Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 15
Sunnudagur 22. júli 1973. TÍMINN 15 82,9% notuðu ekki getnaðarvarnir — þeir óframfærnir t eftirrannsókninni kom i ljós a& notkun getnaðarvarna hjá þessum konum var mjög slæleg, og virðist mikil þörf fyrir aukna fræðslu, ráðgjöf og þjónustu á þessu sviði. 82,9% þeirra notuðu engar getnaðarvarnir fyrir fóstureyðingu. Við eftirrannsókn voru þær miklu færri, sem engar getnaðarvarnir notuðu, en þó 30,3%. í 17,1% tilfellum sögðu konurnar, að þær hefðu orðið ófriskar vegna þess að verjur hefðu brugðizt, sem merkir að i mörgum tilvikum hafa þær ef- laust verið rangt notaðar. 10,5% kvennanna höfðu við eftirrann- sókn látið eyða fóstri á ný. (21,2% af konunum höfðu gengizt undir 2 eða fleiri fóstureyðingar á æv- inni.) Karlmennirnir, sem við sögu koma i eftirrannsókninni, virðast ekki nota gúmmjverjur eins mik- ið og erlendis, ef marka má niðurstöður brezkra kannana, en gúmmiverja er þar talin mest notuð allra getnaðarvarna eða meira en hormónalyfin („pillan” eða sprautur). — Nokkrar kon- urnar töluðu um, að erfitt væri að ná i gúmmiverjur. Þær væru ekki Fóstureyðingar eru skilyrðislaust bannaðar á Spáni, Filippseyjum, i írska lýðveldinu, Portúgal og Domini- kanska lýðveldinu, — einnig þegar lif móðurinnar er i hættu. Ennfremur er á Spáni (og var þangað til alveg ný- lega i Frakklandi) bannað að veita fræðslu um getnaðarvarnir og selja þær. til nema i apótekum, og mennirn- ir veigruðu sér við að biðja af- reiðslustúlkurnar i apótekunum um þær. Stundum væri sú leið farin, að spyrja eftir lyfja- fræðingnum (i von um, að það væri karlmaður) og hvislast á við hann um þessi kaup. Þessar niðurstöður virðast gefa til kynna, að full þörf sé eflingar ráðgjafar og fræðslu um frjóvgunarvarnir og fóstur- eyðingar, sem geri konum og körlum ljóst, hve nauðsynlegt og hver eftirsóknarvert það sé að fyrirbyggja ótimabæran getnað. Þvi er lagt til, að ráðgjöf og fræðsla um frjóvgunarvarnir verði skipulögð og efld við heilsu- verndarstöðvar, heilsugæzlu- stöðvar og á sjúkrahúsum i eðli- legum starfstengslum við mæðravernd, geðvernd, fjöl- skylduvernd, kvensjúkdóma- deildir og félagsráðgjafarþjón- ustu almennt. Læknar hafa til þessa einir veitt leiðbeiningar um getnaðarvarnir, en nauðsynlegt er að nýta einnig aðra starfshópa með sérþekkingu á þessu sviði, svo sem hjúkrunarkonur, félags- ráðgjafa og ljósmæður. Ráðgjafarþjónustunni er einnig ætlað að vinna að þvi að auðvelda fólki útvegun getnaðarvarna. Þær eiga að fást keyptar viðar en i apótekum, t.d. i snyrtivöru- verzlunum og hjá rökurum, og eiga að vera til sölu á stofnunum, sem veita ráðgjöf á þessu sviði. Ráðgjafarþjónustan skal og vinna aðalmennum fræðsluað- gerðum, svo sem útgáfu fræðslu- rita um kynlif og barneignir til dreifingar. Einnig útvegun Tafla nr 4 1950-1967 ALDUR 06 HJÚSKAPARÁSTAND Fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir gerðar á Fæðingadeild Landspitaians. fræðslumynda, sem sýna má á fræðslufundum á stofnunum, sjúkrahúsum og i skólum. Um helmingur is- lenzkra kvenna notar öruggar varnir Samkvæmt könnun, sem dr. med Gunnlaugur Snædal fram- kvæmdi árið 1968 notuðu yfur 7 þúsund konur i landinu „pilluna” að staðaldri árið 1967. Lausleg at- hugun benti til, að nokkuð á annað þúsund konur hefðu 5 næstliðin ár fengið setta upp leglæga frjóvgunarvörn („lykkju”). A þvi ári, sem könnunin fór fram, voru konur á barnsfæðingaraldri tald- ar um 18 þúsund að tölu. Er þvi nærri lagi, að helmingur kvenna á barnsfæðingaraldri hafi reynt öruggar frjóvgunarvarnir á þvi ári, sem könnun fór fram. Þær frjóvgunarvarnir, sem standa til boða nú hér á landi, og öryggi þeirra, eru samkvæmt greinargerð með nýja frumvarp- inu um fóstureyðingar: 1) Hormónalyf, inntaka og sprautur. Veita 99,9% öryggi ef rétt notuð. 2) Liffræðilegar (biologiskar) að- ferðir: Rythm eða timapössun og Coitus interruptus. Mjög óöruggar aðferðir. 3) Mekaniskar aðferðir: Leg- gangahetta og leghálshetta. Leglægar getnaðarvarnir 97- 98% öruggi ef rétt notaðar og með kremi 4) Sæðiseyðandi aðferðir: Krem og froðutöflur. Mjög óöruggar. 5) ófrjósemisaðgerðir. Lögbundin kennsla Um leið ogpefndin leggur til, að rýmkuð verði löggjöf um fóstur- eyðingar, þannig að þær verði leyfilegar að beiðni viðkomandi kvenna, vill hún leggja áherzlu á, að langt er frá þvi, að ætlunin sé, að fóstureyðing komi i stað getnaðarvarna, heldur sé nánast neyðarúrræði, m.a. ef aðstæður breytast eða varnir bregðast af einhverjum ástæðum. Þessvegna er i frumvarpinu gert ráð fyrir stóraukinni ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlif, barneignir og getnaðarvarnir og að þessi fræðsla sé fastbundin lögum. Til þess að tryggja, að allir njóti einhverrar fræðslu um þessi efni án tillits til lengdar skóla- göngu, verður hún að fara fram á grunnskólastiginu. Eðlilegt hlýt- ur að vera að byrja á þessari fræðslu strax á barnaskólastigi, áður en börnin verði kynþroska og auka siðan fræðslu og náms- Bf efni i samræmi við aldursþroska barnanna, likt og gert hefur verið viðast annars staðar á Norður- löndum. Kennslu á grunnskólastigi mætti hugsa sér þannig hagað, að á barnaskólaaldri væru börnin frædd um staðreyndir lifsins eins og kynferði, hvernig börn verða til, hlutverk kynfæra og kyn- þroska og jafnframt lögð áherzla á, að þetta sé eðlilegur hluti af lif- inu. Þess vegna væri sennilega bezt að, að kynferðisfræðsla á þessu aldursstigi væri ekki sér- fag, heldur færi fram i tengslum við kennslu annarra faga, eftir þvi sem við á. A unglingastiginu, um það leyti, sem nemendurnir verða kynþroska, kæmi itarlegri fræðsla, bæði i sambandi við náttúrufræði og félagsfræði og væri eðlilegt að verja talsverðum tima til kennslu um kynferðismál á þessu skólastigi. Þar væri frætt um kynþroskann og itarlegar en áður um æxlun, frjóvgun, fórstur- myndun, meðgöngu og fæðingu barns, auk þess sem samhliða væri fjallað um getnaðarvarnir, siðfræði kynlifsins og ábyrgð þvi Framhald á bls. Sfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.