Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 22. júli 1973. TÍMINN 17 ARNÓR Stigsson var aðalfararstjóri i ferð Átthagafélags Sléttu- hrepps að Horni, enda er hann borinn og barn- fæddur að Horni, svo að hann þekkir þar hvern stein. Stigur faðir hans Haraldsson fæddist að Horni og bjó þar ásamt konu sinni Jónu Jóhannesdóttur ættaðri úr Grunnavikurhreppi fram til ársinsi 1946, þeg- ar ekki var lengur vært þar vegna mannfæðar. Ljósmyndir: Lars Björk flokki. Þriðja flokks egg borðuðu við hér heima, en reyndum að selja hin til Isafjarðar og i skip. Það mátti lika harösjóöa eggin og láta i súr. Súrsuð egg þóttu af- bragðsmatur. Þaö kom oft fyrir, að bátar kæmu hingað inn snemma vors að spyrja eftir súrsuðum eggjum. Núna er þetta ekki gert lengur, en þó veit ég, að þeir gerðu þetta á Isafirði i fyrra, þvi að þeir fengu meira en þeir gátu selt. — Var sjálfur fuglinn ekki drjúgur til búsilags? — Það var nú ekki mikið tekið af fugli, eftir að ég fór að vera i þessu. Við tókum 300-400 fugla, en áöur fyrri hafði verið meira um fuglatekju. Menn notuðu bambusstöng með lykkju úr viti- tág á endanum og snöruðu fugl- inn á syllunum. Stundum voru gerðir út nokkrir menn i einu og þeir fóru þá niður á stórar syllur til veiðarinnar. Kjötið af fuglinum var saltað og fiðrið náttúrlega nýtt i sængur og kodda. Aður fyrri var nýtnin meiri en siðar varð — mér er til dæmis i barnsminni, að gengið var fyrir björgin til þess að hirða fugl, sem var eitthvað krankur, svo að hann gat ekki flogið. Þannig fugl var kallaður vanfær- ur og hann var reyttur og fiðrið hirt. Aldrei hræddur i bjarg- inu — Varst þú aldrei hræddur i bjarginu? — Nei, manni fannst þetta bara spennandi. Ég hef þó einu sinni orðið lofthræddur, en það var nú ekki i bjargsigi heldur á leið upp götuna hérna fyrir ofan bæinn upp á fjallsöxlina Þá var ég að fara með kaffi á engjar handa pabba og var i fylgd með fullorð- inni konu. Ég man, að ég var svo hræddur, að ég skreið yfir brún- ina, þegar upp var komið. Reynd- ar var ég nú bara fimm ára, svo að það var kannski ekki nema von, að ég yrði svolitið skelkaður. Eitt sinn fjórbýli — Við fluttum 1946 um haustið. Þá voru allir farnir úr nágrenn- inu, svo að ekki var um annað aö tala. En þegar ég man fyrst eftir mér var hér fjórbýli. Hér er ekki hægt að búa, ef ekki er mannafli til þess aö manna bát. Um leið og svo fámennt er orðið, að það er ekki hægt lengur, verða þeir sem eftir eru að flytjast á brott, hvort sem þeim likar betur eða verr. Auk þess var pabbi ekki heill heilsu og ekkert okkar systkin- anna hafði hug á að taka við bú- inu. Okkur fannst þetta ósköp ein- manalegt — ekki sizt ef við bárum þetta saman við Isafjörð, þar sem við höfðum verið annað veifið. Pabbi hvatti okkur lika til þess aö fara, þvi að hann taldi enga framtið i þvi að vera að hokra hér úr þvi að allir voru farnir eða á förum. Eftir að sildarstöð Kveld- úlfs á Hesteyri hafði verið lögð niður fór fólk að flytjast i burtu, en aðalskriðan kom þó ekki fyrr en Bretinn fór úr Aðalvik og at- vinnan með honum. — Reyndar sá ég strax eftir þvi að hafa flutt. Eftir að ég kvæntist 1949 var ég að spekúlera i þvi að fara að búa hér — við vorum tveir búnir að tala okkur saman um þetta — en þá var ég nýbyrjaður að læra hús- gagnasmiði og viTdi ljúka þvi, — og svo varð aldrei úr búskapnum. Félagi minn bjó hér i eitt ár, en gafst svo upp. — En bjargið lokkar þig enn? — Já, ég hef ekki farið i bjargið i mörg ár — en mig langar alltaf á vorin. — HHJ. Tveir fararstjóranna. Lengst til vinstri Magnús Reynir Guðmundsson, sem jafnframt er formaður stjórnar Atthagaféiags Siéttuhrepps, i miðið Arnór kímileitur mjög, en þvi miður vitum við ekki nafn á unga manninum lengst til hægri. KARNABÆR PIOMEER Hin fullkomna hljómtækni George Harrison — Living in the material world ! Eagles — Desperado ! Music from Free Creek ! Hard stuff — Bolex dementia ! Byrds — History of the byrds ! Keef Hartley — Lanchire Hustler ! Scaffold — Fresh liver ! Cabaret — Cabaret ! Robin Trower — Twice removed from yesterday ! Roxy music — For your pleasure ! Blackfoot Sue — Noth- ing to hide ! Savoy Brown — Lion’s share ! Alex Harvey — Souvenirs ! Manor — Manor live ! Gas works — Gas works ! Procol Harum — Grand hotel ! The moody blues — ; . .... SIMI Postsendum um allt land 13630 KARNABÆR íslenzki dansflokkurinn Stjórnandi Alan Carter í Félagsheimili Seltjarnarness alla sunnu- daga og fimmtudaga i júli kl. 21.15. Aðgöngurniðasala frá kl. 18, sýningar- daga. Simi 22676. r SOXK.AK ^ KAFOEYMK þjónusta - sala - hleðsla - viðgerðir Alhliða rafgeymaviðgerðir og hleðsla Notum eingöngu og seijum járninnihaldslaust kemiskt hreinsaö rafgeymavatn Næg bílastæði — Fljót og örugg þjónusta Tækniuer AFREIÐSLA I Laugavegi 168 — Sími 33-1-55 RÆSIÐ BÍLINN MEÐI SÖNNAK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.