Fréttablaðið - 11.09.2004, Síða 40

Fréttablaðið - 11.09.2004, Síða 40
MARGRÉT ÖRNÓLFSDÓTTIR TÓNLISTARMAÐUR: ...að ekki ætti að stofna til hjónabands nema með rétta manninum ...um börn og uppeldi. Að öll trikk- in í uppeldisbókunum virkuðu ekki í raunveruleikanum. Alla- vega ekki á börn. ...um heilsuna. Ekkert. Ef maður hugsar of mikið um heilsuna þegar maður er tvítugur gæti það leitt til átröskunar og ótæpilegrar íþróttaiðkunar. ...um hjónabandið og ástina. Að maður ætti helst ekki að stofna til þeirra nema með rétta mannin- um. Þá á ég við manninn minn. Bara svo það sé á hreinu. ...um fegurð. Að hún eykst með ár- unum þannig að það var fullkom- lega óþarft að örvænta. ...um kynlíf. Að þannig verða börnin til. ...um áfengi og eiturlyf. Að þannig verða börnin til. ...um starfsferil. Sama hvað ég hefði vitað í þeim efnum þá hefði ég alltaf valið eitt- hvað ópraktískt. Já, manni er víst ekki við bjargandi. HILMAR JÓNSSON LEIKSTJÓRI OG LEIKARI: ...að kynlíf snýst ekki um magn heldur gæði ...um börn og uppeldi. Ég hefði viljað vita að ég ætti eftir að eign- ast fjögur börn því ég gekk með þá grillu í höfðinu að mér yrði ekki barna auðið. Ég hefði líka viljað vita það sem ég veit í dag um börn og uppeldi þegar ég átti mitt fyrsta. ...um heilsuna. Að heilsan er allt sem maður á og maður leggur grunninn að henni sjálfur í sam- vinnu við almættið. ...um hjónabandið og ástina. Að ástarsambönd vara oftast stutt og skilja lítið eftir sig, en hjónaband er ákvörðun um að elska konuna sína kvölds og morgna, alla daga, ár og síð, og að hamingjan er ekki ósvipuð heilsunni. Hún er í manns eigin höndum og svo auðvitað al- mættisins. ...um fegurð. Að fegurðin er breytileg, óvænt og allsstaðar ef vel er gáð. ...um kynlíf. Að kynlíf snýst ekki um magn heldur gæði. ...um leiklistina. Að leiklistin er kröfuhörð, vanmetin og illa laun- uð ástríða sem erfitt er að lifa án eftir að hafa ánetjast henni. Að sigrar eru litlir og persónulegir, og að maður verður að vita innst í hjarta sínu hvað maður er að gera þegar maður fæst við hana. ...um áfengi og eiturlyf. Að áfengi og eiturlyf voru upphafið og endirinn á allri minni óhamingju og ógæfu í þá daga, og að það þurfti ekki að vera þannig. ...um starfsferil. Stafsferill snýst um að setja sér markmið og velja sér leið til að ná þeim. Það er þrennt sem ræður hamingju í lífi hvers manns og konu. Fjölskyld- an, starfsferillinn og tómstund- irnar. Ef þetta þrennt er í lagi er allt gott, gengur vel og miðar til hins besta. VIGDÍS GRÍMSDÓTTIR SKÁLD: ...að öll víma sendir hamingjunni langt nef ...um börn og uppeldi. Ég hef aldrei kynnst kenningum um börn og uppeldi sem hafa staðist, nema þeirri góðu og gildu vísu að það sem kæmi börnum best væri ást, hlýja og umhyggja. Þá gömlu vísu hefði ég oftar getað þulið á kostnað þeirrar stjórn- semi, sem ég í minni einföldu trú og í krafti svokallaðra vitsmuna beitti alltof oft. Fullorðið fólk 24 11. september 2004 LAUGARDAGUR Fréttablaðið fékk kunna Íslendinga til að segja lesendum frá því hvað þeir hefðu viljað vita um tvítugt, sem lífsreynslan hefur kennt þeim. Það sem ég hefði viljað vita þegar ég var um tvítugt... FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA . A LL AR N EM A AF H IL M AR I J Ó N SS YN I H IL M AR Þ . G U Ð M U N D SS O N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.