Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.09.2004, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 11.09.2004, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 11. september 11. SEPTEMBER 2001 Þessi dagsetning er orðin ein sú alræmdasta í veraldarsög- unni eftir að hryðjuverkamenn flugu tveimur farþegaflugvélum á The World Trade Center í New York. Franska tríóið Givone þykir standa framarlega í flutningi sígaunatón- listar með djangósveiflu. Í kvöld gefst íslenskum áhugamönnum um þessa tónlist færi á að heyra í því ásamt Birni Thoroddsen gítarleik- ara á Nasa við Austurvöll. „Mér var boðið á djasshátíð í Frakklandi fyrir tveim eða þrem vikum til þess að leika með þessum köppum,“ segir Björn. Sjálfur hefur hann lengi haft mikinn áhuga á þessari tónlist. Allt small því saman á tónleikunum í Frakklandi, þar sem tríóið tók meðal annars tvö lög eftir Björn í djangóstíl. Trio Givone er skipað gítarleik- aranum Daniel Govone, ásamt eig- inkonu hans Christine og bróður hans Jean-Claude. „Þetta er allt í fjölskyldunni, má segja. Hann er þarna með konuna sína á gítar og bróður sinn á bassa.“ Tríóið hefur sent frá sér þrjár plötur. „Flamme Gitane“ kom út árið 1998, „En chemin“ árið 2000 og loks „Rencontres“ árið 2003. „Daniel er mjög hátt skrifaður gítarleikari í Frakklandi og einn af þeim flottari í þessum stíl,“ segir Björn, sem bíður þess eftirvænting- arfullur að fá að endurnýja kynnin af þessum úrvalstónlistarmönnum. „Það er aldrei að vita nema það verði eitthvert framhald á sam- starfi okkar.“ ■ namsmannalinan.is N O N N I O G M A N N I I Y D D A / N M 1 3 0 6 1 TRIO GIVONE Þetta franska sveiflutríó spilar með Birni Thoroddsen á Nasa í kvöld. Sígauna- sveifla

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.