Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 55
FÖSTUDAGUR 24. september 2004 39 Robert Rodrigues sýndi brot úr Sin City-myndinni sinni á Comic-Con ráðstefnunni á dög- unum og þeir sem fengu að sjá héldu vart vatni af hrifningu. Rodrigues virðist nefnilega, með hjálp tölvutækninnar, hafa tekist að flytja svarthvítar og myrkar teikningarnar úr bókum Millers beint yfir á filmu. Samtölin eru líka jafn harðsoðin og texti Millers og film noir- andrúmsloftið jafn þrúgandi. „Í stað þess að gera bók að bíómynd ákvað ég að gera bíó- mynd að bók“, segir Rodriguez í samtali við Empire. „Ég ætlaði mér að gera Sin City nákvæm- lega eins og Frank Miller sér hana.“ Rodriguez teflir fram frá- bærum leikurum sem flestir ættu að smellpassa í hlutverk sín. Það er í það minnsta ekki erfitt að sjá Mickey Rourke fyrir sér sem brjálaða hálf- tröllið Marv og sjálfur segist Rodriguez ekki hafa getað hugs- að sér neinn annan en Bruce Willis til að leika heiðarlegu lögguna Hartigan sem bjargar ungri stúlku úr klóm viður- styggilegs barnaníðings. Stúlk- an vex síðan úr grasi og verður eftirsóttasta súlustelpan í lasta- bælinu og þá kemur það í hlut Jessicu Alba að túlka hana. ■ JESSICA ALBA Þessi skutla, sem hingað til hefur gert garðinn frægastan sem erfða- breytta ofurgellan Max í Dark Angel-sjónvarpsþáttunum, leikur Sue Storm í Fantastic Four sem verður frumsýnd næsta sumar. Sagan segir að hún hafi haft mikið fyrir að troða sér í þröngan búninginn en í þessum galla mun hún berjast ásamt félögum sínum gegn hin- um illa Doctor Doom. Myndin er byggð á samnefndum teiknimyndasögum frá Marvel sem notið hafa mikilla vinsælda í gegnum árin. ANCHORMAN Gagnrýnandi Fréttablaðsins skemmti sér vel yfir bullinu í Will Ferrell. Anchorman Ef bíó á að leysa einhverjar lífsgátur þá er þessi mynd auðvitað tímaeyðsla. Það er ekkert merkilegt í henni. En ef fólk vill akkúrat sjá eitthvað þannig – svona sæmilegan fíflaskap með kæruleysislegu yfirbragði – er hægt að mæla með þessari. GS Before Sunrise Þó svo mynd um tvær heimspekilega sinnaðar manneskjur að daðra í París í rauntíma hljómi óneitanlega dálítið tilgerðarlegt, þá tekst leikstjór- anum að búa til ótrúlega góða mynd fyrir þá sem hafa áhuga á manneskjum í allri sinni dýpt, til- raunakenndri kvikmyndalist og afspyrnugóðum leik. Snilld. GS The Terminal „Spielberg kann auðvitað öðrum fremur að spila á tilfinningar áhorfenda og því er nánast óhjákvæmi- legt annað en að gleðjast og þjást með Viktori. Það eykur svo enn á samkenndina með persón- unni að Tom Hanks, sem á það til að vera hund- leiðinlegur, er í toppformi og gerir aðalpersónunni prýðileg skil.“ ÞÞ Dís „Myndin er í raun runa af misfyndnum og skemmtilegum atriðum sem mynda frekar veika heild. Dís skilur því ekki mikið eftir sig en er hins vegar fyrirtaks skemmtun og þar sem Íslendingum er ekkert sérstaklega lagið að gera skemmtilegt bíó er ekki hægt að segja annað en að Dís sé himnasending. Skemmtilegar persónur og skondnar uppákomur eru aðall myndarinnar sem fær fólk oft til þess að skella upp úr.“ ÞÞ Ken Park „Larry Clark er á svipuðum nótum í Ken Park en gengur þó enn lengra í bersöglinni og hikar ekki við að flagga getnaðarlimum og sýna sáðlát í nær- mynd. Þetta er sem sagt mynd sem ætlað er að stuða.“ ÞÞ The Bourne Supremacy „Hraðinn er slíkur í atburðarás, klippingu og öðru að varla er hægt að mæla með því að fara á myndina nema maður sé tiltölulega skýr í kollin- um. Sem sagt ekki of þunnur eða með nef- rennsli á háu stigi. Annars er hætt við að þráður- inn tapist. Reyndar má þó segja um þessa mynd að þó svo að þráðurinn tapist á stöku stað má samt hafa gaman að henni. Hún er nefnilega vel gerð, vel leikin og í alla staði hin ánægjulegasta afþreying.“ GS Hellboy „Það vantar ekki hasarinn og flottar tæknibrellurnar og þeir sem þekkja Hellboy úr myndasögublöðun- um virðast almennt sammála um að þessi lögun að kvikmyndaforminu sé býsna vel heppnuð. Þar munar sjálfsagt mest um að myndin gefur húmorn- um mikið pláss og leyfir kostulegri persónu vítis- engilsins góða að njóta sín en hann þarf til að mynda að glíma við ástina á milli þess sem hann bjargar heiminum. Þetta þýðir auðvitað að myndin missir dampinn inn á milli og þá er hætt við að þeim sem ekki þekkja kauða láti sér leiðast og finnist myndin vera ómarkviss og langdregin.“ ÞÞ The Village „Þorpið er ekkert sérlega æsandi fyrir aðdáendur þess konar mynda, en það sem Shyamalan gerir betur í þessari mynd en í Sjötta skilningavitinu og Unbreakable að minnsta kosti er að koma í gegn ógnvænlegri sýn á eðli samfélaga í anda Thomas Hobbes; það er óttinn sem heldur samfélaginu saman, hversu einfalt sem það er.“ SS Myndasaga beint á filmu SIN CITY Film noir-stemningin er allsráð- andi í Sin City-teiknimyndasögum Franks Miller og Robert Rodrigues ætlar að halda því til haga í kvikmyndaútgáfu sinni. [ SMS ] UM MYNDIRNAR Í BÍÓ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.