Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 26

Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 26
Allir verða leiðir á því að taka borða eins samloku marga daga í röð.Hvernig væri að virkja hugmyndaflugið í nestisgerðinni? Skinkunni má til dæmis skipta út fyrir aspas eða tómata. Síðan er tilvalið að skera út samlokuna með kökumóti og mæta með hjar- ta- eða stjörnulaga samloku í vinnuna. Í sumar kom á markaðinn nýr bjór, Lager frá Víking, sem er einn ódýrasti bjórinn sem boðið er upp á í Vínbúðum. Útlit bjór- dósanna þykir nýstárlegt, en það er hannað af auglýsingastof- unni Góðu Fólki McCann. Við útlitshönnunina voru hefðir varð- andi litanotkun, leturgerð og myndmál bjórumbúða látnar víkja fyrir nútímalegu og léttu útliti sem er í fullu samræmi við Lager- bjórinn. Um er að ræða hefðbundinn lagerbjór hliðstæðan þeim sem framleiddur er í Skandinavíu og á Bretlandseyjum. Lager, sem er 4,5% að styrkleika, er millisterkur bjór sem hefur mildan biturleika og örlítið sætt bragð. Í hann er notaður maís sem gerir hann minna saðsaman og „léttari“ en annan bjór. Lager hentar vel með öllum grillmat og er hressandi einn og sér. Hinn nýi Lager er bruggaður í brugghúsi Viking á Akureyri. Verð í Vínbúðum 156 kr. Nýr Lager frá Víking: Nýr ódýr Lager Nýtt í Vínbúðum Sigurjón Ívarsson matreiðslumaður segir að leynivopnið í hans eldhús- inu sé gott skurðarbretti, að ógleymdum vel brýndum hnífum. „Bitlausir hnífar eru gagnslausir og beinlínis hættulegir,“ segir hann. „Þar fyrir utan á ég mér annars konar leynivopn sem er gott skap, jákvæðni og ástríða. Að elda mat ástríðulaust endar með ósköpum.“ Sigurjón segist leggja sig fram um að halda uppi góðum anda á sín- um vinnustað sem er Júmbósam- lokur. „Svo eru fleiri þættir sem mér finnst mikilvægir í eldhúsinu, eins og ferskt og gott hráefni. Það er eitt af lykilatriðunum. Og góð eldavél.“ Sigurjóni finnst skemmtilegast að elda íslenskt lamb, hvort sem er á gamaldags, hefðbundinn hátt eða nýstárlegan. „Ég fæ kikk út úr því að elda lambið með spennandi kryddjurtum og fer ekki ofan af því að íslenskt lambakjöt er eitt besta hráefni í heimi.“ ■ Leynivopnið í eldhúsinu: Vel beittir hnífar og skurðarbretti Sigurjón telur að góður hnífur og gott skurð- arbretti sé það sem hann getur síst verið án í eldhúsinu. Spænskir matar- og víndagar standa yfir á veitingastaðnum Siggi Hall á Óðinsvéum þar sem boðið er upp á spænskan matseðil ásamt spænskum vínum frá Rioja. Á matseðlinum er meðal annars að finna saltfiskbollur og pönnusteiktan saltfisk en Spán- verjar hafa löngum verið þekktir fyrir dálæti sitt á saltfiski. Dagarnir eru haldnir í tilefni heimsóknar Maríu Martinez til landsins, en er hún ein þekktasta víngerðarkona heims og hefur í þrjá áratugi stýrt vínhúsinu Bodegas Montecillo í Rioja sem er helsta víngerðarsvæði Spánar. Montecillo-vín verða í boði með matseðlinum auk þess sem matargestum er boðið upp á Osborne-sérrí við komu og með eftirrétti kvöldsins. María smakkaði sjálf réttina á matseðlinum á dögunum og var einkar ánægð með þá. „Veitingastaðirnir hér í Reykjavík eru ótrúlega góðir,“ segir hún og bætir við að hráefnið sé líka fyrs- ta flokks. María hefur þekkt Sigga Hall í árafjöld, eða síðan hann sótti hana heim í vínhúsið. Sjálf er María í annarri heimsókn sinni hér á landi. ■ Spænskir dagar á Hótel Óðinsvéum: Saltfiskur og suðræn stemning hjá Sigga Hall María Martinez, ein þekktasta víngerðarkona heims. Vinningssamlokan verður seld á veitinga- stöðum Delifrance sem eru um allan heim. Delifrance: Samlokukeppni Girnileg og gómsæt samloka er sívinsæll réttur. Franska fyrir- tækið Delifrance stendur fyrir keppni í samlokugerð á sunnu- daginn og munu átta manns taka þátt í keppninni. Skilyrði er að hægt sé að útbúa samlokuna á skömmum tíma og hráefnið þarf að vera að hægt að nálgast hvar sem er í heiminum. Samlokan má heldur ekki kosta of mikið. Vinn- ingssamlokan verður kynnt sem samloka ársins og mun fást á hinum fjölmörgu kaffihúsum Delifrance um allan heim. Þetta er í fjórða sinn sem Delifrance stendur fyrir sam- lokukeppni. Sú fimmta verður í Lyon í Frakklandi í janúar á næsta ári. Fjórtán þjóðir taka þátt í keppninni og nú gefst Íslending- um í fyrsta skipti kostur á að senda fulltrúa Keppnin á sunnudag fer fram í aðalsal Hótels Nordica og hafa keppendur 30 mínútur til að útbúa samlokuna sína og kynna hana dómnefnd. Húsið opnar klukkan 13 og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. ■ Rófur Rófur eru ódýrt og gott meðlæti sem fer vel með ýmsum íslenskum mat, t.d. lambakjöti, saltkjöti og sviðum. Þær voru einnig vinsælt meðlæti í Evrópu lengi vel, ekki síst Frakklandi. Þar voru þær einnig mikið notaðar í pottrétti og súpur. Hin síðari ár hafa þær hins vegar átt undir högg að sækja. Rófur eru kaloríusnauðar en vítamínríkar. - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.