Tíminn - 22.07.1973, Page 19

Tíminn - 22.07.1973, Page 19
Sunnudagur 22. júll 1973. TÍMINN 19 (Jtgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,, I lausasöiu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f Beinir skattar — og óbeinir Skattskrárnar eru nú almennt komnar út og ef að vanda lætur eru menn misjafnlega ánægðir eða óánægðir með skattana sina. Hjá mörgum hækka gjöldin að sjálfsögðu verulega i krónutölu vegna þess hve launahækkanirnar, tekjuaukningin hefur orðið mikil. Samt sem áður var skattvisitalan og þar með skattstigar og persónufrádrættir hækkaðir meira við þessa álagningu, frá álagningunni i fyrra um 28%, eða meira en nokkru sinni varð i tið fyrrver- andi stjórnar. Skv. þessari hækkun skattvisitölunnar, sem ákveðin var við fjárlagaafgreiðslu á siðasta Alþingi hækkaði persónufrádráttur einstakl- ings úr 145 þúsund kr. i 186 þús. kr. og persónu- frádráttur hjóna úr 220 þúsundum i 282 þúsund. Frádráttur vegna barns hækkaði úr 30 þúsund krónum i 38 þúsund. Þá var á siðasta þingi ennfremur gerð breyting á skattalögunum, sem mun lækka sérstaklega skatta á gömlu tekjulágu fólki. En þótt ýmsum muni þrátt fyrir þetta þykja beinu skattarnir æði háir er óhætt að fullyrða það, að þeir eru mun lægri nú á lágtekjufólki og miðlungstekjufólki, en þeir hefðu orðið, ef rikisstjórnin hefði ekki ráðizt i breytingarnar á skattakerfinu og skattakerfi viðreisnarinnar hefði gilt áfram. 1 þessum samanburði verður vitanlega að taka tillit til nefskattanna, sem felldir voru niður, en mjög miklar hækkanir hefðu orðið á gjöldum til sjúkrasamlaga og Tryggingastofnunarinnar, ef þau hefðu haldizt áfram. Allir virðast sammála um það, að æskilegt sé að beinir skattar lækki frá þvi sem nú er. Verði beinir skattar lækkaðir þarf að koma til önnur fjáröflun handa rikissjóði. Yrði þá að hefja meiri innheimtu óbeinna skatta, svo sem söluskatts. Vissulega er það rétt, sem ýmsir benda á, að óbeinu skattarnir hafa sina ókosti. Háir óbeinir skattar gera það t.d. óhjákvæmilegt að rétta hlut þeirra sem lakast eru settir með auknum tryggingum og fjölskyldubótum og þess vegna hlýtur slik endurskoðun á skattakerfinu að haldast i hendur við breytingar á trygginga- kerfinu. Óbeinir skattar hafa hins vegar þann kost að þeir skattleggja eyðsluna, sem nauðsynlegt er að hamla á móti á ýmsum sviðum og menn greiða þá skatta um leið og þeir eyða fjár- munum. Með hertu skatteftirliti á lika að vera unnt að láta óbeina skatta skila sér betur, en þeir hafa gert og er enginn vafi á þvi að núverandi fjármálaráðherra hefur náð veru- legum árangri á þvi sviði. En þótt vilji sér fyrir þvi, i rikisstjórninni, eins og fram kom i viðtalinu við forsætisráð- herra, á tveggja ára afmæli stjórnarinnar, að lækka beinu skattana þá er það ókleift fyrr en samkomulag hefur tekizt um það milli verka- lýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að taka óbeinu skattana út úr visitölunni. Slik breyting er alger forsenda þess að veruleg lækkun beinna skatta geti átt sér stað. Clyde Sanger, The Guardian: