Tíminn - 26.08.1973, Side 26
26 TÍIVÍII^N^ ' Surihödágur'2S:"ág'úsf Td7lá'.'v
AAátaði heimsmeistara
í skák og markverðirnir
verða ósjaldan mát
SJÁLF’SAGT vita fáir,
að meðal islenzkra 1.
deildar leikmanna i
knattspyrnu leynist
maður sem unnið hefur
sér það til ágætis að
leggja heimsmeistara i
skák að velli. Sá maður
er Guðmundur Þórðar-
son, miðherji Breiða-
bliks, þúsund þjala
smiður á iþróttasviðinu.
Guðmundur var átján
ára gamall, þegar hann
tefldi við Tai frá Sovét-
rikjunum, sem þá hafði
orðið heimsmeistari i
skák. Var Guðmundur
einn fjögurra mennta-
skólapilta, sem unnu
það afrek að bera sigur-
orð af þessum fræga
sovézka skáksnillingi,
þegar hann tefldi fjöl-
tefli i Reykjavik. Siðar
varð Guðmundur Kópa-
vogsmeistari i skák, en
hefur heldur litið teflt
opinberlega á siöustu
árum, nema gegn mark-
vörðum 2. og 1 deildar
liðanna á knattspyrnu-
vellinum, og máta þá
ósjaldan.
t landslcik á Laugardalsvelli gegn Englendingum
Enda þótt Guðmundur, sem nú
er 28 ára gamall, sé þekktasti
iþróttamaður Kópavogs, er hann
borinn og barnfæddur Reyk-
vikingur. Og það, sem meira er,
að um nokkurt skeið lék hann
knattspyrnu með elzta og virðu-
legasta knattspyrnufélagi
Reykjavikur, KR, og varð
íslandsmeistari með þvi félagi i 2.
aldursflokki, auk þess, sem hann
varð margsinnis Reykjavikur-
meistari.
Fjöíhæfur iþróttamaður
Meðal iþróttaáhugamanna er
Guðmundur þekktastur sem
knattspyrnumaður, miðherji
Blikanna úr Kópavogi, sem nú
eiga i vök að verjast i 1. deildar
keppninni. En honum er einnig
margt annað til lista lagt á
iþróttasviðinu. Til að mynda var
hann um skeið i hópi hins
myndarlega frjálsirþóttafólks úr
Kópavogi og hljóp þá hraðar og
stökk lengra en flestir aðrir.
Hefði hann eflaust átt framtið
fyrir sér i frjálsiþróttum hefði
hann lagt þær fyrir sig. Ekki má
heldur gleyma þátttöku hans i
handknattleik. Hann lék um
margra ára skeið i miestara-
flokki Breiðabliks i 2. deild, og
eitt sinn var hann valinn til æf-
inga með unglingalandsliðinu.
Siðast en ekki sizt er ástæða til að
nefna þátttöku hans i skákiþrótt-
inni, sem heillaði hann ungan að
árum. Náði hann þeim árangri i
skák að hljóta sæti i unglinga-
flokKÍ i Norðurlandamótinu, sem
haldið var hér.
h
En i huga hans var knattspyrn-
an efst á blaði, og það er sú
iþróttagrein, sem hann hefur lagt
mesta rækt við.
Var of ungur
Þegar Kópavogskaupstaður
var að byggjast upp með gifur-
legum hraða á árunum milli 1950-
60 og eftir 1960 gieymdist, eöa öll
heldur var ekki timi til, að sinna
ýmsum félagslegum verkefnum,
svo sem að byggja iþróttasvæði
handa unglingum og skapa þeim
þá aðstöðu, er þeir þurfa til að
geta fengið útrás i leik og önn. En
áhugasamir strákar setja það
ekki fyrir sig, þótt aðstaðan sé
ekki fullkomin. Þeir finna sér á-
vallt vettvang fyrir leiki sina.
Upp úr 1960, og raunar dálitið
fyrr, var Guðmundur farinn að
leika sér með piltum, sem voru
nokkru eldri en hann. Þeirra á
meðal voru Reynir Jónsson og
bræðurnir Daði og Guðmundur
Jónssynir. Knattspyrnan hreif
þá, sem aðra og þeir skipuðu sér
undir merki Breiöabliks, hins
unga félags, sem þá var að
leggja á brattann. Þeir saman i 3.
aldursflokki, endar þótt Guð-
mundur Þórðarson ætti i raun
réttri að leika með næsta aldurs-
flokki fyrirneðan. En þá var
Breiðablik svo fátækt, að það átti
engan 4. flokkinn.
Aldursmunurinn varð til þess,
að Guðmundi fannst hann ekki
eiga samleið með eldri piltunum i
Kópavogi. Og þegar hann hafði
leikið tvö ár með 3. flokki, ákvað
hann að skiþta um félag og ganga
I raðir KR-inga, enda átti hann
tvö ár enn þá fyrir höndum i
þessum aldursflokki, þegar
félagar hans i Breiðablik gengu
upp i næsta flokk fyrir ofan.
Hart er barizt i vitateigi Vikings.
Guðmundur gerir sig liklegan til
að spyrna knettinum i mark.
Undi vel i KR
Þannig gerðist það, að Guð-
mundur tengdist Reykjavik aftur,
en 6 ára gamall hafði hann flutzt
til Kópavogs.
Guðmundi likaði vistin i KR
vel. KR-strakarnir voru mjög
góðir um þessar mundir, en i
þessum hópi voru meðal annarra
Þórður Jónsson, Arsæll Kjartans-
son, Hörður Markan og Guð-
mundur Pétursson, sem siðar
urðu landsfrægir knattspyrnu-
menn. Var hópurinn mjög sam-
Guðmundur Þórðarson er
sannkallaður þúsund þjala
smiður c íþróttasviðinu