Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 7
Sunnudagur 22. júll 1973. TÍMINN 7 forma til þess aö koma nýjum hugmyndum á framfæri. Libanskt leikrit i haust — Hvaöa leikriti verður byrjað á i haust? — Viö erum með ýmis leikrit i deiglunni, en við byrjum leikárið með verki sem heitir „Hafið, bláa hafið” og er eftir libanskan höfund, Georges Shéhadé. að nafni. Við höfum ekki leitað á þær slóðir fyrr en nú. Þetta er mjög vandasamt verk — skáldlegt og viðkvæmt. Það fjallar um ferðina, sem aldrei er farin eða drauminn, sem aldrei rætist — og hvernig hann þó rætist. Aðalhlut- verk leika þau Gunnar Eyjólfs- son, Rúrik Haraldsson, Margrét Guðmundsdóttir og Árni Tryggvason. í Lindarbæ verður „Ellí- heimilið” eftir Sviana Bengt Bratt og Kent Andersson sett á svið um sama leyti eða i byrjun september — athyglisvert nú- timaverk. íslenzk leikgagnrýni — Það verður varla hjá þvi komizt, Sveinn, að ég spyrji þig um Silfurlampann, eða öllu heldur um álit þitt á islenzkum leikdómum. — Þetta kom mér mjög á óvart að þvi leyti að, ég vissi ekki einu sinni, hver átti að fá verðlaunin, hvað þá að Baldvin ætlaði að hafna þeim. Hins vegar var viðbúið að til einhverra tiðinda drægi, þvi að það hefur verið mikil óánægja i báðum leikhúsunum i vetur með tóninn i gagnrýninni, og ég held, að Baldvin eigi samhug margra ef ekki flestra þótt hann gerði þetta upp á eigin spýtur. Það er nokkuð almennt álit, að verðlaununum hefði verið hafnað i þetta sinn, hver sem i hlut hefði átt. Misskilningur — Nú er ekki alveg laust við, að stöku maður hafi skilið ummæli leiklistarfólks um leikdóma á þann veg, að leikarar og aðrir sem að leiklist vinna, þoli illa ádeilu og vilji ekki annað sjá á prenti eða heyra, en hrósið eitt. Er nokkuð hæft i þvi? — \ Ég hef orðið þess var að fólk hefur misskilið, þegar sagt er að gagnrýni sé neikvæð og haldi að leiklistarfólk þoli ekki annað en lof Þetta er grundvallarmisskiln- ingur — Hinn neikvæði andi eða tónn i gagnrýninni verður kannski bezt sýndur með dæmum og þau eru þvi miður of mörg. Ég get nefnt eitt — það varðar mig sjálfan og stendur i sambandi við sýningu, sem hlaut almennt lof, Lýsistrata — nánar tiltekið. Sú sýning var mjög lofuð af gagn- rýnendum, sem töluðu margir um nýjan og ferskan anda i þessu húsi. Nú vildi svo til, að þetta var fyrsta leikritið, sem ég hafði valið til sýningar og komið nærri listrænt séð og þess vegna hefði kannski mátt imýnda sér að gagnrýnendur hefðu óskað okkur til hamingju. Ekki voru nú allir á þeim buxunum — mér er það minnisstætt, að gagnrýnandi Morgunblaðsins lét þess i stað svo um mælt, að vonandi væri, að hin nýja stjórn leikhússins eyði- leg ði nú ekki þennan ferska anaa — Þetta og annað i sama dúr köllum við neikvæða gagnrýni, sem hafi slæm áhrif á afstöðu almennings til leikhússins Og svona dæmi hef ég mörg á tak- teinum. Viljum ábyrga gagnrýni — Hvað finnst þér um viðbrögð gagnrýnenda? — Ég get ekki skilið þá sem vilja leggja alla gagnrýni niður. Þaö er rangt, að við óskum ekki eftir gagnrýni — við biðjum bara um ábyrga gagnrýni, sem við getum virt. Það er lika ástæðu- laust að hætta að úthluta verð- launum, þvi að þau geta verið mönnum ákveðin hvöt, en þá verðurlistmaðurinn að geta varið móttöku þeirra fyrir sjálfum sér. Ég vona að gagnrýnendur taki svona atburði á þann hátt, að þeir spyrji sjálfa sig sömu spurningar og sá leikari gerir, sem hvað eftir annað fær ómildilegar umsagnir það er: Hvar er ég á villigötum! Bókmenntaleg upp- dráttarsýki og dómgirni — Hvers saknar þú i leik- dómum hér umfram það, sem ráða má af þvi sem þú hefur þegar nefnt? — Ég sakna þess, að þeir skuli ekki reyna að lýsa meira ein- kennum sýninganna, eins og þær koma fyrir sjónir, þvi að hið sýni- lega verður oft útundan á kostnað orðsins. Þetta stafar sjálfsagt af þvi, að íslendingar eru svo strangt mótaðir af orðsins list, þannig að umfjöllun um leik- sýningar er stundum mörkuð af bókmenntalegriuppdráttarsýki. I þessu sambandi dettur mér það i hugaðfyrir nokkrum árum talaði einn gagnrýnandinn um litaskala i öðrum þætti ákveðins verks. Svona nokkuð fjöllum við um á hverjum degi — en þá rak alla i rogastanz að sjá slikar hug- myndir á prenti, Þetta var nú reyndar tónlistargagnrýnandi sem þarna hélt á penna Þá hef ég sem leiksögu- fræðingur stundum þurft að gara i gegnum islenzka leikgagnrýni, af þvi að gagnrýnin er eitt þeirra hjálpargagna, sem maður notar til þess að endurskapa mynd af fyrri sýningum. Þar verður þá oft fyrir manni persónuleg ein- kunnagjöf i stað þess, að af gagn- rýninni á að vera hægt að lesa og sjá hvernig sýningarnar komu mönnum fyrir sjónir — hún á að fela i sér eitthvað af blæ sýn- ingarinnar og forsendunum fyrir hsnni. Að sjálfsögðu má þó ekki spyrða alla islenzka leikgagnrýn- endur saman að þessu leyti, þvi að þeir eru ekki allir á einum báti. En ég hygg, að sú dómgirni, sem oft má lesa út úr umsögnum þeirra hafi ágerzt hér en i þeim nágrannalöndum okkar, þar sem ég þekki til, hefur hins vegar dregið úr henni. Helgi Hálfdánarson sagði hnyttilega i grein i Morgun- blaðinu, að gagnrýnendur ættu að vera málflytjendur en ekki dómarar. Þetta virðist koma heim og saman við þá skoðun, sem sumir þeirra hafa látið uppi, að þeir séu ekki sérfræðingar heldur raddir hins almenna áhorfenda. t samræmi við það legg ég til, að þeir skipti hið skjót- asta um nafn á félagsskap sinum og hætti að kalla sig Fél. isl. leik- dómara. — annað gæti haft vond áhrif á markmið þeirra og leitt þá á villugötur. Að svo mæltu slitum við talinu, enda hefur hinn nýi leikhússtjóri i mörgu að snúast, eins og ráða má af frásögn hans af þeim ný- mælum, sem eru á döfinni i Þjóð- leikhúsinu —HHJ Stúlkur Húsmæðraskólinn á Hallormsstað starfar frá 15. september til 15. mai. Kennslugreinar: Hússtjórn, vefnaður, hannyrðir, fatasaumur auk bóklegra greina. Þriggja mánaða hússtjórnar námskeið hefst 15. september. Tveggja mánaða vefnaðar námskeið hefst 15. janúar 1974. Skólastjóri. Bréf frá Harrisburg Þurrkaðir ávextir og skreið ÉG ólst upp á mannmörgu heimili, þar sem mikið þurfti að elda til að fylla marga svanga maga. Ég var talinn frekar matvandur, en hafði orð á mér fyrir að geta látið i mig óvenju stóra skammta af vissum rétt- um, sem mér likaöi sérstaklega vel við. Einn þeirra matar- flokka, sem ég unni hugástum, var ávaxtagrautar. Galli var þaö náttúrulega, aö þegar ég var að alst upp, voru ávaxta grautar ásamt lambalæri, eingöngu á boðstólum á sunnu- dögum. Sunnudaganna var þannig beðiö með óþreyju, og s-vo þegar grauturinn kom, var látið i sig eins mikið og hægt var að útvega. Þóttu það mikil undur og teikn, hve marga diska ég gat oft á tiðum hesthúsað. 