Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 22. júlí 1973. Spjallað við Harald Sigurðsson um hitt og þetta, einkum þó Vestur-lndíur og Trinidad, þar sem hann hefur dvalizt við rannsóknir og störf síðastliðin þrjú og hólft ór Dr. Haraldur Sigurðsson, jarð- fræðingur hefur dvalizt hér á landi undanfarnar vikur, en er nú farinn til Sikileyjar til rann- sókna á Etnu. Undanfarin 3 og 1/2 ár hefur hahn hins vegar verið við University of The West Indies á Trinidadsemer eyja rétt undan strönd Venezueia. Þar hefurhann kennt sem lektor, en aðallega stundað rannsóknir á vegum skólans. Næsta vetur tekur hann við starfi sem prófessor við háskólann á Rhode Island i Bandarikjunum. Doktorsritgerð Haraldar fjallaði um jarðfræði Snæfells- ness, en Haraldur er raunar ættaður þaðan og fæddur og uppalinn i Sty kkishólm i. Doktorsritgerðina varði hann við Durham-háskóla f Englandi (Timamynd: Gunnar) „Jarðfræðingurinn, sem kemur heim úr hitanum" — Fjögur — fimm ár á þessum slóöum, það er alveg nóg. Enda þótt ágætt sé að vera þarna, lofts- lagið frábært, ódýrt að liía' og næturlifið afar fjörugt. Það er einmitt þessar notalegu aðstæður, sem eru ,,hættulegar”. Maður verður smám saman værukær, samofin umhverfinu og vill hvergi annars staðar vera. Ef maður heíur einhverjar taugar til föðurlandsins og einhverjar ,,ambitionir”, eru 4-5 ár hániarkið. Þannig komst dr. Haraldur Guömundsson jarðfræðingur að orði, er við ræddum við hann fyrir skömmu. Það virðtal var svo að segja tekið á hlaupum og allra siðustu stund, þvi dr. Haraldur var á förum til Italiu morguninn eftir, nánar tiltekið til Sikileyjar i rannsóknaleiðangur. Sty kkishólmur — Belfast England — Trinidad Dr. Haraldur er 34 ára að aldri, fæddur og uppalinn i Stykkis- hólmi. Sonur hjónanna önnu Oddsdóttur og Sigurðar Stein- þórssonar, sem lengi var kaup- félagsstjóri i Stykkishólmi. Að loknu menntaskólanámi hér lagði hann leið sina til Belfast á N- trlandi. Það var árið 1961, áður en allur djöfulgangurinn þar fór af stað. í Belfast stundaði hann háskólanám í fjögur næstu ár i jarðfræði, með aðaláherzlu á bergfræði. Frá háskólanum i Belfast lauk dr. Haraldur B.A. prófi 1965 og kom þá til föðurlandsins, þar sem hann starfaði næstu tvö árin, — i þáverandi atvinnudeild Háskólans sem sérfræðingur og siðar hjá Rannsóknastofnun iðnaðarins. Arið 1968 lagði hann leið sina til Durham á N-Englandi, þar sem hann stundaði framhaldsnám við háskóla jafnframt rannsóknum. Við háskólann i Durham varði hann siðan doktorsritgerð sina .1969, en hún fjallar um jarðfræði Snæfellsnes, en „Snæfellsnes er eins konar vasabókaútgáfa islenzkrar jarðfræði, þar fyrir- finnst nánast allt”, eins og Haraldur orðar það. Að loknu doktorsprófi lagði dr. Haraldur enn land undir fót, — að þessu sinni til Vestur India, — til eyjunnar Trinidad, sem er rétt undan strönd Venezuela. „Maður sér i land. segir Haraldur). Réðst dr. Haraldur til Háskóla Vestur-India (University of The West Indies) sem lektor, en það er sameiginlegur háskóla þriggja eyja, þ.e. Jamaica, Trinidad og Barbados og telur 10 þúsund nemendur. Dr. Haraldur starfaði sem sagt við Trinidad deild þessa háskóla og hefur verið búsettur á Trinidad siðastliðið 3 1/2 ár. Vítt og breitt um Vestur Indiur Þótt dr. Haraldur hafi stundað nokkuð kennslu þessi ár, hefur hann varið langmestum af þess- um tima i rannsóknastörf á veg- um skólans. Aðallega