Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 62

Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Birgir Björn Sigurjónsson Sex Njáll Eiðsson og Willum Þór Þórsson. 46 24. september 2004 FÖSTUDAGUR Fáðu flott munnstykki í dag Einar Oddur Vill lög á kennarana Dómarinn ruglaðist á Maitsland- tvíburunum í þýska hassmálinu Diddú hótar að syngja óperu í gallabuxum Rússajazz á Nasa Hljómsveitin Stuðmenn heldur sína fyrstu jazztónleika hér á landi á skemmtistaðnum Nasa í kvöld. Ókeypis verður inn á meðan húsrúm leyfir. Stuðmenn eru nýkomnir frá Rússlandi þar sem þeir opnuðu jazzhátíð í Pétursborg. Með þeim í för voru tónlistarmennirnir Helgi Svavar Helgason og Davíð Þór Jónsson. Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar fékk þessi átta manna sveit mjög góðar viðtökur þar í borg. Því var ákveðið að leyfa Íslendingum að njóta þessara óvenjulegu Stuð- mannatóna. „Þarna verður hryn- þokkinn í fyrirrúmi. Við munum spila framsækið kommmúnista- fönk í bland við sósíalistabíbopp, íslenskar hendingar og búkslátt,“ segir Jakob Frímann um tónleik- ana í kvöld. „Þetta verður Rússa- jazz í boði Stuðmanna.“ ■ HALLI REYNIS Trúbadorinn Halli Reynis er kominn aftur á sjónarsviðið og fer í tónleikaferð í næstu viku til að fylgja eftir sinni fjórðu sólóplötu. Buxur sem eru þröngar alveg niður eru rosalega flottar núna. Á níunda áratugnum voru vinsælar svokall- aðar gulrótarbuxur en nú hefur sniðið breyst til hins betra og er ekki eins yfir- gengilega hallæris- legt. Reyndar bara alls ekkert hall- ærislegt. Sjálfstæði: Við Íslendingar eigum það til að gleypa við hverju einasta „trendi“ eða „bólu“ eins og drykkjumaður gleypir sopann. Þá myndast gjarnan hjarðir af stelpum í eins buxum og strákum með eins derhúfur. Þetta er ekki flott. Það er hins vegar flott að sýna sjálfstæði og sneiða hjá bólunum. Versla í minni búðum og reyna að finna eitthvað sem enginn annar á. Það er ekki eins erfitt og það hljómar. Perlufestar: eru enn og aftur komnar í tísku. Þær mega vera í öll- um stærð- um, gerð- um og um- fram allt lit- um. Mjög flott er að vera með langa perlufesti en þó má hún ekki vera of löng því þá neyðist maður til að vefja henni svo oft um hálsinn á sér að hún virkar eins og skrítinn háls. Hlaupaskór: Hvar á að byrja? Sko, hlaupaskór eiga aðeins heima á löpp- unum þegar stunduð eru hlaup! Aldrei þess á milli, aldrei! Þetta eru mestu tískumistök sem hægt er að hugsa sér og kemur tísku að sjálfsögðu ekkert við. Það getur vel verið að það komi sér vel að vera í svona skóm ef maður er í tjaldútilegu og gleymdi kodda. Bara klippa risa- stóra tunguna af skónum og vippa henni undir hausinn. Netasokkabuxur: Þær voru inni en eru það ekki lengur! Samt sjást ennþá stelpur í netasokkabuxum röltandi um voða fínar með sig. Henda í ruslið! Ekkert við þessu að gera nema kannski geyma þær í svona tvo áratugi og þá koma þær kannski aftur í tísku. Hver veit? V.I.P. raðir: Þetta er það allra asnalegasta í skemmtistaða- menningunni. Fólk bara sneiðir framhjá röðinni, segir við dyravörðinn: „Við erum bara fimm,“ og labbar inn! Það myndi enginn voga sér þetta við matar- innkaup úti í búð. Ganga framhjá allri röðinni bara af því að hann kannski þekkir af- greiðslumanninn og segja: „Hæ, heyrðu ég er bara með eina kerru“. Þetta er ekki töff. INNI ÚTI 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 Lárétt: 1 reköld, 5 skordýr, 6 eldivið, 7 bardagi, 8 hvíldist, 9 málmur, 10 skóli, 12 lem, 13 reykja, 15 saur, 16 lista, 18 vel að sér. Lóðrétt: 1 óðamála, 2 notað til þvotta, 3 troðningur, 4 andstreymið, 6 sjóða hægt, 8 samband félaga, 11 ílát, 14 eignatilfærslu, 17 tímabil. Lausn. Lárétt:1flök,5lús,6mó,7at, 8sat,9gull,10ma,12slæ,13ósa,15 at,16skrá,18fróð. Lóðrétt:1flaumósa,2lút,3ös, 4mótlætið,6malla,8sus,11ask,14 arf, Edda Björgvinsdóttir Soldið ókræsilegt ef þeir eru berrassaðir í krepsokkunum! Björk Jakobsdóttir Þegar maður sér bungu í buxunum og býr sig undir óvæntan glaðning en sér svo að það er risa kviðslit sem hefur lekið þarna niður… TUHURNOFF! Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir Kossinn. Afskaplega einfalt. Alveg eins og góður koss getur dregið siðprúðustu stúlkur á tálar getur lélegur kyssari slökkt sterkustu löngun náttúrunnar. Neistinn í því tilfelli er löngu kulnaður áður en komið er að rúmstokknum. Unnur Ösp Stefánsdóttir Það er nú fátt í fari þeirra sem slekk- ur neistann. En maður sem er upp- fullur af sjálfum sér og er meira að taka sig út í einhverj- um fíling en að hugsa um elskhugann er frekar mikið törn off. Það að hlusta á elsk- hugann, jafnt líkam- lega sem bókstaflega, er lykillinn að vel- gengni í rúminu. Guðrún Ásmundsdóttir Ef þeir byrja á því að skrúfa af sér fótinn. | 5STELPUR SPURÐAR | Hvað í fari karlmanna slekkur neistann á rúmstokknum? HALLI REYNIS: FJÓRÐA SÓLÓPLATAN Á LEIÐINNI EFTIR SJÖ ÁR Endurnærður og sáttur Trúbadorinn Halli Reynis gefur á næstunni út sína fjórðu sólóplötu, sem kallast Við erum eins. Halli hefur látið lítið að sér kveða und- anfarið en sjö ár eru síðan síðasta sólóplata hans, Trúbadúr, kom út. Halli mætir nú endurnærður til leiks og segist vera rosalega sáttur við útkomuna. „Ég var búinn að vera lengi með þessa plötu í kollin- um. Hugmyndina að henni fékk ég fyrir mörgum árum þegar ég bjó úti í Danmörku,“ segir hann. „Mig langaði að stofna band sem var eingöngu með akústík hljóðfærum. Ég fékk æðislegan mannskap með mér en þetta er í fyrsta skiptið sem ég á mitt eigið band.“ Þeir sem leggja Halla lið á plöt- unni eru hinir þrælvönu KK, Jón Skuggi, Örn Hjálmarsson og Erik Qvick. Útkoman er afslöppuð og fín plata með lögum sem voru öll tekin upp „live“ í hljóðverinu, þ.e. öll hljóðfæri voru tekin upp á sama tíma í einu og sama herberginu. Textar Halla fjalla eins og trú- badora er siður um lífið og tilver- una, sorgir og sigra. „Ég get heim- fært textana við hvert einasta lag upp á mig sjálfan,“ segir hann. „Í titillaginu er verið að fjalla um að það skiptir engu máli hvernig við lítum út eða hvernig verið erum. Þegar öllu er á botninn hvolft erum við öll eins og það þýðir ekki að eltast við eitthvað sem skiptir engu máli. Við eigum frekar að láta okkur líða vel með daginn í dag. Það er kannski mitt þema á þessari plötu.“ Halli hefur sjálfur gengið í gegnum erfiðleika sem hann hefur náð að takast á við. „Ég hætti á sínum tíma í tónlist vegna þess að ég var búinn að fá alveg nóg. Ég gat ekki spilað í mörg ár án þess að vera undir áhrifum, en ég er laus úr því í dag og hef verið edrú í tvö og hálft ár.“ Halli lenti einnig í því að klemma illa á sér fingurinn í sumar. „Diskurinn átti að vera tólf lög. Ég var búinn að taka upp ellefu með bandinu og ætlaði að hafa eitt lag einn með gítarinn. Daginn áður en ég ætlaði að taka það upp lenti ég í því að brjóta á mér fingurinn og rífa hann allan í tætlur. Það var ekki útséð með það hvernig fingurinn myndi koma undan því slysi en hann er allur á batavegi og er farinn að virka.“ Halli leggur af stað í tónleika- ferð næstkomandi fimmtudag og stefnir að því að spila fjórum til fimm sinnum í viku til að byrja með. Fyrst um sinn verður hann einn með gítarinn en síðan gengur nýja hljómsveitin til liðs við hann þegar líða tekur á ferðina. freyr@frettabladid.is STUÐMENN Stuðmenn ætla að spila öll gömlu góðu lögin sín í jazzútgáfu á Nasa í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.