Stórvirkjun í Kanada vekur harðar deilur Áhugamenn berjast fyrir rétti 8000 Indíána, sem misstu land sitt undir vatn ef virkjað yrði PAPPIRSKILJU og kvik- mynd þurfti til að vekja al- mennar og heitar deilur um Jamesflóa virkjunina i Kanada. Undir fyrirsögn pappirskiljunnar er: „Aætl- unin um aö drekkja Norður- skógum”. Höfundurinn heitir Boyce Richardson og var til skamms tima aðstoðarrit- stjóri við blaðið, Montreal Star. Hann ræðst i bók sinni harkalega gegn Robert Bour- assa forsætisráðherra Quebec-fylkis fyrir að leggja fram áætlun um Jamesflóa- virkjunina, sem á að kosta 8000 milljónir dollara. Kvikmyndin heitir „Garður Jobs” og er Richardson einnig höfundur hennar. Aðal sögu- hetjan er Cree-Indiáninn Job Bearskin, sem er dýraveiði- maður, en verður sviftur lifs- björg sinni þegar virkjunar- ^tiflan verður gerð og 4000 fer- mílur lands i norðvesturhluta Quebec fara undir vatn. MAL út af virkjuninni hefir verið til meðferðar i yfirrétti i Montreal siðan I desember. Indiánar og Inuit (Eskimóar) I Quebec-fylki hafa beðið um úrskurð, sem stöðvi undir- búningsvinnu á 130 þús. fer- milna afrennslissvæði fimm stóráa, sem renna I James- flóa. (Jrskuröar dómara er vænst á næstunni. Dómarinn er ekki öfundsverður, þar sem úrskurður hans hlýtur annað hvort að reita til reiði 8000 inn- fædda menn, sem á athafna- svæði virkjunarinnar búa og eru andsnúnir henni, eða fylkisstjórn Quebec og atvinnurekendur i Montreal, en virkjunin á að framleiða hvorki meira né minna en 10 millj. kílówatta. Bourassa for- sætisráðherra og félagar hans lita á þetta mál mjög alvar- legum augum, enda á hin fyrirhugaða virkjun að gefa rúmlega fjórðungs aukningu á rafmagnsframleiðslu Kanada. Þarna er um að ræða höfuð- deilu um landsréttindi og landnotkun. Vafasamt er þó, að málið hefði vakið almenna athygli ef Richardson hefði ekki gefið út pappirskiljuna og gert kvikmynd sina, Fjórir af hverjum fimm Kanada- mönnum búa á 100 milna breiðu belti suður við landa- mæri Bandarfkjanna og láta sig litlu varða þann strjálning lándsmanna, sem norðar býr. SAMTÖK Kanadamanna til aðstoðar innfæddum létu Jamesflóavirkjunina til sin taka fyrir tilviljun að heita má, en Richardson er þar i stjórn. En nú er svo komið, að samtökin geta bent á málið sem sönnun fyrir tilverurétti sinum. I fyrra urðu harðar deilur um samtökin. Þau hétu þá Samtök Indiána og Eskimóa og sumir hinna hvitu manna, sem þátt tóku i þeim, töldu þeirra ekki þörf lengur, þar sem samtök bræðralags Indi- ána voru orðin allöflug i flestum fylkjum landsins. Nokkrir aðilar að sam- tökunum voru á öndverðum meiði. Þeir viðurkenndu að visu, að bræðralag Indiána og Eskimóa væri hinn rétti aðili til samninga 'við stjórnvöld á ýmsum sviðum, en önnur samtök þyrftu að taka að sér áróður meðal hvitra Kanada- manna og skapa skilning á kjörum og rétti innfæddra, en þeir eru 500 þúsund Indiánar og 14 þúsund Inuit-Eskimóar. Niðurstaða deilunnar varð sú, að Samtök Indiána og Eskimóa breyttu um nafn og heita nú Samtök Kanada- manna til aðstoðar inn- fæddum. Samtökin