Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 22. júll 1973.
Hans Fallada:
Hvaðnú,ungi maður?
Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar
blaðinu ástæðuna til heimsóknar-
innar, vefst það góða stund fyrir
Pinneberg, hvað hann eigi að
skrifa. Loksins ræður hann af að
skrifa aðeins eitt orð: Jachmann,
og þvi næst blður hann ennþá
lengi, lengi þangað til að skrif-
stofusendill I gráum einkennis-
búningi kemur og tekur við seðl-
inum og fer með hann eftir að
hafa athugað bæði seðilinn og
sendandann mjög gaumgæfilega.
En að vörmu spori kemur dreng-
urinn aftur og fer með hann gegn-
um dyr á langborðinu inn í hliðar-
skrifstofu, framherbergi Leh-
manns, þar sem einkaritari hans
biöur hann að taka sér sæti, þvi að
skrifstofustjórinn sé ekki viðlát-
inn I bili. Einkaritarinn er dama
komin af æskuladri, gulbleik i
framan og kjökurleg bæði á svip
og í rómi.
Skjalaskápar standa hvar sem
litið er. Þeir standa opnir þessa
stundina og i þeim sjást heilar
fylkingar af bláum gulum og
grænum og rauðum bréfahylkj-
um með litlum nafnseðli á herju
þeirra. Pinneberg les nöfnin
Fiechte, Filchner, Fischer. Þetta
eru nöfn á væntanlegum sam-
verkamönnum hugsar hann —
þetta er skrá yfir starfsfólkið og
skjöl sem það varða. Mörg heftin
eru fjaska þunn, sum örlaga-
plöggin eru miðlungsþykk, en
fram úr þeirri þykkt fara örlög
verzlunarþjóna tæplega.
Ungfrúin með gulbleika andlit-
iö gengur fram og aftur um skrif-
stofuna. Hún tekur pappirsörk,
virðir hana fyrir sér með þján-
ingasvip, gatar hana og festir
hana inn i eitt heftið. Er það upp-
sögn eða launahækkun? Stendur
kannski i bréfinu, að ungfrú Bier
verði að vera vingjarnlegri við
viðskiptamennina eftirleiðis? A
morgun — eða strax i dag — verð-
ur ungfrúin með gulbleika andlit-
ið kannski að skrifa Jóhannes
Pinneberg utan á eitt skjalahylk-
iö. Betur að svo færi!
Síminn hringir tvisvar. Ungfrú-
in fleygir þvi frá sér, sem hún er
með i höndunum, og segir: ,,Já,
herra Lehmann — já, herra Leh-
mann — undir eins, herra Leh-
mann”, og opnar slðan renni-
hurðina, sem er klædd og bólstr-
uð, fyrir Pinneberg. Það er gott
að ég hefi fylgzt með þessu sjálf-
ur, segir hann. Maður á auðsjá-
anlega að vera svo auðmjúkur og
fáorður, sem mögulegt er. Já,
herra Lehmann — Undireins,
herra Lehmann.
Þetta er feiknastórt herbergi.
Einn veggurinn er næstum ein-
tómar rúður og fyrir framan
þennan glervegg stendur geysi-
mikið skrifborð. Á þvi er ekkert
nema simaáhald og stór, gulur
blýantur. Ekki pappirsblað eða
neitt annað. Ekki neitt. öðrum
megin við skrifborðið stendur
hægindastóll. Hinum megin er
litill tágastóll og á honum situr
Lehmann. Hann er hávaxinn, gul-
leitur I andliti, sköllóttur með lltið
svart yfirskegg. Augun eru dökk,
kringlótt og hvöss og andlitiö fullt
af þverhrukkum.
Pinneberg staðnæmist fyrir
framan skrifborðið. Hann lætur
hendurnar lafa niður með buxna-
skálmunum og hefir dregið höf-
uöiö alveg niður á milli axlanna
til þess að vera ekki of stór
frammi fyrir herra Lehmann. Þvi
að það er aðeins að nafninu til að
herra Lehmann situr I tágastól.
Ef sýna ætti hina raunverulegu
fjarlægð milli þeirra, ætti hann að
sitja i efsta þrepi i háum stiga.
„Góðan daginn”, segir Pinne-
berg lágt og auðmjúklega og
hneigirsig. Herra Lehmann svar-
ar engu, heldur gripur blýantinn
og lætur hann standa upp á end-
ann. Pinneberg biður átekta.
„Erindið?” segir herra Leh-
mann loksins i höstum og harð-
neskjulegum rómi.
Orðin hafa svipuð áhrif á
Pinneberg og hnefahögg fyrir
neðan beltisstað: „Ég — ég hélt
að herra Jachmann —” Svo
stendur hann alveg á öndinni og
kemur ekki orði út úr sér.
