Tíminn - 26.08.1973, Page 7
Sunnudagur 26. ágúst 1973.
TÍMINN
7
bréfarusl, sorp og jarðvegsefni
þyrluðust fyrir köldum vindinum
þegar bilarnir óku i loftinu fram-
hjá fiskhúsunum og slorug húsin
voru kofótt allt árið upp að
strompi. Ef til vill er munurinn þó
mestur á gúanó verksmiðjunni.
Þeir, sem komið hafa i sildar-
verksmiðjur, eins og þær voru,
þegar sildin var og hét, myndu
ekki trúa þvi að þetta væri sildar-
verksmiðja, nema af þvi að þeim
var sagt það, — þetta minnir
orðið meir á visindastöð og karl-
arnir nota öskubakka, þegar þeir
reykja, þvi hvitskúruð gólfin eru
ekki lengur til að trampa á
stubbum. Svo stór eru umskiptin,
þar sem menn óðu grútinn i klof.
Vinnsluefnið — þ.e. sild eða loðna
er geymd i lokuðum tönkum,
nema kennske i mestu álags-
toppunum. Þegar skoðunar-
ferðinni var lokið, báðum við
Aðalstein að segja okkur ögn frá
fyrirtækjum sinum og varð hann
góðfúslega við þvi:
Hraðfrystihúsið —
almenningshlutafélaga?
Ég tók við stjórn Hraðfrysti-
húss Eskifjarðar hf. árið 1960 er
hlutafé hússins, sem átti i miklum
rekstrarörðugleikum var aukið.
Lögðum við bræðurnir fram hálfa
milljón króna, en félagið hafði
verið opnað fyrir nýjum hluthöf-
um. Keyptum við 2/3 hluta
hússins. Aðrir eigendur eru, auk
ýmissa bæjarbúa, kaupfélagið
hreppurinn og pöntunarfélagið.
Núverandi stjórn þess skipa
þessir menn: Kristinn Jónsson,
sem er formaður en aörir i stjórn
eru Vöggur Jónsson, Guðmundur
Auðbjörnsson Karl Sigmundsson
og Jóhann Clausen. Segja má þvi
að þetta sé eins konar al-
menningshlutafélag.
A þessum árum voru miklir
erfiðleikar i rekstri hraðfrysti-
húsa. Það, sem aðallega hamlaði
starfseminni var fiskleysi og hrá-
efnisskortur, og það sem gerði
okkur kleift að eignast þetta hús,
var að við áttum nýjan bát, Jón
Kjartansson SU 111 sem hægt var
að láta leggja upp, svo umtals-
verð aukning yrði á hráefni fyrir
húsið. Þá var einnig verið að
smiða Hólmanes SU, en ekki
hafði verið hægt að leysa bátinn
út, eða borga hann. Siðar kom
vélskipið Vattarnes og þá var
sæmilega séð fyrir hráefni handa
hraðfrystihúsinu.
Sildarverksmiðja i
hjarta
bæjarins sildin fór
yfir aðalgötuna
Resktur hraðfrystihússins
hefur sfðan gengið þokkalega vel.
Arið 1960 kom sildin og i raun og
veru breytti það öllu hér á
Austurlandi. Að visu tók hrað-
frystihúsið ekki þátt i sildar-
söltun, en hins vegar frystum við
sild af kappi, eftir þvi sem tæki-
færi voru til, en frystihúsið átti
litla sildarverksmiöju, eða fiski-
mjölsverksmiðju. Þessi verk-
smiðja var fljótlega stækkuð,
þannig að hún gat unnið um 200
lestir af sild á sólarhring. Verk-
smiðjan var hins vegar mjögilla
staðsett var ofan vi'ð aðalgötuna,
sem liggur framan við þorpið
meðfram sjónum og svo var hún i
hjarta bæjarins i þokkabót. Fara
varð með alla sild yfir aðal-
götuna. Þetta gat auðvitað ekki
gengið og fórum við fljótlega að
hugleiða að reisa nýja sildarverk-
smiðju, en það var auövitað gert i
framhaldi af auknum sildarafla
og batnandi hag fyrirtækisins.
