Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 2
2 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Útrás íslenskra fjárfesta: Kaupa flaggskip danskrar verslunar VIÐSKIPTI Íslendingar hafa eignast meirihluta í þekktasta vöruhúsi Dana, Magasin Du Nord við Kóngsins Nýjatorg í Kaupmanna- höfn. Birgir Þór Bielvedt, sem rekið hefur Domino's í Kaup- mannahöfn, Baugur og Straumur fjárfestingarbanki hafa keypt 69 prósent í TH. Wessel & Wett sem rekur vöruhúsið. Munu fjárfest- arnir gera yfirtökutilboð í kjöl- farið. Kaupverð hlutarins er 4,8 milljarðar króna. Magasin Du Nord var stofnað 1868 og var lengst af vöruhús vöruhúsanna í Kaupmannahöfn. Ætlun íslensku fjárfestanna er að færa þetta flaggskip danskrar verslunar til fyrri vegs og virð- ingar. Á blaðamannafundi sem hald- inn var síðdegis í gær í Kaup- mannahöfn lýstu seljendurnir mikilli ánægju með íslensku fjár- festana. Jyske Bank hefur um skeið átt stóran hlut í félaginu og fögnuðu aðrir eigendur því að fjárfestir með þekkingu á smá- sölu kæmi að félaginu. Mörg al- þjóðleg verslunarfyrirtæki sýndu félaginu áhuga, en seljendur sögðu á fundinum að Íslending- arnir hefðu haft þann hraða sem þurfti til að ganga frá kaupunum. Baugur er stærstur í hópi fjár- festanna með 42 prósent, Straum- ur er með þriðjung auk fjármögn- unar kaupanna og Birgir með fjórðung. Hugsanlegt er að fleiri bætist í hópinn. - hh Um milljón í styrk á ári Olíufélagið hefur styrkt stjórnmálaflokkana um eina milljón á ári síðustu fimm ár. Skeljungur hefur styrkt flokkana um samtals 40,1 milljón á 12 ára tímabili. Forstjóri Olís svarar ekki skilaboðum. STYRKIR Olíufélagið Esso hefur styrkt alla stjórnmálaflokka landsins um samtals eina milljón króna á ári síðustu fimm ár, eða að meðaltali um 980 þúsund krónur. Skiptingin hefur ekki farið eftir stærð flokkanna heldur verið nokkuð jöfn. Styrkirnir hafa verið veittir til flokkanna bæði á lands- vísu og í sveitar- stjórnarmálum. S k e l j u n g u r hefur hins vegar veitt samtals 40,1 milljón króna til stjórn- málaflokkanna á 12 ára tímabili, 1 9 9 3 - 2 0 0 0 . Styrkirnir eru bæði í formi keyptra auglýs- inga og beinna fjárstyrkja. „Þessar fjár- hæðir eru mest tilkomnar árin 1993-2000 en hafa snarminnkað síðustu ár. Frá 2000 hefur þetta eingöngu verið í formi auglýsinga en við höfum ekkert styrkt stjórn- málaflokkana á þessu ári,“ segir Gunnar Karl Guðmundsson, for- stjóri Skeljungs. Fréttablaðið óskaði eftir upp- lýsingum um styrki olíufélag- anna til stjórnmálaflokkanna fyrr í vikunni og bárust síðustu svör í gærkvöldi. Greinilegt var að spurningin var mjög við- kvæm og að stjórnendurnir töldu að um trúnaðarmál væri að ræða. Þeir töldu að djúpt væri á þessar upplýsingar í bókhaldi félaganna en bæði Skeljungur og Olíufélagið Esso létu starfsmenn sína kafa ofan í málið. Einar Benediktsson, forstjóri Olíu- verslunar Íslands, svaraði hins vegar ekki beiðninni sem var send honum í tölvupósti sam- hliða ítrekuðum tilraunum til að ná tali af honum í síma. Olíufélagið hefur engar sér- stakar reglur um styrkveitingar til stjórnmálaflokka en Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélags- ins, segist telja eðlilegt að félagið markaði sér stefnu í þessum efn- um. Gunnar Karl segir hins vegar þá reglu hafa gilt frá því hann tók við starfi forstjóra fyrir rúmu ári síðan að engir styrkir væru veitt- ir til stjórnmálaflokka. ghs@frettabladid.is Hryðjuverkaæfing: Viðbrögð samhæfð LÖGREGLA Þrír fulltrúar Víkinga- sveitarinnar fylgdust með æfingu norrænna lögregluyfirvalda nýlega þar sem verið var að æfa og sam- hæfa viðbrögð og samstarf við árás hryðjuverkamanna á farþegaskip á siglingu milli landanna þar sem gert var ráð fyrir að hryðjuverkamenn- irnir væru með sprengju um borð. „Þarna var fyrst og fremst verið að æfa skipulag Norðurlandanna og möguleika þeirra á samvinnu við hryðjuverk á sjó,“ segir Jón Bjart- marz, yfirlögregluþjónn hjá ríkis- lögregluembættinu. „Um svokallaða skrifborðsæfingu var að ræða. Þetta var æfing fyrir ríkislögreglustjóra- embættin í þessum löndum.