hafa það verið rannsóknaleiðangrar vitt og breitt um Vestur-Indiur, og hefur dr. Haraldur þvi ferðast til og dvalið á fjölmörgum af þessum veðursælu og fögru eyjum. Svo sem til Virgin Island (Jómfúrar- eyjar), Jamaica, Purto Rico, frönsku sýslanna Guadeloupe og Martinique, brezku nýlendanna St. Vincent og Barbados, svo að dæmi séu nefnd. Fyrst og fremst hefur hann þó kynnzt lifinu á Trinidad, en ibúa- fjöldinn þar er um 1 milljón. Trinidad var áður brezk nýlenda, en fékk fullt sjálfstæði árið 1962. Skammt liðið frá þrælahaldi Við spyrjum dr. Harald hvernig loftslagið sé á Trinidad, þessar • spurningar, sem flestum mör- landanum er efst i huga, er hann hrfðskjálfandi i föðurlandsbrók- inni sinni fregnar af öðrum þjóð- um. — Loftslagið á Trinidad og V- Indium yfirleitt er mjög aðlað- andi. Hitinn yfir daginn er svo til árið um kring þetta 25—27 stig yfir daginn, en fer niður i 20 stig stundum á nóttinni. Hitinn fer sjaldnast mikið hærra, og aldrei verður óþægilega heitt, þar sem nær sifellt blæs nokkur hafgola. Þetta er sem sé prýðisloftslag. — En hvað er að segja um þjóðlifiðog hin ýmsu þjóðarbrot á Trinidad? — Þetta er á margan hátt merkilegt og sérstætt þjóðfélag. Er Trinidad fékk fullt sjálfstæði árið 1962, voru ekki liðin nema 130 ár frá afnámi þrælahalds og það setur sinn svip á þjóðlifið. Þróun- in hefur annars orðið mjög ör. Pólitikin er mjög flókin og fylgir i rauninni ekki hinum venjulegu pólitisku linum heldur kynþáttum i megindráttum. — Helztu þjóðabrotin eru þessi: Svertingjar og kynblend- ingar, sem eru i meirihluta. 1 öðru lagi Indverjar (35—40%), en þeir voru fluttir inn sem leigulið-' ar frá Indlandi eftir að þrælahaldi lauk á Trinidad, en þeir voru engu að siður settir i eins konar þræla- hald. t þriðja lagi er svo mikið af fólki frá löndunum umhverfis Miðjarðarhaf, svo sem frá Spáni, Alsir, Libanon og Marokkó. Þá má ekki gleyma Kinverjunum, né heldur frönsku „nýlenduherrun- um” eða nýlendufólkinu, sem set- iö hafa þarna að búi sinum uni aldir. En hvað um tslendinga á Trinidad? — Þeir eru ekki margir. Ása Guðmundsdóttir Wright heitin, sem flestir tslendingar hafa heyrt getið, átti plantekru á Trinidad og hitti ég hana mjög oft meðan hún lifði(Guðmundur faðir hennar var læknir i Stykkishólmi upp úr 1920). Aðra íslendinga kann ég vart að nefna. Þó munu vera einir fjórir — fimm islenzkir skipstjór- ar viðloðandi eða búsettir á Trinidad, en ég hef ekkert sam- band haft við þá. Þeir gera út á rækju á vegum útgerðarfyrirtæk- is i Bandarikjunum, á ein auðug- ustu rækjumið heims, út af minni Amazonfljótsins i Brasiliu. Þá hafa Islendingar eitthvað lagt leið sina til Trinidad i frium sinum, en það er ekki mikið um það, enda þótt þessi staður ásamt fleiri i V- Indium sé sannkölluð paradis til sliks. ,,Ekki eiginlegt Black Power” Eflaust kanntu frá fjölmörgu skemmtilegu að segja frá dvöl þinni þarna vestur frá og ferða- lögum. Hvað er t.d. að segja um stjórnarfarið á Trinidad. Er ekki eitthvað um róstur og uppreisnir? — Ekki getur það talizt mikið. Þó hafa róttækir vinstrimenn reynt að láta nokkuð til sin taka á siðari árum einkum stúdentar en ekki orðið mikið ágengt. Þeir kalla hreyfingu sina „Black Pow- er” enda þótt það heiti eigi raun- ar alls ekki við þarna, miðað við hina viðamiklu og öflugu „Black Power”-hreyfingu sem við þekkj-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.