Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 22
Fögnum fákeppni! Snjólfur Ólafsson prófessor veltir því fyr- ir sér í Morgunblaðsgrein á miðvikudag- inn hvernig bregðast eigi við aukinni fá- keppni í viðskiptalífinu en sumir hafa talið hana mikla meinsemd í íslensku þjóðfélagi. Svar Snjólfs er óvanalegt: „Með fögnuði“, segir hann og rökstyður mál sitt með þeim orðum að fákeppni á litlum mörkuðum eins og hér á landi sé gjarnan forsenda framþróunar og hagkvæmni. Snjólfur segir algengt að menn rugli fákeppni saman við litla samkeppni en þetta tvennt sé ekki hið sama. Mörg dæmi séu um að samkeppni hafi aukist við fá- keppni neytendum til hagsbóta og sé matvörumarkaðurinn hér á landi mjög skýrt dæmi um það. Hann nefnir einnig banka og flutninga sem dæmi um þjón- ustu sem batnað hafi verulega við öfluga fákeppni. Auka skrekkur Nýskipaður þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, er meðal leikenda á fyrstu frumsýningu Þjóðleikhússins á nýju leikári í kvöld. Verkið er Svört mjólk eftir 27 ára gaml- an Rússa, Vasilij Sigarjov, í leikstjórn Kjartans Ragnars- sonar. Meðal leikenda er einnig Jóhann Sigurðar- son en hann, Tinna og Kjartan voru meðal átján umsækjenda um embætti þjóð- leikhússtjóra. Sagt er að ofan á frum- sýningarskrekk hafi bæst spenna vegna þess að skipun í embætti þjóðleikhús- stjóra var talin í vændum í vikunni eins og raunin varð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra tók af skarið í gær og gekk frá ráðningu Tinnu og er líklegt að í kjölfarið muni eitt- hvað slak- na á spennu í leikhúsinu. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður samninganefndar sveitar- félaga, lýsti því yfir í útvarpi í gær að deiluaðilar í kennaradeil- unni hefðu nú um viku til að rífa sig upp úr hjólförum sem viðræð- urnar festust í sl. sunnudag. Þeir hefðu um það bil eina viku til að finna nýja nálgun á deilumál sín, viku til að búa til ferskan grund- völl að standa á. Að öðrum kosti stæðu menn frammi fyrir langvarandi skotgrafahernaði með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Það virðist að sönnu rétt að á þessu máli er engin einföld lausn. Fjárhagur sveitarfélaga er þröng- ur og kennarar eru síst ofsælir af launum sínum, ekki frekar en þau þúsund launamanna innan vé- banda aðildarfélaga ASÍ, sem fylgjast grannt með þróun deil- unnar. Þessi klemma hefur nú vakið upp gamalkunnar hugmynd- ir um það hvernig leysa megi skip- an mennamála á grunnskólastigi til að koma í veg fyrir kennara- deilur í framtíðinni. Í blöðum gær- dagsins mátti sjá a.m.k. tvær til- lögur að slíkum lausnum. Annars vegar ýtti ritstjórn Morgunblaðs- ins úr vör hugmynd sinni um sér- stakt skólaútsvar bæði í leiðara og í viðtölum á leiðarasíðu. Hins vegar setti Þorvaldur Gylfason fram einkaskólahugmyndina með býsna sannfærandi hætti í pistli sínum hér í Fréttablaðinu. Þessar hugmyndir eru í eðli sínu mjög ólíkar, en þó er athyglisvert að þær gera báðar ráð fyrir að meira opinbert fé renni til menntamála en áður. Þorvaldur heldur því raunar opnu hvort aukið fjár- streymi til menntakerfisins komi af almannafé eða skólarnir fái að afla þess sjálfir með einhverjum hætti. Þannig er ljóst að hvorugt þess- ara kerfa myndi leysa bráðavanda yfirstandandi deilu, sem snýst jú um að ekki fæst meira fé í kerfið. Vissulega eiga einkareknir grunnskólar rétt á sér og eru kær- komin viðbót við hinn almenna hverfaskóla, sem er og hefur verið normið í íslensku samfélagi. Jafnvel kynni að vera æskilegt að einkaskólarnir væru eitthvað fleiri en nú er til að halda uppi heilbrigðri faglegri samkeppni í kerfinu í heild. Að setja hins vegar allt skólakerfið á flot einka- væðingar og halda því einvörð- ungu saman með sameiginlegri aðalnámskrá og hugsanlega sam- ræmdum prófum er stórvara- samt. Grunnskólinn með sinni skólaskyldu og grunnuppeldi er hvað þetta varðar margfalt við- kvæmari en háskólarnir, sem Þorvaldur