Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 34

Tíminn - 22.07.1973, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Sunnudagur 22. júli 1973. Pylsurnar tíu Einu sinni voru tiu stórar pylsur. Þær voru allar jafn stórar og allar voru þær jafn gamlar. Pylsugerðarmaðurinn hafði búið þær allar til sama daginn. „Við skulum alltaf fylgjast að og aldrei skilja”, sögðu pylsurnar hver við aðra. Einn dag tók pylsu- gerðarmaðurinn pyls- urnar og fór með þær til kaupmannsins. Kaup- maðurinn lét þær á fat. Fatið setti hann út i glugga. ,,En hvað það er gaman að vera hér”, sögðu pylsurnar. „Við getum séð allt, sem fram fer á götunni. Svo getum við speglað okkur i gluggarúðunni. Nei, sko, hvað við erum likar. Við erum bara allar alveg eins. Hver skyldi annars koma og kaupa okkur?” Pylsurnar voru i óðaönn að tala saman, þegar kona með tvö börn, litla stúlku og litinn dreng, kom inn i búðina. „Jæja börnin góð. Hvað eigum við nú að hafa til matar i dag?” „Ó, mamma. Við viljum pylsur”, sögðu börnin bæði i einu. „Pylsur eru það bezta, sem við fáum að borða”. Kaupmaðurinn tók nú pylsurnar úr glugganum og lagði þær á búðar- borðið fyrir framan konuna. Kaupmaðurinn tók nú pylsurnar úr glugganum og lagði þær á búðar- borðið fyrir framan konuna. „En hvað þetta eru stórar og fallegar pylsur”, sagði konan. „Það er bezt ég fái þær”. Kaupmaðurinn lét nú pylsurnar i poka. Litla telpan vildi fá að bera pokann. Mamma hennar leyfði henni það. En litla telpan hugsaði ekkert um það, sem hún var að gera. Hún gleymdi sjálfri sér og pylsunum. Hún hélt i opið á pokanum og vingsaði honum fram og aftur. Allt i einu kom gat á pokann. Pylsurnar duttu á götuna. „Bomm!” sögðu pylsurnar. „Þar duttum við”. 1 sama bili kom stór hundur hlaupandi eftir götunni. Hann kom auga á pylsurnar og fór að þefa af þeim. „Pylsur, það er nú matur, sem mér þykir góður”, sagði hundurinn. „Nú urðu pylsurnar voðalega hræddar og sögðu: „Nú etur hundurinn okkur. Hjálp! Hjálp! Við erum dauða- dæmdar. Hundurinn ætlar að eta okkur”. Litra stúlkan fór nú að gráta. Mamma hennar kom þá hlaupandi. Hún hrifsaði pylsurnar frá hundinum. „En hvað konan er góð. Hún er búin að bjarga lifi okkar. En hvað það er gott. Við erum allt of góðar i hunda. Við viljum ekki láta vonda og grimma hunda eta okkur. Við, sem erum svo stórar og góðar pylsur. Við vorum bara búnar til handa prúðu og góðu fólki” Þetta sögðu nú pylusrnar. Svo voru þær soðnar og bornar á borð með kartöflum og öðru góðgæti. „Og alltaf erum við saman”, sögðu pylsurnar, þegar þær komu á borðið. „Nei, sko hvað við erum orðnar bústnar og digrar. Fötin okkar eru bara orðin allt og litil. Pú, þau fara bráðum að springa utan af okkur”. Svo sprungu fötin. Og pylsurnar voru allar borðaðar. Þannig endar sagan af stóru pylsunum tiu. DAN BARRY Hausaveiðarar fram undan. Reiðir hellis' búar aðbaki. Það er aðeins um eitt að^ ,ræða Hvellur Við verðum aðkomastá loft Eirikur. Tökum áokkur^ útúrkrók. Þeir eru frumstæðirj en ekki heimskir. Þeiihafaséði ^um okkur. iHöldum áfram upp, kannski finní V Drottinn iHvernig komst þú |hingað. j minn. Ef þetta er ekki lof! skip, þáerégilla^ w svikinn. © King Featurci Syndicate, Inc., Í973. World right» re»erved.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.