“ - ghs VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR Viðskiptaráðherra telur koma til greina að Ríkisendurskoðun geri athugun á styrkjum til stjórnmálaflokka. Viðskiptaráðherra: Kallar ekki á endurskoðun STJÓRNMÁL Valgerður Sverrisdótt- ir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, telur koma til greina að Ríkis- endurskoðun skoði styrki til stjórnmálaflokka sem fá framlög á fjárlögum en hyggst þó ekki beita sér fyrir því. Hún sér ekki ástæðu til þess að fyrirtæki hætti að styrkja stjórnmálaflokka. Valgerður gagnrýnir Svan Kristjánsson, prófessor við Há- skóla Íslands, fyrir ummæli um að Olíufélagið hafi greitt laun starfsmanns hjá Framsóknar- flokknum. „Mér finnst fyrir neðan allar hellur að prófessor við Háskóla Íslands breiði út gamla kjaftasögu sem enginn veit hvort er sönn eða login. Mér fannst það bara vera honum og Háskólanum til minnkunar.“ - ghs ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Það segir einhvers staðar í ljóði: Dagur ei meir. En að öllu gamni slepptu kemur auðvitað dagur eftir þennan dag.“ Dagur B. Eggertsson sagði í viðtali við Fréttablaðið að Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs, hefði boðið sér starf borgarstjóra eftir að Þórólfur Árnason sagði af sér. SPURNING DAGSINS Alfreð, kemur ekki dagur eftir þenn- an dag? HANDTEKNIR ÍRAKAR Hermenn fara hús úr húsi í leit að víga- mönnum sem þar leynast. Þar fara fram einhverjir hættulegustu bardagar orrust- unnar um Falluja. Falluja í Írak: Hertekin að mestu ÍRAK, AFP/AP Bandarískar og íraskar hersveitir hafa náð 80 prósentum Falluja á sitt vald, segja yfirmenn Bandaríkjahers. Enn er þó barist hús úr húsi á svæðum sem hermenn eru sagðir hafa náð á sitt vald. Þar mun verið að leita uppi og fella vígamenn sem höfðu falið sig þegar fremstu hersveitirnar sóttu fram. Í gær var dreift upptöku þar sem hryðjuverkaforinginn Abu Musab al-Zarqawi hvatti stuðningsmenn sína í borginni til að halda barátt- unni áfram. Íbúar Falluja reyna að flýja borgina, en körlum verður lítið ágengt því hermenn skipa þeim að snúa aftur, einungis konum og börn- um er leyft að fara. ■ Ríkisendurskoðandi: Þarf að setja lög RÍKISENDURSKOÐUN Sigurður Þórð- arson ríkisendurskoðandi segir að það sé ekki í verkahring Ríkisendurskoðunar að gera at- hugun á fjármálum flokkanna eða styrkjum til þeirra. Ríkis- endurskoðun geti í besta falli óskað eftir greinargerðum um það hvernig flokkarnir hafi ráð- stafað styrkjum frá ríkinu. Hann telur hugsanlegt að Ríkisendur- skoðandi geti tekið ákvörðun um að skoða þessi mál en langlíkleg- ast sé að breyta þurfi lögum um starfsskyldur Ríkisendurskoð- unar til að stofnunin geti rann- sakað styrki fyrirtækjanna, í þessu tilviki olíufélaganna, til flokkanna. „Við heyrum undir Alþingi. Ef Alþingi setur á okkur einhverjar starfsskyldur í lögum þá verðum við að framfylgja þeim. Ég hef ekkert velt þessu fyrir mér en ég myndi halda að Alþingi þyrfti að breyta lögunum, það er ekkert vit í öðru. Annars hef ég enga skoðun á þessu og vil ekki hafa neina. Þetta er umræða sem fer fram fyrir utan okkur,“ segir Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi. - ghs SIGURÐUR ÞÓRÐARSON Ríkisendurskoðandi telur að breyta þurfi lögum til að Ríkisendurskoðun geti rannsakað styrki til flokkanna. HJÖRLEIFUR JAKOBSSON Olíufélagið Esso hefur styrkt stjórn- málaflokkana um ríflega milljón á ári síðustu árin. SKELJUNGUR Skeljungur hefur styrkt stjórnmálaflokkana um rúmlega 40 milljónir á 12 ára tímabili. MARÍJÚANA Á SVEITABÆ Lögregl- an á Selfossi fann í gær 120 grömm af maríjúana við leit á sveitabæ í Árnessýslu. Maður á sextugsaldri játaði að eiga efnið og sagði það ætlað til einka- neyslu. Málið telst upplýst. FANN TIL Í BAKI Maður var flutt- ur á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja með verk í baki og í hálsi eftir aftanákeyrslu á Hringbraut á móts við Samkaup í Reykjanes- bæ í gær. MAGASIN DU NORD Íslendingar hafa eignast þetta fræga vöru- hús. ■ NORÐURLÖND NOKKUR ÞÚSUND STRANDA- GLÓPAR SAS-flugfélagið þurfti að aflýsa um hundrað flugferðum í gær, hvort tveggja í innanlands- og millilandaflugi, vegna verkfalls flugfreyja og flugþjóna. Milli þrjú og fjögur þúsund farþegar urðu strandaglópar af þessum sökum, að sögn yfirmanna flugfélagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.