stelst til að nota í sam- anburði sínum. Á umliðnum árum hefur sjálfstæði skólanna verið aukið og skólastarfið víða tekið enn sterkari faglegum tökum – en það er einmitt það sem Þorvaldur vill að gerist með skipulagsbreyt- ingu sinni. Aðalatriðið er þó að það vantar fé inn í kerfið og spurning- in snýst í raun um það, að hve miklu leyti þetta á að vera sjálfsaflafé skólanna. Hvort selja eigi aðgang að skólunum við inn- ganginn eða hvort aðgangseyrir- inn á að vera tekinn í gegnum skatta. Það verður því ekki séð að einkavæðingin út af fyrir sig leysi það grundvallarvandamál sem nú er við að glíma nema þá í einstaka skólum þeirra betur stæðu. Hún mun hins vegar skapa mörg ný vandamál. Hin lausnin sem landsmönnum var kynnt á vanda grunnskólanna í gær er mjög sérstök og gæti flokkast undir eins konar Morgun- blaðssósíalima. Morgunblaðið fer ekki þá leið, eins og mátt hefði ætla af meintri hægri slagsíðu í ritstjórnarskrifum, að tala fyrir einkavæðingu. Þvert á móti talar blaðið fyrir því að hækka skatta til að leysa fjárhagsvanda grunn- skólakerfisins. Hækkun útsvars til að standa straum af skólamál- um á, samkvæmt blaðinu, að vera eins konar val kjósenda í hverju sveitarfélagi – holræsaskattur til skólamála. Ekki er alveg ljóst hvort Morgunblaðið sér fyrir sér að íbúar sveitarfélaga geti greitt um það atkvæði í beinni kosningu fyrir gerð fjárhagsáætlana sveit- arfélaga ár hvert hvort þeir vilji greiða sérstakt skólaútsvar eða ekki, en hitt er alveg ljóst að í þessu felst mjög ákveðinn áfellis- dómur yfir sveitarstjórnarmönn- um almennt og fulltrúalýðræðinu sjálfu. Eftir umræðu sumarsins um málskotsrétt og þingræði eru þetta athyglisverð sjónarmið úr þessari átt. Lýðræðislega kjörn- um fulltrúum er að dómi Morgun- blaðsins ekki treystandi til að standa við kosningaloforð (hafi þau verið gefin) um að byggja upp grunnskólann í sínu sveitarfélagi. Væri þá ekki með sama hætti eðli- legt að fjárlaganefnd Alþingis léti árlega kjósa um útgjaldaaukningu eða ekki útgjaldaaukningu til heil- brigðismála?! Þótt óskandi væri að Morgunblaðið hefði rétt fyrir sér um að skólaútsvar myndi höggva á þann erfiða hnút sem kjaramál grunnskólakennara eru komin í, þá jaðrar hugmyndin því miður við barnaskap. Hún myndi einfaldlega skapa fleiri vandamál en hún leysir. Fyrir utan að vera lausnir gær- dagsins sýna þessar tillögur úr blöðum það svart á hvítu að hér er ekki á ferðinni nein venjuleg kjaradeila. Hér er um pólitískt verkfall að ræða, þar sem tekist er á um skiptingu opinberra útgjalda og menntastefnuna í landinu. Deil- una ber að nálgast sem slíka. Þess vegna getur ríkisstjórnin ekki setið ábyrgðarlaus hjá. Hvað sem hún gerir eða gerir ekki er spurn- ing um stórpólitíska ákvörðun. Enn um sinn er ábyrgðin hjá samninganefndum kennara og sveitarfélaga og vonandi finnst nýr flötur á samningaviðræð- unum innan þeirra tímamarka sem Birgir Björn setti sér í gær- morgun. Takist það ekki verður sú spurning ágeng, hvort samnings- aðilar séu í raun sjálfir búnir að gefast upp, og bíði einfaldlega eftir því að ríkisvaldið komi og höggvi með einhverjum hætti á hnútinn?! Því miður bendir ýmis- legt til að það hafi gerst, jafnvel fyrir nokkru síðan. ■ Eftir misheppnaðan sáttafund í gær er ljóst að kennara-deilan verður í hnút næstu daga og jafnvel vikur. Það erudapurlegar fréttir fyrir þjóðfélagið allt. Og í rauninni óviðunandi að við bjóðum börnum okkar upp á þetta. Vandinn er bara sá að svo breitt bil er á milli deilenda að erfitt er að sjá hvernig þeir eiga að ná samkomulagi. Kennarar hafa komið sér í þá stöðu að þeir eiga erfitt með að samþykkja tilboð sem miðast við svipaðar kjarabætur og aðrir launþegar hafa verið að fá. Og gangi sveitarfélögin of langt til móts við kröfur kenn- ara leiðir það af sér uppnám á almennum vinnumarkaði. Lausnin mun að líkindum liggja í breytingum á vinnufyrir- komulagi en hætt er við að það taki nokkurn tíma að