Lehmann skrifstofustjóri sér
hvað Pinneberg liður. „Herra
Jachmann kemur mér ekki nokk-
urn skapaðan hlut við. Ég vil vita,
hvaða erindi þér eigið”.
„Ég sæki um afgreiðslumanns-
stöðu”, segir Pinneberg. Hann
talar ákaflega hægt til þess að
standa ekki á öndinni i annað sinn
og verða orölaus.
Herra Lehmann leggur blýant-
inn á borðið og lýsir yfir þvi, að
fyrirtækið taki alls enga nýja
menn i atvinnu. En af þvi að hann
er þolinmæðin sjálf, biður hann
dálitið við þangað til að hann,
snýr blýantinum aftur upp á end-
ann og segir: „Var það nokkur
annað?”
„Það gæti kannske orðið
seinna?” stamar Pinneberg.
„Meðan að timarnir eru eins og
þeir eru? — nei”, segir herra
Lehmann og hristir höfuðið.
Þögn.
Jæja, þá get ég farið. Það er
sama sagan aftur. — Aumingja
Pússer, hgsar Pinneberg. — Hann
ætlar að fara að kveðja, þegar
Lehmann spyr allt i einu eftir
meðmælum, sem hann hafi.
Pinneberg breiðir úr þeim og
breiðir úr þeim og réttir honum
þau. Hendurnar á honum titra
greinilega. Og ótti hans er engin
uppgerð. Hver herra Lehmann er
veit maöur ekki, en i Mandels-
verzluninni starfa yfir þúsund
manns, og Lehmann skrifstofu-
stjóri ræður yfir öllum þessum
hóp og er þess vegna voldugur
maður. Kannski er herra Leh-
mann að gera að gamni sinu.
Meðmælin eru öll ágæt og hann
les þau mjög hægt, og eftir þvi
sem séð verður hafa þau ákaflega
litil áhrif á hann. Síðan litur hann
upp. Hann virðist hugsa sig um.
Hver veit? — hver veit?-------
„Ja — tilbúinn áburð verzlum
við nú alls ekki með —” Auðvitað.
Þarna kom það, og náttúrlega
stendur Pinneberg uppi eins og
þvara og stamar eitthvað um að
hann hafi haldið — hann hafi
hugsað — að karlmannafatnaður
sé nú eiginlega hans grein, þótt
hann hafi farið i áburðinn út úr
neyð til bráðabirgða. Lehmann er
svo skemmt með þessu, að hann
endurtekur’ „Nei, með áburð
verzlum við reyndar ekki. Og
ekki með kartöflur heldur”.
Hann gæti auðvitað blandað öll-
um þeim fræ- og korn-tegundum
inn i málið, sem nefndar eru i
meðmælabréfinu frá Kleinholz,
en honum finnst þessi fyndni sin
um kartöflurnar ekki merkilegri
en svo að hann lætur hér staðar
numið. Það rymur i honum
spurning um það, hvort Pinne-
berg hafi tryggingarvottorðið sitt
og kvittun fyrir skatti. Svo þegir
hann aftur, og hjá Pinneberg
þoka enn björtustu vonir fyrir
myrkustu örvæntingu — og svo
birtir yfir honum aftur”.
„Mergurinn málsins er sá”,
segir Lehmann, „að viö bætum
ekki við okkur nýjum mönnum,
heldur þvert á móti, þvi að við
segjum þeim upp, sem fyrir eru”.
En samt heldur hann ennþá hönd-
inni kyrri á meðmælaskjölunum
og styður nú jafnvel lika gula,
stóra blýantinum á þau. „Annað
mál er það, að
við höfum leyfi til að flytja fólk —
það allra duglegasta — frá útibú-
unum okkar, i þjónustu okkar, og
þér eruð einn af þeim allra dug-
legustu — er ekki svo? Pinneberg
umlar eitthvað — ekki i mót-
mælaskyni þó, og það er Leh-
mann nóg. „Þér verðið fluttur
hingað frá útibúinu okkar i Bres-
lau. Þér komið frá Breslau, ef ég
man rétt. Það vill svo vel til að i
karimannafatadeildinni, sem þér
verðið settur i, er enginn maður
frá Breslau. Skiljið þér mig?” —
Aftur tautar Pinneberg eitthvað
fyrir munni sér, og Lehmann tek-
ur það fullgilt sem svar. „Jæja,
gott og vel, þér byrjið þá á morg-
un klukkan átta. Gefið yður fram
við ungfrú Semmler þarna
frammi. Þar skrifið þér undir
samning og fáið allar nauðsyn-
legar upplýsingar. Verið þér sæl-
1455
Lárétt
í) Hungraða.- 5) Hvæs,- 7)
Spé.- 9) Fiska.- 11) Titill.- 12)
Fléttaði.- 13. Svei.- 15) Muld-
ur.- 16) Klók,- 18) Blundar,-
Lóðrétt
1) Mettur,- 2) For.-3) Númer.-
4) Þungbúin,- 6) Kapituli.- 8)
Tima.- 10) Fugl,- 14) Sjá,- 15)
Bára,- 17) Reið.-
Ráðning á gátu No. 1454
Lárétt
1) Nálhús,- 5) Már,- 7) Gin,- 9)
Sál - 11) LL,- 12) Ró,- 13) Alt,-
15) Lap,- 16) Ari.- 18) Glaður.-
Lóðrétt
1) Naglar,- 2) LMN.-3) Há.-4)
Úrs.- 6) Glópur,- 8) 111.- 10)
Ara,- 14) Tál,- 15) Lið.- 17)
Ra,-
1
Sunnudagur
22. júli
8.00 Morgunandakt. Séra
Sigurður Pálsson vígslu-
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög
Austur-þýzkir listamenn
leika og syngja létt lög.
