Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 26

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 22. júlí 1973. Umsjón: Alfreð Þorsteinsson STÓRU KNATTSPYRNUFÉLÖGIN í EVRÓPU HAFA AUGASTAÐ Á HONUM! Þaö er ekkert gefið eftir. Asgeir f viðureign við Agúst Guömundsson, Fram. Sigurbergur, Fram, og Haraldur „gullskalli” fylgjast meö. Nýjasta stjarnan á himni íslenzkrar knattspyrnu heitir Ásgeir Sigurvinsson, 18 ára gamall Vestmanna- eyingur, sem e.t.v. verður næsti atvinnuknattspyrnu- maður okkar í evrópskri knattspyrnu. Forráðamenn stóru félaganna í Evrópu hafa áhuga á honum eftir að „njósnarar" þeirra upp- götvuðu hann f unglinga- keppninni á Italíu á dögun- um. Og í dag er væntanleg- ur til Islands fulltrúi frá hinu heimsþekkta belgíska knattspyrnufélagi, Stand- ard Liege, til viðræðna við Ásgeir. Ásgeir neitar þvi ekki, að hann sé spenntur fyrir þvi að gerast at- vinnuknattspyrnumaður. Það er ekkert skrýtið við það. Hann hef- ur unun af þvi að leika knatt- spyrnu, og hefur fengið smjörþef- inn af þvi, hvernig lifi atvinnu- knattspyrnumanna er háttað meðan hann dvaldist um mánaðartima hjá Glasgow Rang- ers á Skotlandi, þar sem hann æfði með aðalliði félagsins. Byrjaði sem litli bróðir Enda þótt Asgeir sé ekki nema 18 ára gamall, hefur hann þegar leikið þrjá a-landsleiki, og á eftir að leika fleiri siðar i sumar. Þeg- ar hann kom inn i meistara- flokkslið Vestmannaeyja i fyrra byrjaði hann að leika sem „litli bróðir” Ólafs Sigurvinssonar, landsliðsmanns. En nú er hann vaxinn upp úr þvi og leikur við hlið bróður sins i Vestmannaeyja- liðinu og iandsliðinu sem fullgild- ur knattspyrnumaður i hópi sókn- djörfustu framlinuleikmanna is- lenzkrar knattspyrnu. „Það er byrjað að gjósa" Gosið i Vestmannaeyjum hefur að sjálfsögðu valdið miklum breytingum hjá knattspyrnu- mönnum IBV eins og öðrum Vest- mannaeyingum. En þeim hefur Hart er barizt um knöttinn. Ásgeir til hægri I viðureign við austur-þýzkan varnarmann í landsleik. fylgdi stórgóður árangur i yngri aldursflokkunum. Hafa Vest- mannaeyingar á undanförnum árum oftast átt einn eða fleiri flokka, sem orðið hafa íslands- meistarar. Og eitt sumarið urðu þeir meistarar i nær öllum yngri aldursflokkunum. Asgeir Sigurvinsson er ávöxtur þessa knattspyrnuævintýris i Vestmannaeyjum. Hann hóf ung- ur að árum að leika sér með fót- bolta, eins og titt er með unga pilta i Eyjum, og komst fljótlega inn i aðalliðin i yngri flokkunum. Hann varð tslandsmeistari með 4. flokki, tvisvar sinnum með 3. flokki og tvisvar sinnum með 2. myndir eru uppi um það að breyta honum i grasvöll. Margfaldur meistari með Vestmannaeyjum A siðustu árum hefur átt sér stað knattspyrnuævintýri i Vest- mannaeyjum, ekki aðeins vegna þess, að Vestmannaeyirigum tæk- ist að vinna sæti i 1. deiid eftir margra ára harða baráttu, heldur og vegna þess, að i kjölfarið menn 1. deildar kynntir tekizt að halda liðsmönnum sin- um nokkurn veginn saman og teflt fram sterku liði i 1. deildar keppninni, þó að þvi sé ekki að neita, að þessar breyttu aðstæður hafa haft áhrif til hins verra á lið- ið. Tveir leikmenn hafa helzt úr lestinni, þeir Valur Andersen, sem unnið hefur að hreinsun i Vestmannaeyjum, og Gisli Magnússon, sem flutti til tsa- fjarðar. Aö öðru leyti eru liðs- menn IBV flestir samankomnir á höfuðborgarsvæðinu og hafa möguleika á að æfa saman. Asgeir er bjartsýnn á það, að knattspyrna verði leikin i Vest- mannaeyjum áður en langt um liður. Hann átti, eins og svo margir aðrir Vestmannaeyingar, erfitt með að trúa þvi, að byrjað væri að gjósa, en með þeim orð- um vakti Ólafur bróðir hans hann gosnóttina eftirminnilegu. Grasvöllurinn i Vestmannaeyj- um er talinn ónýtur og malar- völlurinn grófst undir þykkt vikurlag, en að sögn Asgeirs er búið að hreinsa hann, og hug- Verður hann næsti atvinnu- knattspyrnu- maður Islands í evrópskri knattspyrnu?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.