1 mestu uppáhaldi var sveskju- grauturinn, en svo kom apri- kósu-, epla-, og blandaður. Oft hugsaði ég til þess með öfund, hve krakkar i Ameriku þar sem þurrkaðir ávextir yxu á trjám, fengju mikið af ávaxtagrautum, liklega i hvert mál og kannske einnig með kvöldkaffinu. Þegar ég kom vestur hingað til Ameriku, beið ég þess með óþolinmæði, að mér yrði boðinn ávaxtagrautur. En innfæddir minntust aldrei á þessa uppáhaldsrétti mina, og þegar ég spurði, kannaðist enginn við neins konar grauta. Tók ég mig til og athugaði framboð á þurrk- uöum ávöxtum i verzlunum. A endanum fann ég nokkra sveskjupakka og slangur af aprikósum. Loks varð ég að horfast i augu við hinn hræði- lega sannleika: Það eru yfirleitt ekki eldaðir ávaxtagrautar hérna i henni Ameríku! Nú hefi ég hugsað álið i mörg ár og velt þvi fyrir mér, hvernig geti staðið á þvi, að Islendingar skuli nota svona mikið af þurrkuðum ávöxtum. En aftur á móti að Ameríkanar, sem rækta þá, skuli ekki vita um leyndar- dóma grautagerðar þeirrar, sem lyft hefir svo mörgum islenzkum ungling á stig æðri unaðar og velliðanar. Ég hefi ekki komizt að neinum visinda- legum niðurstöðum, en það, sem ég hefi uppgötvað um mál- ið, hefir svalað að mestu for- vitni minni, og að auki oröið til þess að skerpa ást mina á Is- lenzkum ávaxtagrautum. Islendingarlærðu að notafæra sér þurrkuðu ávextina, þegar það voru einu ávextirnir, sem hægt var að flytja til landsins. Fósturlandsins freyjur urðu snillingar i útvötnun, suðu, sykurblöndun og hræringu á þurrkuðum sveskjum, aprikósum, eplum og perum. Að minu áliti eiga rúsinur alls ekki heima i þessum heiðurs- hóp. Þær voru eingöngu not- hæfari sagó-sætsúpur ásamt sveskjum og einstaka elpa ræksni, sem laptar voru á eftir soðnu kjöti á miðvikudögum. Rannsókn min leiddi I ljós, að i Ameriku búa sveskjur við hin verstu kjör og i hinni mestu niðurlægingu. Þær eru eingöngu taldar nothæfar, og þá útvatnaðar i miðaaldra við- skiptajöfra, sem eiga við harð- lifi að striða. Þær eru sem sé eingöngu þekktar sem hægða- lyf. Enginn virðist hér elska sveskjur fölskvalaust og borða þær með ánægju eða komast i stemmningu, nema kannski af þeirri tegund, sem sendir menn til salernis. Þegar ég harma hlutskipti sveskjunnar i Ameriku, kemur i huga mér máltækið, „Enginn er spásveskja i sinu heimalandi”. Hefi ég einnig brotið um það heilann, hvort nokkur á Islandi hafi, a' ■ bernskuárum minum, vitað um þessa duldu hæfileika hennar, að hafa áhrif á hægðir. Alla vega man ég ekki eftir neinu óvenjulegu, jafnvel á þeim einstöku sunnudögum, þegar sérstaklega stór skammtur af sveskjugraut féll i minn hlut. Mér er sagt, að i Suður Kaliforniufylki, þar sem allir ávextirnir vaxa, séu ávaxtaþurrkunarstöðvar, sem bókstaflega lifi á ávaxtagrauts- áti tslendinga. Þeir, sem atvinnu við vinnsluna hafa, hljóta að halda, að tslendingar séu upp til hópa forstoppaðir og þjáist af einlægri hægðateppu. Það hefir hvarflað að mér, að það sé reyndar margt likt með þurrkuðu ávöxtunum og skreiðinni, sem við seljum blámönnum i svörtustu Afriku. Þeir hafa, frá alda öðli, vanizt að nota skreið, útvatna hana og matreiða svo á alla vega furðulega máta. Ég er viss um, að margir blámenn geta minnzt uppáhaldsmátiða sinna, elduðum úr skreiö ofan af tslandi. Ekki vil ég segja, að skreiðin búi við sömu niðurlæginguna á tslandi og sveskjan i Ameriku. En vist er um það, að ég þekki ekki marga, sem étið hafa skreið og Fróni, og alls engan, sem kann að elda úr henni góm- sætar máltiðir á borð við sveskjugraut. Þórir S. Gröndal Eignist markaðinn auglýsið i VÍSI vísm 17.750 eintök á dag 22.000 eintök á mánudögum beint á mesta markaðssvæði landsins- auk bess magns, semvið dreifum í aðra Iandsnluta. . OgVISIR er offsetprentaður, allar síður prentast jafn vel, engmn myndamótakostnaður og ijogurra lita prentun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.