Verksmiðjunni var valinn staður i
fjarðarbotninum, þar sem flat-
lendi er og nægjanlegt svigrúm
fyrir iðnað. Þar voru gerð nauð-
synleg hafnarmannvirki og
leggjast skipin að verksmiðju-
dyrum og sildinni er dælt úr
skipunum gegnum sjálfvirka vog
og i stálgeyma, þar sem sildin
bfður vinnslu. Þó hefur þvi miður
reynzt nauðsynlegt að geyma
loðnuna i opinni steinþró, þar eð
svo mikið berst á land á
skömmum tima, eins og öllum er
kunnugt
Fullkomnasta verk-
smiðja
landsins
Ég tel þetta vera einhverja full-
komnustu sildarverksmiðju á
landinu, bæði hvað varðar
nýtingu og framleiðslugæði og
hreinlæti er meira hér, en hægt er
að viðhafa annars staðar.
Vélsmiðjan Héðinn smiðaði
verksmiðjuna að öllu leyti og
henni ber mikill heiður fyrir
vinnubrögðin.
Nýja sildarverksmiðjan tók til
starfa árið 1967, eða siðasta árið,
sem sildarafli barst hér á land að
nokkru ráði. Það sumar var
einnig brætt i gömlu verk-
smiðjunni, en siðan var hún tekin
ofan og seld til Hornafjarðar, þar
sem hún er nú, enda flestar vélar
nýjar.
Verkefni nýju sildarverk-
smiðjunnar hefur þvi ekki orðið
sildin, heldur loðna og á siðustu
liðnuvertið tókum við á móti
30.000 tonnum af loðnu og voru út-
flutningsverðmæti þess afla um
250 milljónir króna. Ennfremur
vinnur verksmiðjan fiskúrganga
frá hraðfrystihúsinu allt árið og
annað tilfallandi hráefni.
Hraðfrystihúsið endur-
bætt
ekkert sparað
Nú standa yfir gagngerðar
endurbætur á hraðfrystihúsinu á
Eskifirði. Húsið, sem fyrir var er
endurbætt og stækkað. Segja má,
að við séum að verða tilbúnir með
nýja álmu, þar sem verða
flökunarsalir, aðstaða fyrir
starfsfólk, svo sem kaffistofa,
snyrtiherbergi og fl. Þegar
þessari álmu er lokið, munum við
brjóta veggina inn i núverandi
vinnusal og loka i þrjár vikur,
meðan verið er að fullgera
sameiningu húshlutanna. Ekkert
er til sparað, að allt megi vera
sem bezt úr garði gert. Hér er alls
staðar flisalagt meö postulins-
flisum og gólf i vinnslusölum eru
flisalögð og terrasso-gólf eru i
öðrum húshlutum. Allir, sem inn
ganga verða að stiga ofan i
gryfju með „sótthreinsandi”
vökva, þvi það dugar ekki að fólk
beri með sér óhreindindi inn i
húsin. Hurðir eru úr ryðfriu stáli,
sem er nýmæli, svo það er hægt
aö beita hreinsitækjum á alla
hluti hér.
Eskifjörður með
oliumöl á
götur
Þessar endurbætur munu ekki
auka afköst hraðfrystihússins
verulega, heldur tryggja þvi
átölulaus skilyrði til matvæla-
framleiöslu i framtiðinni. Þessar
endurbætur munu kosta um 26
milljónir króna, sem er vel slopp-
ið, þvi nýtt hraðfrystihús af þess-
ari stærð myndi kosta 80—100
milljónir króna. Nú hefur verið
lögð oliumöl á helztu götur bæjar-
ins og hefur það gjörbreytt að-
stöðu okkar hérna til hreinlætis-
mála. Á bæjarfélagið mikinn
heiður skilið fyrir athafnasemina,
þvi Eskifjörður er óþekkjanlegur
bær.
