Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 10

Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 10
10 24. september 2004 FÖSTUDAGUR HERMENN Á VAKT Um 300 sýrlenskir hermenn yfirgáfu Líbanon í gær. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur krafist að allir 20.000 sýrlensku hermennirnir í Líbanon verði kallaðir heim en Sýrlendingar hyggjast að- eins kalla 3.000 hermenn heim. VERKFALL Verkfall kennara hefur ekki áhrif á 6. bekk Sk í Flataskóla. Hann er eini bekkur skólans sem stundar nám í fjarveru grunnskóla- kennara og sá eini á landsvísu sem fær kennslu í skólum sveitafélag- anna. Ástæðan er sú að bekknum kennir stundakennari um mánaðar- skeið meðan umsjónarkennari þeirra er í leyfi. Sigurveig Sæmundsdóttir skólastjóri segir börnin 25 ánægð með skólaveruna. „Kennsla hefur gengið vel þessa daga sem verk- fallið hefur staðið yfir. Þau fá að- eins kennslu umsjónarkennara en ekki hjá öðrum kennurum þannig að það myndast eyður hjá þeim í stundartöflunni,“ segir Sigurveig. Svava Pétursdóttir, formaður verkfallsstjórnar kennara, segir leiðbeinendur í meira en 33 pró- senta starfi í stéttarfélagi kennara og því í verkfalli. „Víðsvegar eru stundakennarar sem kenna tvo til fjóra tíma á viku og eru ekki félags- menn í Félagi grunnskólakennar- ara. Þeir eru því ekki í verkfalli. Þeir kenna kannski tvo til fjóra tíma á viku en skólastjórar gætu hafa fellt þá tíma niður,“ segir Svava. Í Flataskóla læra börnin ís- lensku, stærðfræði, samfélagsfræði og um tölvur hjá umsjónarkennar- anum. Þau missa af verknámsgrein- unum s.s. íþróttum og tónmennt. ■ KENNARAR FUNDA Á töflunni má sjá útreikninga kennara. Þeir funda hér án launanefndar sveitarfélag- anna í Karphúsinu. Undanþágunefnd: Afgreiddi eina beiðni af tólf VERKFALL Ein beiðni af tólf var af- greidd hjá undanþágunefnd sveitar- félaganna og kennara vegna kenn- araverkfalls á fjögurra klukku- stunda fundi gær. Henni var hafnað. „Undanþágubeiðnin var ekki vegna fatlaðra barna,“ segir Sigurð- ur Óli Kolbeinsson, sviðstjóri lög- fræðisviðs Sambands íslenskra sveitarfélaganna. Ekki sé hægt að greina hverjum hafi verið hafnað að svo stöddu. „Í því tilfelli var ekki um neitt neyðarástand að ræða heldur snérist það meira um fjárhagslega hagsmuni,“ segir Sigurður. Sigurður segir að af beiðnunum ellefu sem eftir séu þurfi fjórar frekari útskýringa. Sumar þeirra hafi ekki borist frá atvinnurekend- um sem sé frumskilyrði þess að þær verði afgreiddar.■ KJARABARÁTTA Samninganefnd kennara hyggst ekki funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borð- inu. Launanefnd sveitarfélag- anna ætlar ekki að leggja fram tilboðið fyrr en umræður hafa farið fram milli þeirra og kenn- ara. Fyrsta fundi deilenda eftir að til verkfalls kennara kom lauk á tólfta tímanum í gærmorgun. Næsti fundur hefur verið boðað- ur eftir tæpa viku. Finnbogi Sigurðsson, formað- ur Félags grunnskólakennara, segir tilboði launanefndarinnar ekki hafa verið hnikað um senti- metra frá því í vor. „Það hlýtur að liggja í augum uppi að við bíðum þar til þeir sýna einhvern lit,“ segir Finn- bogi. „Það sem liggur á borðinu hjá þeim núna er nákvæmlega það sama og í vor og ástæða þess að við greiddum atkvæði um verkfall.“ Birgir Björn Sigurjónsson segir launanefnd sveitarfélag- anna hafa komið með nýtt tilboð á fund kennara á sunnudag. Um það hafi ekki verið rætt. „Ég held að báðar samninga- nefndirnar hafi gengið eins langt og þær treystu sér til á sunnu- dag. Sáttasemjari bað báða hópana um að hittast á mánudag- inn og fara í opna umræðu um hvaða leiðir væru mögulegar í stöðunni. Kennararnir sögðu að kröfur þeirra væru ófrávíkjan- legar og höfnuðu viðræðum. Þeir sögðu að ekki kæmi til neinna viðræðna fyrr en við legðum fram nýtt tilboð. Þar stendur málið,“ segir Birgir. Launanefndin sé öllum stundum tilbúin til viðræðna við kennara. Ásmundur Stefánsson ríkis- sáttasemjari segir mikinn ágreining um efnisdrög samn- Ósanngjarnt verkfall: Álag eykst eftir verkfall kennara VERKFALL „Mér finnst ósanngjarnt að verkfallið bitni á okkur. Þegar skólinn byrjar aftur verður miklu meira að læra. Þjóðfélagið á alveg að geta borgað kennurum fínan pening svo þau geti kennt okkur krökkunum,“ segir Þór Örn Flygenring nemi í sjöunda bekk. Þór kom ásamt bróður sínum Sigurði Stefáni og félaga þeirra Sigurði Maríasi Sigurðssyni í hús Fréttablaðsins til að mótmæla verkfalli kennara. „Ég er smeykur um að þetta lendi á mér seinna,“ segir Þór. Und- ir það taka Sigurður Stefán og Sig- urður Marías og segja ósanngjarnt að námsálagið aukist þegar verkfall leysist. Þeir eru í fimmta bekk. „Ég hef ekkert getað lært því bækurnar voru allar í geymslu í skólanum og við máttum ekki taka þær með heim. Ég myndi lesa þær ef ég væri með þær heima,“ segir Sigurður Stefán. ■ 6. BEKKUR SK Fengu afleysingakennara í mánaðarleyfi umsjónarkennara síns. Hann er ekki í Félagi grunnskólakennara og börnin mæta því í skólann og eru ánægð með það. Kennsla í grunnskólanum Flataskóla í Garðabæ: 25 nemendur í fullu bóknámi MÓTMÆLA VERKFALLI KENNARA Sigurður Marías mótmælir ásamt félögum sínum Þór Erni og Sigurði Stefáni verkfalli kennara sem þeir segja lenda á þeim og auka námsálag þegar kennsla hefst að nýju. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Langt í úrlausn kennaraverkfalls Samningsnefnd kennara ætlar ekki að funda með launanefnd sveitarfélaganna fyrr en nýtt tilboð liggur á borðinu. Launanefndin ætlar ekki að leggja fram nýtt tilboð fyrr en umræður hafa farið fram. MÆTA EINBEITTIR Á ÁRANGURSLAUSAN FUND Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, Sigfús Grétarsson, formaður samninganefndar Skólastjórafélagsins, og á milli þeirra Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, á leið á fyrsta samningsfundinn frá því að verkfall skall á. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.