Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 53

Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 53
37FÖSTUDAGUR 24. september 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE FRUMSÝND 24. SEPTEMBER Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Sendu SMS skeytið JA WHITE á númerið 1900 og þú gætir unnið. 9. hver vinnur. Vinningar eru: Miðar á myndina DVD myndir Margt fleira. TRAVOLTA SLEKKUR ELDA Leikarinn John Travolta var í miklu stuði á frumsýn- ingu nýjustu myndar sinnar, Ladder 49, í Hollywood fyrir skömmu. Travolta leikur slökkviliðsmann í myndinni og því var hópi slökkviliðsmanna boðið á frumsýninguna. Rapparinn Eminem gefur út plötuna Encore 16. nóvember. Þar verður meiri áhersla lögð á persónuna Slim Shady heldur en á síðustu plötu. Eminem gagnrýnir Bush Bandaríkjaforseta víða á plötunni og gefur þar ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Fyrsta smáskífu- lagið, Just Lose It, kemur í útvarp von bráðar og skömmu síðar verð- ur frumsýnt myndband við lagið. Þar hleypur Eminem um nakinn í miðborg Los Angeles og klæðir sig líka upp eins og frægar persónur á borð við Pee-Wee Herman. Einnig er að finna á plöt- unni titillagið Encore þar sem Dr. Dre og 50 Cent koma við sögu. Svo gæti farið að með nýju plötunni fylgi aukadiskur í tak- mörkuðu upplagi með lögum eftir Eminem sem var lekið á netið á síðasta ári. Miklar vonir eru bundnar við Encore og er talið að sala geti auðveldlega farið yfir eina milljón eintaka fyrstu vikuna í Bandaríkjunum. ■ Hleypur nakinn um Los Angeles EMINEM Rapparinn Eminem gefur í nóvember út nýja plötu sem ber heitið Encore. Poppprinsessan Britney Spears erekki gift dansaranum Kevin Federline þrátt fyrir allt. Parið hefur ekki enn skrifað undir leyfis- bréf vegna hjónabandsins en stefnir að því að gera það í næstu viku. Ástæð- an er sú að þegar brúð- kaupinu var flýtt til að gabba fjölmiðla tókst lög- fræðingum þeirra ekki að ljúka við hjúskapar- sáttmálann í tæka tíð. Söngkonan Christina Aguileraætlar á næstunni að stjórna sjón- varpsþætti um kynlíf ung- linga. Þar ætlar hún að tala við unglingana og hvetja þá til að sofa ekki hjá fyrr en þeir gangi í hjónaband. Aguilera reynir hvað hún getur til að bæta ímynd sína þessa dagana. Hún er farin að klæða sig sómasamlega, hefur litað hár sitt ljóst, auk þess sem skrautpinnar víðs- vegar um líkama hennar eru flestir horfnir. Popparinn fyrrverandi Cat Stevenser kominn aftur til Bretlands eftir að hafa verið neitað um vegabréfsá- ritun til Bandaríkjanna. Stevens, sem heitir nú Yusuf Islam og er íslamstrú- ar, var grunaður um að tengjast hryðjuverkamönnum og fékk því ekki að koma til landsins. Stevens var mjög undrandi á þessu öllu saman og fannst hegðun Bandaríkja- manna hvort tveggja hlægileg og ógnvekj- andi. Leikkonunni Drew Barrymorefinnst sífellt erfiðara að glíma við svefnleysi sitt. Einnig hefur hún áhyggjur af því að hún sé farin að líta út eins og afturganga. Barrymore segist vera vinnualki og það hafi sitt að segja með vandamál sitt. Ein besta leiðin til að vinna bug á svefn- leysinu sé að lesa góða bók. Rokksveitin The Pixies ætlar aðendurútgefa þrjár fyrstu plötur sínar á vínyl. Um er að ræða Come on Pilgrim, Surfer Rosa og Doolittle. Plöturnar hafa ekki verið fáanlegar í þess- ari útgáfu í háa herr- ans tíð og því er hér um stórtíðindi að ræða fyrir aðdáendur sveitarinnar. Thom Yorke, söngvari Radiohead,hefur hvatt aðdáendur sína til að mótmæla stjörnustríðsá- ætlun ríkisstjórnar George W. Bush Bandaríkjaforseta. Yorke hefur lengi verið á móti Bush og vill nú fá aðdáendur sína í lið með sér áður en for- setakosningar hefjast í Bandaríkjunum. Söngkonan Madonna óskaði eftirfriði í heiminum á ráðstefnu gyðinga í Ísrael á dögunum. Sagðist hún hafa íhugað að hætta við pílagrímsför sína til landsins vegna hryðju- verkaárásanna sem þar eiga sér stað með reglulegu millibili. Bætti hún því við að hættulegra væri að vera í Ísrael heldur en í New York. ■ TÓNLIST

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.