Fréttablaðið - 24.09.2004, Page 48
■ ■ LEIKIR
17.30 Hraðmót Hauka og
Njarðvíkur fer fram á Strandgötu
í körfuknattleik kvenna. Fimm
leikir eru á dagskrá í kvöld.
19.15 ÍR og Selfoss eigast við í
Austurbergi í handknattleik karla.
19.15 ÍBV og Stjarnan leigast við í
Vestmannaeyjum í handknattleik
karla.
20.00 HK og FH eigast við í
Digranesi í handknattleik karla.
20.00 Valur og Víkingur eigast við
í Valsheimilinu í handknattleik
karla.
■ ■ SJÓNVARP
16.10 Ólympíuleikar fatlaðra á
RÚV.
17.20 Olíssport á Sýn. Fjallað um
helstu viðburði heima og erlendis.
18.00 Upphitun á SkjáEinum.
Breskir knattspyrnuspekingar spá
fyrir um leiki helgarinnar.
18.35 Enski boltinn á Sýn. Beint
frá leik Leeds og Sunderland.
20.35 UEFA Champions League á
Sýn. Fréttir af liðum og leikmön-
num í Meistaradeild Evrópu.
21.05 Landsbankadeildin á Sýn.
Farið yfir síðustu sex umferðirnar í
Landsbankadeildinni.
22.05 Hnefaleikar á Sýn. Útsend-
ing frá einvígi Naseem Hamed og
Augie Sanchez frá 2000.
01.30 Ólympíuleikar fatlaðra á
RÚV.
05.50 Formúla 1. Bein útsending
frá tímatökum í Shanghai.
32 24. september 2004 FÖSTUDAGUR
Við hrósum...
... íslensku keppendunum á Ólympíuleikum fatlaðra. Enn eitt skiptið
standa þau sig stórkostlega og koma heim með verðlaun í farteskinu.
Þau eru svo sannarlega glæsilegir fulltrúar Íslands á erlendri
grundu og Íslendingar geta verið ákaflega stoltir af þeim öllum.
„Ætli það sé ekki vegna þess að ég er á Musso.
Það er eina skýringin sem mér dettur í hug.“
Skýring Haraldar Péturssonar, Íslandsmeistara í torfæru, á því hvernig
honum tókst að komast yfir mýrina.
sport@frettabladid.is
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
21 22 23 24 25 26 27
Föstudagur
SEPTEMBER
ÓLYMPÍULEIKAR FATLAÐRA Ólympíu-
leikar fatlaðra fara fram í Aþenu
þessa dagana og þar eiga Íslend-
ingar þrjá glæsilega fulltrúa;
borðtenniskappann Jóhann Rúnar
Kristjánsson, spretthlauparann
Jón Odd Halldórsson og sund-
drottninguna Kristínu Rós
Hákonardóttur.
Jóhann Rúnar tók fyrstur ís-
lensku keppendanna þátt og stóð
hann sig með miklum sóma. Jón
Oddur og Kristín Rós hafa síðan
farið á kostum síðustu daga. Jón
Oddur fékk silfurverðlaun í 100
metra hlaupi og Kristín Rós fékk
einnig silfurverðlaun er hún tók
þátt í 100 metra bringusundi. Hún
gerði síðan gott betur daginn eftir
er hún tók þátt í 100 metra bak-
sundi en þar fékk hún gull-
verðlaun og það sem meira er, þá
synti hún á nýju heimsmeti. Hún
átti sjálf gamla heimsmetið.
„Mér líður alveg rosalega vel,“
sagði sunddrottningin Kristín Rós
úr blíðunni í Aþenu í gær. Það skal
engan undra að henni hafi liðið vel
enda síðustu dagar í Grikklandi
búnir að vera algjört ævintýri
fyrir hana. En átti hún von á að ná
þessum árangri?
„Já og nei. Ég er búin að æfa
eins og brjálæðingur í sumar og
vonaðist til að það myndi skila
mér einhverju, sem það og gerði.