útfæra viðunandi lausnir á því sviði. Ekki er við því að búast að viðsemjendur í kennaradeilunni komi fram með eitthvert nýstárlegt útspil. Það kæmi að minnsta kosti mjög á óvart. Launanefnd sveitarfélaga er málsvari ólíkra aðila og hefur hvorki skipulagslegan styrk né pólitískt umboð til að láta sér detta í hug óvenjulegar eða róttækar lausnir. Kennara- samtökin hafa um árabil verið meðal íhaldssömustu stéttarsam- taka landsins og með fullri virðingu fyrir þeim mun óhætt að segja að ekki sé von á nýmælum úr þeirri átt. Aftur á móti hafa kennaradeilur stundum leyst úr læðingi hug- myndir og framkvæmdir sem til framfara hafa orðið. Kennara- verkfallið haustið 1984 varð þannig hvati að stofnun nýs einka- skóla, Tjarnarskóla, og deilan sem stendur yfir hefur kveikt áhugaverðar umræður í blöðum um nauðsyn skipulagsbreytinga í skólamálum. Hefur ungt fólk í Frjálshyggjufélaginu til dæmis viðrað að nýju hugmyndina um ávísanakerfi, frelsi til handa for- eldrum skólabarna til að kaupa menntun þar sem hún býðst best. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, fastur pistlahöfundur Fréttablaðsins, benti á það hér í blaðinu í gær að til þess að bæta kjör kennara verulega þyrfti að breyta skipulaginu sem skóla- kerfið byggir á. Í stað miðstýrðra samninga vekur hann athygli á kostum beinna samninga í hverjum skóla. Hann telur nauðsyn- legt að fjölga einkaskólum og gefa þeim og ríkisskólunum frjáls- ari hendur en þeir hafa nú til að fara eigin leiðir til að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra. Þorvaldur Gylfason segir að skipulagsbreytingu skólamál- anna þurfi að fylgja aukið fjárstreymi til menntamála. Annað hvort frá almannavaldinu eða að skólunum yrði leyft að afla fjár á eigin spýtur, til dæmis með því að leggja hófleg gjöld á nem- endur eða stofna til samstarfs við einkafyrirtæki eins og hann segir að mjög hafi færst í vöxt í framhaldsskólum og háskólum í nálægum löndum. Bendir Þorvaldur í þessu sambandi á að nú þegar kaupi foreldrar margs konar viðbótarmenntun börnum sínum til handa. Engum dettur í hug að leggja til að skólakerfi okkar verði um- turnað í einu vetfangi. Allar breytingar þurfa að gerast í áföng- um með eðlilegum hætti og finna sér farveg samráðs og skoðana- skipta. En kennaradeilan beinir sjónum að því að raunveruleg umskipti verða ekki á kjörum kennara nema menn þori að velta fyrir sér og rökræða róttækar hugmyndir um skólakerfið og skipulag þess. ■ 24. september 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Kennaradeilan gæti leyst úr læðingi nýjar hugmyndir í skólamálum. Það þarf að breyta skipulaginu Lausnir gærdagsins ORÐRÉTT Ætli hjólið sé með bjöllu? Ég geri mér vonir um það næsta sumar að vera kominn í svo góða þjálfun að geta hjólað yfir Vaðlaheiði og þiggja góðar veit- ingar hjá Skúla Ágústssyni í Vaglaskógi, sem býður dugleg- um hjólreiðamönnum í grill- veislu einu sinni á ári. Halldór Blöndal, þingforseti og hjól- reiðakappi Morgunblaðið 23. september Erfitt verkefni Það er kaldhæðnislegt fyrir okkur samningamennina að reka okkur svona á vegg hjá mönnum sem hafa engan áhuga á að semja. Við getum talað við snaróða byssu- menn og fólk í sjálfsvígshugleiðing- um en ekki við yfirmenn okkar. Það segir kannski ýmislegt. Ragnar Jónsson, sérþjálfaður samn- ingamaður hjá lögreglunni DV 23. september Kvalalosti á Hlíðarenda? Og ég fékk það á tilfinninguna að sumum Valsmönnum líði bet- ur ef félaginu gengur illa. Þá er hægt að ræða um eitthvað. Njáll Eiðsson, fyrrum þjálfari meistarflokks karla hjá Val Morgunblaðið 23. september FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Í DAG EINKAVÆÐING OG SKÓLAÚTSVAR BIRGIR GUÐMUNDSSON Hér er ekki á ferð- inni nein venjuleg kjaradeila. Hér er um póli- tískt verkfall að ræða, þar sem tekist er á um skipt- ingu opinberra útgjalda og menntastefnuna í landinu. ,, gm@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.