réðu Tom Symons prófessor sem fram- kvæmdastjóra, en hann stendur framarlega i ihalds- flokknum. Symons var forseti Trent-háskóla i 11 ár og kom þar á fót deild til könnunar á málefnum innfæddra, en hefir nú látið af störfum. SYMONS prófessor leggur mjög mikla áherzlu á nauðsyn þessað „fræða þegna Kanada, almennt um þarfir innfæddra og vandamál”. Hitt er svo umdeilanlegt, hvaða aðferð væri árangursrikust. Samtök Kanadamanna til aðstoðar innfæddum hafa nú gefið út ritling, sem nefnist: „Staðreyndirnar tala sinu máli”. Þar eru birtar tölur, sem sýna sex tilvik hins ugg- vænlega ástands, meðal Indi- ána og Eskimóa, i Kanada. Timarit eitt birti svipaðar tölur i mai i vor, en þar voru þær settar fram i linuriti. Hér eru nokkur sýnishorn þessara talna: Meðalaldur Kanadamanna er 62 ár, en meðalaldur Indiána er 36 ár og Inuit-Eski- móa aðeins 20 ár. Sex af hundraöi af börnum Indiána ljúka miðskólanámi en 88% af börnum annarra Kanadamanna. Aðeins rúmlega helmingur Indiána nýtur starfslauna, en atvinnuleysi Kanadamanna almennt er um 6 af hundraði. Um helmingur Indiána i Kanada býr i sérstökum byggðarlögum, en rennandi vatn er ekki i nema 15 af hundraði ibúða á þessum svæöum. TÖLUR eru á ýmsan hátt erfiöar viðfangs. Til dæmis eiga framanskráðar tölur aðeins við um 250 þúsund skrásettra Indiána, en ná ekki til þess helmings þeirra, sem búsettur er i borgum og hefir samlagast þar öðrum þegnum. Arið 1967 var dánartala Indiánabarna undir skólaskyldualdri sögð átta sinnum hærri en dánartala annarra barna i Kanada, en Samtök Kanadamanna til aðstoðar innfæddum segja hana aðeins þrisvar sinnum hærri. Allmargir þeirra Indiána, sem ekki njóta starfslauna, hafa ofan af fyrir sér með dýra- eða fiskveiðum eins og Cree-Indiánarnir við James-- flóa. Yfirréttur leiddi ýmsa sérfræðinga sem vitni I þessu efni, en þá greindi á um, hvort einn fjórði eða þrir fjórðu dag- legrar fæðu 8000 Indiána, sem við Jamesflóa búa, væri heimafenginn eða aðfluttur. ÝMISLEGT má færa fram gegn tölum þeim, sem Samtök Kanadamanna til aðstoðar innfæddum hafa birt. Til dæmis fjölgar stöðugt þeim börnum Indiána, sem miöskólanám stunda. Sam- rikisstjórnin i Kanada hóf árið 1966 framkvæmdir við umfangsmikla áætlun um bætt húsnæði Indiána. Tekjutölur ná aðeins til greiddra launa en ekki bóta úr velferðarsjóðum, sem flestir Indiánar njóta. Samrikisstjórnin ætlar i ár 327 millj. dollara til hinna ýmsu mála Indiána, en það svarar til 1200 dollara á hvern skrásettan Indiána. Mikið af þessu fé fer i ýmiskonar stjórnarkostnaö, en tölurnar sýna eigi að siður, að Indiánar eru ekki alveg gleymdir. Gasson er maður nefndur. Honum dytti ekki i hug að and- mæla þvi, sem bent er á hér að framan, en ferill hans sýnir, að hann er ekki ánægður með tök rikisstjórnarinnar á málum Indiána. Gasson lauk iðnnámi hjá byggingarfyrir- tæki fjölskyldu sinnar skammt frá Norwich, en flutti til Kanada 1957 tvitugur að aldri. Framhald á bls. 39. ' ' y'/í//, mmmw Loðskinn verkuð —TK

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.