Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 23
C’f*
j\t i.i/f j<, f ,í\í Jtrro ii ii l
Sunnudagur 22. júlí 1973.
TÍMINN
23
LADA
— AAÖRGUM
KOSTUAA BÚIN
SEAA HENTA VEL
Á ÍSLANDI
,ADA-fólksbminn
Umboðið fyrir Lada
hér á landi hafa Bifreið-
ar & Landbúnaðarvélar,
Suðurlandsbraut 14.
Þess vegna förum við
þangað til þess að fá
upplýsingar um þessa
bifreið, sem þegar má
orðið sjá á götum
borgarinnar. Við spjöll-
uðum þar nokkra stund
við Þorleif Þorkelsson
sölumann, sem hafði
þetta að segja okkur um
bifreiðina:
Nýlega fór LADA að renna af
færiböndunum og hefur salan á
henni gengið mjög vel.
Ef ég á að lýsa LADA i stuttu
máli, þá get ég sagt þér þetta um
hana. Lada er mað sérstaklega
styrktum botni og er hærri undir
lægsta punkt en margar aörar
fimm rhanna bifreiðar.
Vélin er vatnskæld 4 cil. 65 hest-
afla með ofanáliggjandi knastás.
Vélin er sérstaklega gerð fyrir
gangsetningu í kaldri veðráttu og
er t.d. með hitun á blöndungi.
Rafkerfið er einnig gert með
kalda veðráttu i huga.
Bifreiðin er fjögurra gira og
með gólfskiptingu, sem er mjög
lipur og þægileg. LADA hefir
diskahemla að framan og skálar
að aftan, og þær eru með tvi-
skiptu vökvaátaki.
Fjöðrunin er mjög góð. Það,
sem er einna athyglisverðast við
hana, er það atriðið, að höggdeyf-
ar að aftan eru fyrir utan gorm-
ana en ekki inn i þeim eins og i
flestum öðrum bifreiðum. Þá er
miðstöðvarkerfið i henni mjög
gott og er það ekki litið atriði fyrir
okkur hér á Islandi.
LADA er björt og þægileg
ferðabifreiðog lipur i umferðinni.
Allur frágangur er til fyrirmynd-
ar og hlutunum vel fyrir komið.
Sætin eru góð. Stólar að fram-
an en heilt sæti að aftan.
Framsætin má leggja niður svo
hægt er að sofa i henni, ef með
þarf. Hægt er að fá bifreiðina með
þrem innilitum en velja má úr
nokkru úrvali hvað varðar útilit-
ina.
Eftirspurn eftir LADA er þegar
orðin nokkur, bæði fólks- og
,,station”-bifreiðinni. Núna eru
nokkrir LADA komnir á götuna,
en þeim mun fjölga mikið i ágúst-
mánuði, þvi þá eigum við von á
stórri sendingu.
Verðið á fólksbifreiðinni er 348
þúsund og á „stationinum” 367
þúsund. Eru bæði þessi verð mjög
góð miðað við gæði hennar sem ég
tel tvimælalaust vera mikil.
Við spurðum Þorleif um hvern-
ig sala á rússneskum bilum gengi
hjá umboðinu. Hann sagði, að sal-
an á Moskvich væri alltaf jöfn og
góð. Það sæist bezt á þvi, að hann
væri einn af þrem mest seldu bil-
um hér á landi undanfarin ár.
Verðið á Moskvich er 316 þús-
und krónur og er þá ryðvörn inni-
falin i verðinu. „Stadioninn”
kostar 340 þúsund og sendiferða-
bíllinn 253 þúsund, en það væri
ódýrasti billinn, sem hér væri á
markaðnum. Eftirspurnin eftir
nýju Volgunni er mikil og erfitt að
anna henni. Hún er mikið keypt,
en verðið á henni er 442 þúsund
krónur.
Þá eru þeir með landbúnaðar-
bifreiðina UAZ 452, sem er keypt
mikið af verktökum sem eru með
vinnuflokka. Sú bifreið gæfi mikla
möguleika, mætti þar t.d. nefna
breytingar i þægilegan ferðabil
með svefnplássi, eldhúsi og öðr-
um þægindum. Þetta væri mikil
torfærubifreið, sem kæmist yfir
ótrúlegustu torfærur. Verðið á
henni væri 455 þúsund krónur.
Lengra gat samtal okkar ekki
orðið, þvi margir voru komnir á
söluskrifstofuna að Suðurlands-
braut 14 til þess að spyrja um hin-
ar og þessar tegundir og Þorleifur
var rokinn til þess að aðstoða þá
við kaupin.
— klp —
Lada ,,station”-bifreið.
UAZ 452.
Volga
Moskvich 412 fólksbifreið.
Moskvich M-427 ,,station”-bifreiö.
Moskvich M 434 — sendiferðabifreið.