Fréttablaðið - 24.09.2004, Qupperneq 61
Rússneskir hermenn í Síberíu
munu fá sjálfhitandi kuldaskó,
því hinir hefðbundnu kuldaskór
duga ekki til að halda tám þeirra
hlýjum á köldum túndrum Síber-
íu. Hershöfðingjar hafa sam-
þykkt að hermenn skuli fá þennan
merka skófatnað sem byggir á
efnahvörfum sem einangrun;
skórnir halda hitanum inni og á
sama tíma draga í sig raka sem
hitar þá enn frekar. Þetta kom í
ljós eftir kynningu síberískra vís-
indamanna sem hafa að undan-
förnu þróað búnaðinn. Skórnir
munu viðhalda um 18-20 gráðu
hita á annars köldum tám her-
mannanna.
Nokkrar herdeildir í Tsjetsjen-
íu hafa þegar fengið úthlutað slík-
um kuldaskóm. Þeir virka í allt að
sex klukkutíma áður en þarf að
„hlaða“ þá aftur en til þess þarf
ekki mikla tækni, það er nóg að
skella þeim bara á heitan ofn.
Þessi búnaður gæti einnig orð-
ið vinsæll hjá vísindamönnum
sem halda sig á norður- eða suður-
pólnum, auk þess sem ísklifur-
garpar geta nú litið öfundaraug-
um á fætur síberískra hermanna.
Þar sem oft er langt í næsta ofn
fyrir ísklifrara þurfa þeir þó lík-
lega að bíða nokkuð áður en slíkir
kuldaskór henta þeim. Kulda-
skórnir eru ekki komnir á al-
mennan markað og þeirra er ekki
að vænta alveg á næstunni, en þó
er aldrei að vita nema Rússar sjái
viðskiptatækifærið í þessari nýju
framleiðslu. ■
45FÖSTUDAGUR 24. september 2004
Breska sveitin Coldplay er hárs-
breidd frá því að ljúka við þriðju
breiðskífu sína. Álagið á drengina er
mikið enda þurfa þeir að fylgja eftir
hinni stórgóðu plötu A Rush of Blood
to the Head.
„Við erum undir mikilli pressu í
hljóðverinu. Við vinnum út í eitt og
okkur má ekki verða á,“ sagði söngv-
arinn Chris Martin í samtali við
NME í eina viðtalinu sem hann hefur
veitt á árinu. Hann vildi samt ekki
gefa neitt upp um plötuna að svo
stöddu.
Á síðasta ári sagðist Martin ætla
að draga sig í hlé og „finna upp
hjólið að nýju“ fyrir næstu plötu. Nú
þegar stutt er í nýju plötuna hefur
Martin aðeins dregið í land. „Ég held
að fólk eigi eftir að fá ógeð á okkur
þegar við snúum aftur. Og það sem
ég sagði um hjólið, það var bara
spenningur yfir tökum á næstu
plötu. ■
Playstationleikurinn SingStar
hefur verið á toppi vinsælustu
tölvuleikja hér á landi um nokkurt
skeið en nú er komin samkeppni í
heim karaoke-leikja, því út er
kominn leikurinn Get On Da Mic,
sem er fyrsti hiphop/karaoke-leik-
urinn sem komið hefur út.
Til að ná langt í heimi hiphopp-
ara er ekki nóg að geta haldið lagi.
Markmiðið leiksins er að safna
aðdáendum, syngja sig inn á
klúbbana, taka upp plötur og búa
til myndbönd. Ef allt tekst vel er
hægt að koma fram á leikvelli fyr-
ir framan þúsundir aðdáenda. Á
leiðinni til frægðar og frama þarf
svo að takast á við öfluga fram-
leiðendur, skuggalega umboðs-
menn og svo auðvitað grúppíur.
Leiknum fylgja rúmlega 40 lög
frægra hiphopara á borð við Dr.
Dre, JKwon, Missy Elliot, Lil’ Kim,
Tupac og fleiri. Ef vel er sungið
falla seðlar af himnum ofan, ef
ekki gufa aðdáendur upp. Síðast
en ekki síst þarf að kaupa „bling“
fyrir peninginn sem fæst ef vel er
sungið. Það þarf að kaupa allt frá
fötum að snekkjum og auðvitað
allt gullið. ■
Stelpur og “bling”
■ TÖLVULEIKUR
■ TÓNLIST
GET ON DA MIC Nýr hiphop/karaoke-
leikur, þar sem ekki er nóg að syngja.
Coldplay-plata að koma
CHRIS MARTIN
Hann ætlar ekki að finna upp hjólið á
næstu plötu.
Rokkhljómsveitin Minus the Bear
frá Seattle heldur tónleika á
Grand rokk í kvöld.
Sveitin er að leggja upp í
tveggja mánaða tónleikaferð um
Evrópu þar sem hún mun leika á
yfir þrjátíu tónleikum. Ákvað hún
að hefja túrinn hér á landi og sýna
íslenskum tónlistaráhugamönnum
hvað í henni býr. Minus the Bear
gaf síðast út EP-plötuna They
Make Beer Commercials Like
This og hefur verið að vinna að
sinni fyrstu breiðskífu. ■
Seattle-rokk á Grandrokk
■ TÓNLEIKAR
MINUS THE BEAR Heldur tónleika á
Grandrokk í kvöld
Hermenn í Síberíu fá upphitaðan skófatnað.
■ SKRÝTNA FRÉTTIN
Upphitaðir skór í kuldanum