókaútgefenda, um nýju ^ vegahandbókina. J Steindór Steindórsson, frá Hlöðum og örlygur Hálfdánarson ræða um textann, sem Steindór samdi. Gefjunarfötin knmin í glæsilegu lituuuli 'fll > M*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.