Saltfiskur
og vélar
Auk endursmiðar hraðfrysti-
hússins, höfum við tekið i notkun
vinnslueiningu fyrir saltfisk. Þar
höfum við fengið settar niður full
komnar flatningsvélar, sem af-
kasta um 50 tonnum af fiski á 10
klukkustundum. Þar höfum við
komið upp þurrkklefa fyrir salt-
fisk. Oll saltvinnslan er endur
skipulögð og vélvædd. Við hugs-
um okkur saltfiskverkunina fyrst
og fremst sem vinnslueiningu til
að taka við álagstoppum.þegar of
mikið hráefni berst að landi.
Fiskurinn er saltaður i pækli i
málmkerum, sem lyftarar geta
ekið með og við treystum á vélar,
fremur en handaflið, en miklar
framfarir hafa orðið i saltfisk-
verkuninni.- Notum við aðstoðar
SIF og Lofts Jónssonar verkfræð
ings þar, til að endurskipuleggja
og byggja um saltfiskverkunina.
Hluti af saltriskverkuiiinni hjá Hraðfrystihúsi Kskifjarðar. Vélasanistæðan fremst á myndinni afkastar
511 tonnum af þorski á 10 klukkutimum : þ.e. hausar og fletur það magn. Síðan cr fiskurinn pækilsaltaður
i kör, sem gaffallyftari gctur flutt. Þá er fiskinum umstaflað, unz hann að siðustu cr þurrkaður i þurrk-
húsi. Þessi vinnslueining er skipulögðaf vcrkfræðingi SIF og þarf sárafátt starfsfólk lil vinnslunnar, en
saltfiskurinn var áður mannfrekasti fiskiðnaðurinn.
Heildarverðmæti
350 milljónir króna —
Skuttogarar
Heildarverðmæti fiskiðnaðar-
ins hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarð-
ar (útflutningsverðmæti) var um
350 milljónir á ári, og hjá okkur
starfá um 150 manns i landi og
launagreiðslur i ár verða um 70
milljónir króna.
Hráefnisöflunin hvilir nú mest
á skuttogaranum Hólmatindi,
sem keyptur var til landsins frá
Frakklandi fyrir tveimur árum.
Þetta er meðalstór togari og hef-
ur aflar mjög vel, veiðir togarinn
um 3.400 tonn á ári, eða 100—160
tonn á viku. Skipstjóri hefur verið
Auðunn Hermannsson, kunnur
aflamaður, en hann er nú nýhætt-
ur, en við hefur tekið Sigurður
Magnússon.
Útgerð og rekstur togarans
hefur gengið mjög vel. Nú er i
smiðum annar skuttogari á Spáni
fyrir okkur og kaupfélag Héraðs-
búa. Eigum við þennan togara
saman, en öllum fiskinum verður
skipað upp hér og verður aflanum
aö hluta ekið inn til Reyðarfjarð-
ar, en þar er kaupfélagið með
ágætt hraðfrystihús, sem nýlega
hefur verið endurnýjaö. Við erum
mjögánægöir meö þetta samstarf
við nábúa okkar á Reyðarfirði.
Þetta mun efla fiskiðnaðinn hér
um slóðir til mikilla muna. Ég tel
mjög hagkvæmt ef fleiri aðilar
geta sameinazt um fjárfrekar
framkvæmdir og atvinnutæki.
Kristján Sigurftsson, skrifstofustjóri llrafifrystihúss Kskifjarftar hf.
Ilann, ásaml Magnúsi Rjarnasyni fulllrúa sjá um reikningshlift
rekstursins.
Stjórnvöld og
Landsbankinn
sýndu áhuga á
framförum
Að lokum spurðum viö Aðal-
stein hverju hann þakkaöi mest
hina miklu uppbyggingu fiskiðn-
aðarins á Eskifirði?
— Það er nú dálilið erfitt að
svara þessu. Sjórinn hcfur veriö
gjöfull. Að öðru leyti hafa stjórn-
völd og Landsbanki lslands sýnt
þessu mikinn skilning. Ef banka-
stjórnin hefði ekki sýnt okkur
traust og áhuga fyrir þvi að koma
hér upp fullkomnum liskiönaði,
hefði þetta allt gengið öðruvisi
fyrir sig, segir Aðalsteinn Jóns-
son að lokum. JG