Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMÍMft'1 Sunnudagur 22. júli 1973. ■ - . a *r. f| Ilift fræga Parthenon—musteri gnæfir yfir Aþenu sem tákn hins forna draums [ Draumurinn um frið og frelsi FYRIR 2400 árum eða svo leit lýðræðið dagsins ljós i Hellas og blómstraði i frelsi og fegurð i 50 stutt ár. Sigrar Grikkja yfir Persum — við Maraþon árið 490 f.kr. og við Salamis árið 480 f.kr. — færðu landinu þann frið og hin auðugu ár, sem urðu grundvöllur lýð- ræðis og fæddu af sér fyrsta liðveldi veraldarsögunnar. Lýðræðið kom þó ekki af himnum ofan og var heldur ekki verk eins manns, heldur árangur hægfara stjórnmálaþróunar i Aþenu, og náði hámarki þegar snillingurinn Perikles var við völdin. Það var á þessum gullnu árum, frá 447 til 433 f. Kr. að nokkrar af fegurstu byggingum heimsins urðu til: Parthenon og Erekt- heion á Akropólishæðinni. Með friðnum eftir Persastriðið komu ný vandamál til sögunnar. Fjárhagurinn hafði verið grund- vallaðurá striði i fjölda ára. Allir höfðu haft nóg að gera annaðhvort við að byggja og viðhalda flotanum, eða berjast i hernum og reisa virki. Snillingurinn Perikles Perikles — höfðinginn, spek- ingurinn, stjórnmálamaðurinn og lýðræðistalsmaðurinn — var bezti ræðumaðurinn á þjóðþinginu „Ekklesia-”, sem allir frjálsir menn áttu aðgang að og höfðu jafnan rétt. Hann var hvorki for- sætisráðherra eða i stjórn, en hann naut mestrar virðingar meðal sinna jafningja og alltaf var tekið tillit til alls, sem hann lagði til málanna. Til að korna i veg fyrir atvinnu- leysi og þar með að greiða þyrfti bætur úr rikiskassanum til manna, sem unnu ekkert fyrir rikið, stakk hann upp á þvi, að reistar yrðu nokkrar opinberar byggingar, sem krefðust mikils af öllum. 1 þær skyldi nota grjót, filabein, gull, ibenvið, sýprusvið og fleira. Við það fengju vinnu steinsmiðir, trésmiðir, gull- smiðir, málarar, myndhöggv- arar, skipasmiðir, verkamenn, flutningamenn og flestir aðrir. Sem sagt, vinna handa öllum og góðir dagar myndu gera Aþenu að fagurri og voldugri borg. Farið var að ráöum Periklesar og rústirnar á Akropolis, sem flestar voru af byggingum, sem eyðilagzt höfðu i striðunum, voru fjarlægðar til að rýma fyrir hinum nýju og glæsilegu bygg- ingum. Þær áttu að verða tákn fiíns glæstasta og fegursta, sem sprottið gæti af griskri menningu. Musterin risu, griðarstór og hátignarleg og áttu engan sinn lika, hvað snerti fegurð og iburð. Verkamenn og listamenn kepptust við að slá öll met. Enginn hefði getað trúað þvi, að slikar byggingar yrðu til á skemmri tima en nokkrum kyn- slóðum, en þær risu allar undir leiðsögn eins manns. Perikles hafði, eins og allir miklir stjórnmálamenn, þann hæfileika að finna réttu mennina i réttu störfin. Það var snilld að velja málarann og myndhöggv- arann Fidias, sem var einn af mestu snillingum samtiðarinnar, eins konar da Vinci Grikklands og hafði vit á bókstaflega öllum hlutum. Fidias hafði þann hæfi- leika, að laða það bezta fram i Gúmmíbótar Úrvalið er mest í langstœrstu sportvöruverzlun landsins ★ é ★ 5 gerðir ★ Þar af þrjór gerðir fyrir utanborðsmótor ★ Björgunarvesti (verðið mjög gott) Póstsendum SP0RTVAL Hlemmtorgi — Simi 14390 öllum sinum samverkamönnum. Árangurinn varð Akropolis — musterishæðin, þar sem trú, fegurð og list af guðs náð rennur saman i eitthvað svo stórkostlegt, að jafnvel enn i dag, 2400 árum siðar og i rústum, vekur það ógleymanlega tilfinningu að koma þangað upp. Árlega koma milljónir manna til að skoða þennan fæðingarstað lýðræðisins. Sú stærsta og merkasta af byggingunum á Akropolis er Parthenon, sem var tákn hins andlega valds Aþenu. Musterið var helgað verndargyðju borgar- innar, Pallas Aþenu, visdóms- gyðju, dóttur Seifs. Fullkominn arkitektúr Við skulum fara 2400 ár aftur i timann, til fagurs vormorguns árið 438 f ,kr. þegar Parthenon var vigt á árlegri hátið til heiðurs Pallas Aþenu. Flötin uppi á hinni 80 metra háu Akropolishæð, gnæfir yfir borgina. Skrúðganga er á leið upp mjóa stiginn á vesturhlið bjargsins. Fremstir ganga em- bættismenn i miklum skikkjum, siðan konur með skálar körfur og reykelsisker. Þá koma ungu stúlkurnar, sem ofið hafa og saumað út klæði mikið handa gyðjunni. Klæðið er hengt upp i mastur á skipi, sem dregið er af vögnum, þannig að allir geti séð það og dáðst að þvi. Heil hersing af dýrum, sem fórna skal, fylgir göngunni, uxar, hrútar og kálfar. Þá koma þeir, sem halda á f ór na r g j öf u num , kökum, hunangi, olifugreinum og vigðu vatni. Að lokum stolt Aþenu: Ungir menn á fögrum gæðingum, riðandi sex og sex i röð. Áfram upp mjakast gangan og upp á flötina, að hinu fagra musteri Pallas Aþenu. Þar eru fyrir nokkrir heiðursgestir og biða þess að hátiðahöldin hefjist. Hinn aldraði Fidias, meistari þessa alls, strýkur um sköllótt jafna múga — KS8D— Vinnslubreidd 2,8 m — Lyftutengd og því mjög lipur P ÞORHF REYKJAVIK SKÓLAVÓRDUSTÍG 25 TRAKTORAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.