9.00 Fréttir. Útdráttur úr
forustugreinum dag-
blaðanna.
9.15 Morguntónleikar. (10.10.
Veðurfregnir). a.
óbókonsert i C-dúr (K.314)
eftir W. A. Moxart. Heinz
Holliger leikur með Nýju
Filharminiusveitinni: Edo
de Waart stjórnar. b.
„Sónasta a Quattro” nr. 3 i
C-dúr eftir Rossini. I Musici
leika. c. Þættir úr Jóns-
messunæturdraumi op. 61
eftir Mendelssohn. Concert-
gebouw-hljómsveitin i
Amsterdam leikur:
Bernard Haitink stjórnar. d.
Pianókonsert i a-moll op. 54
eftir Schumann. Géza Anda
leikur með Filharmóniu-
sveit Berlinar: Rafael
Kubelik stjórnar.
11.00 Prestvigslumessa i
Dómkirkjunni (Hljóðrituð 1.
júli s.l.) Biskup Islands
herra Sigurbjörn Einarsson
vigir Pál Þórðarson cand.
theol. til Norðfjarðarpresta-
kalls og Sveinbjörn Bjarna-
son til aðstoðarþjónustu i
Hjarðarholtsprestakalli.
Viglsuvottar: Séra Óskar J.
Þorláksson dómprófastur,
séra Trausti Pétursson
prófastur og séra Harald
Sigmar. Séra Sveinbjörn
Bjarnason predikar.
Organleikari: Ragnar
Björnsson
12.15. Dagskráin. Tónleikar.
12.25. Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
13.15 Mér datt það i hug.
Björn Bjarman rabbar við
hlustendur.
13.35. islenzk einsöngslög
Guðrún A Simonar syngur.
Guðrún Kristinsdóttir leikur
undir á pianó.
13.55 Betri borg Barniö og
borgin Umsjónarmenn:
Jóhanna Þórðardóttir, Jón
Reykdal, Kristin Gisladóttir
og Þórunn Sigurðardóttir.
14.25 Kynni min af Árna Páls-
syni prófessor Vilmundur
Gylfason ræðir við Sverri
Kristjánsson sagfræðing.
15.00 Miðdegistónleikar: Frá
alþjóðlegri hátið léttrar tón-
listar i B.B.C. Guðmundur
Gilsson kynnir siðari hluta.
16.10 Þjóðlagaþáttur Kristin
ólafsdóttir sér um þáttinn.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir
17.00 tslandsmótið, fyrsta
deild. ÍA:ÍBK Jón Ásgeirs-
son lýsir siðari háflleik frá
Akranesi
18.00 Stundarkorn með
ameriska fiðluleikaranum
Michael Rabin.
18.45 Veðurfregnir Dagskrá
kvöldsins
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.35. Kort frá Spáni Send-
andi: Jónas Jónasson.
19.55 Frá tónleikum i Há-
skólabiói 16. april s.l.
Vladimir Askenazi leikur:
a. Sónötu i c-moll (K. 457)
eftir W.A. Mozart b. Sónötu
nr. 30 i E-dúr op. 109 eftir
Beethoven
20.30 Frainhaldsleikrit:
„Gæfumaður” eftir Einar
H. KvaranLeikstjóri: Ævar
Kvaran, sem færði söguna i
leikbúning Persónur og
leikendur i þriðja þætti:
Signý, Sigriður Þorvalds-
dóttir. Sigfús, Baldvin
Halldórsson, Gerða,
Bryndis Pétursdóttir. Rósa,
Jóna Rúna Kvaran Ing-
veldur, Herdis Þorvalds-
dóttir. Anna, Briet Héðins-
dóttir. Slúlka Signýjar,
Auður Guðmundsdóttir.
21.25 Kórsöngur i útvarpssal
Karlakór Keflavikur syngur
islenzk og erlend lög. Ein-
21.45 Smásaga: „Portin” eftir
Björg Vik Silja Aðalsteins-
dóttir þýðir og les