Ég get ekki verið annað en rosa-
lega ánægð með þetta,“ sagði
Kristín Rós en hún hefur verið í
ströngu prógrammi síðustu daga
og keppti sex sinnum á tveim
dögum. Hún setti heimsmetið í
sjötta sundinu. „Ég var alveg í
skýjunum er ég kom í mark og sá
ég hafði sigrað og þar að auki sett
heimsmet. Það var alveg yndisleg
tilfinning sem er ekki hægt að
lýsa.“
Það munaði mjög litlu að
Kristín Rós næði gulli líka í 100
metra bringusundinu. Hún leiddi
nánast allt sundið en sigurveg-
arinn stakk sér fram fyrir hana á
síðustu metrunum og kom sjónar-
mun á undan Kristínu í mark.
„Það var svolítið súrt að klára
ekki bringusundið. Ég neita því
ekki. Það munaði bara nokkrum
sekúndubrotum á okkur en það
þýðir ekki að velta sér upp úr því,“
sagði Kristín Rós, sem á eftir að
keppa í einu sundi á leikunum – 50
metra skriðsundi. „Ég ætla í úrslit
þar og vonandi næli ég í þriðja
peninginn en það verður tæpt,“
sagði Kristin Rós Hákonardóttir.
Frábær upplifun
Jón Oddur Halldórsson er að
taka þátt í sínum fyrstu leikum og
hann byrjaði sinn ólympíuferil
með silfurverðlaunum.
„Ég átti ekkert endilega von á
að ég myndi vinna til verðlauna.
Þetta er náttúrlega mitt fyrsta
mót og ég var því ekki öruggur um
neitt,“ sagði Jón Oddur og bætti
við að það hefði verið einstök til-
finning er hann sá að hann hefði
unnið til verðlauna.
„Ég vissi er ég kom í mark að
ég hafði unnið til verðlauna en var
ekki viss um hvort það væri silfur
eða brons. Mér leið frábærlega er
ég sá að ég hafði fengið silfur.
Þetta var frábær upplifun,“ sagði
Jón Oddur og greinilegt að hann
var ekki alveg kominn á jörðina
ennþá. Hann tekur einnig þátt í
200 metra hlaupi og þar ætlar
hann líka að standa sig vel.
„200 metrarnir leggjast vel í
mig. Ég er nokkuð viss um að ég
kemst í úrslit. Ég mun síðan reyna
mitt besta og hver veit nema það
skili mér verðlaunum,“ sagði Jón
Oddur Halldórsson og bætti við að
það væri stórkostlegt að taka þátt
á Ólympíuleikum og hann ætlar
líka að vera með eftir fjögur ár.
Slíkt hið sama stefnir borð-
tenniskappinn Jóhann Rúnar
Kristjánsson á en hann er líka að
taka þátt á ÓL í fyrsta skipti. Hann
ætlar að vera aftur með 2008 og þá
er stefnan sett á verðlaun.
„Draumurinn er að verða að
veruleika hérna í Aþenu,“ sagði
Jóhann dreyminn. „Þetta er topp-
urinn og ein af stóru stundunum í
lífinu. Nú er ég kominn á Everest.
Nú verður æft eins og brjálaður
maður næstu fjögur árin og það
eru alveg hreinar línur að ég ætla
á pall í Kína. Við settum upp
áætlun 1999 og hún gekk út á að
komast hingað og fá reynslu.
Mæta síðan enn sterkari 2008 og
taka verðlaunin.“
henry@frettabladid.is
KÁT MEÐ VERÐLAUNIN Kristín Rós Hákonardóttir sundkona og Jón Oddur Halldórsson spretthlaupari brosa breitt í dag enda hafa
þau bæði unnið til verðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu. Kristín Rós er búin að vinna gull og silfurverðlaun í sundlauginni en Jón
Oddur tók silfurverðlaun í 100 metra hlaupi.
Stórkostlegur árangur
Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson gera það veru-
lega gott á Ólympíuleikum fatlaðra í Aþenu.
TVÖ Á PALLI Kristín Rós Hákonardóttir, til
vinstri, og Jón Oddur Halldórsson, að ofan,
sjást hér á verðlaunapallinum á Ólympíu-
leikum fatlaðra í Aþenu í fyrrakvöld.