Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 64

Fréttablaðið - 24.09.2004, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S E G J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G A S Í M I N N E R 550 5000 Þekktir gæðingar Filippus II kóngur í Makedóníusem var uppi fyrir meira en 23 öldum var mikill hestamaður, eins og nafnið bendir til. (Fil-hippos – elskur að hestum). Dag einn kom Þessalíumaðurinn Fílóníkus til hirðarinnar með ótaminn fola og vildi selja hann. Filippusi leist vel á gripinn. En þá kom í ljós að fol- inn var svo villtur að enginn treysti sér til að fara á bak honum. Alexander litli (12 ára gamall son- ur Filippusar sem nú er þekktur sem Alexander mikli) sá að hestur- inn var hræddur við sinn eigin skugga svo að hann sneri honum í sólarátt. Síðan steig Alexander á bak og tók að temja hestinn sem átti eftir að bera hann á sigurför um veröldina í tvo áratugi. BUCEPHALUS var nafnið á þessum gæðingi, sem lést af sárum sem hann hlaut í síðustu orustu Al- exanders árið 326 f. Kr. Alexander syrgði vin sinn ákaflega og tók hann í guðatölu og skipaði þegnum sínum að tilbiðja hann. Þar að auki stofnaði Alexander borgina Bucephala í hans minningu; en sú borg halda menn að heiti Jhelum nú um stundir og sé í Pakistan. INCATATUS var frægur veð- hlaupahestur í Rómaborg og eig- andi hans var enginn annar en landsfaðirinn og keisarinn Gaius Caesar Augustus Germanicus - betur þekktur undir gælunafninu Caligúla (Litli skór). Caligúla hafði mikið dálæti á þessum eftirlætis gæðingi sínum og innréttaði hest- hús hans með marmara og réð sér- stakt starfslið til að þjóna honum. Í ofanálag vígði Caligúla vin sinn til prests og fyrirskipaði að hann tæki sæti á Öldungaþingi Rómverja. Þrátt fyrir þetta fannst keisaran- um ekki að hann hefði gert nógu vel við þennan mállausa vin sinn og tilkynnti því að hann hefði í huga að skipa hann í konsúlsemb- ætti við fyrstu hentugleika. Því miður entist Caligúlu ekki aldur til að standa við þá fyrirætlun því að hann var myrtur og þess vegna varð Incatatus aldrei ræðismaður þrátt fyrir mikla hæfileika sína. ÞESSI dæmi sanna svo að ekki verður um villst að mikil og góð fordæmi eru fyrir því að voldugir landsfeður skipi gæðinga sína í há embætti. ■ BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.