Fréttablaðið - 13.11.2004, Page 17

Fréttablaðið - 13.11.2004, Page 17
17LAUGARDAGUR 13. nóvember 2004 Fimmtugar konur: Dagsyfja algeng HEILSA Dagsyfja er algeng meðal fimmtugra íslenskra kvenna og tengist einkum kvíða, þunglyndi og einkennum breytingaskeiðs. Þessa ályktun draga læknarnir Bryndís Benediktsdóttir, Þórar- inn Gíslason og Kristinn Tómas- son af rannsókn sinni um efnið en hún var kynnt á Heimilislækna- þinginu sem haldið var nýlega á Akureyri. Lengst af var skollaeyrum skellt við kvörtunum sjúklinga um dagsyfju og hún helst álitin leti eða ómennska og til marks um slæman lífsstíl. Læknar og vís- indamenn hafa sýnt fyrirbærinu aukinn áhuga í seinni tíð og í rann- sókn þríeykisins kom á daginn að dágóður hópur íslenskra kvenna er talinn þjást af talsverðri eða mikilli dagsyfju. Allar fimmtugar konur á höfuðborgarsvæðinu voru spurðar um svefnvenjur, svefntruflanir, andlega og líkam- lega heilsu, lyfjanotkjun, tíða- hvarfaeinkenni og félagslegt um- hverfi. Af niðurstöðunum að dæma má það kallast eðlilegt að fimmtugar konur syfji á daginn og alls ekki til merkis um leti eða slæman lífsstíl. - bþs MEÐ TÆRNAR UPP Í LOFT Á MIÐJUM DEGI Dagsyfja plagar fjölda fimmtugra kvenna. Féð í Möðrudal á Möðrudalsöræfum er ekkert yfir sig ánægt þessa dag- ana. Það hefur verið sett í útgöngu- bann eftir eldgosið í Grímsvötnum og fær ekki að fara út fyrr en ein- hvern tíma eftir áramót. Bændur þar á bæ eru því með á þriðja hund- rað fjár á fullri gjöf, þótt nóvember- mánuður sé ekki nema rétt um það bil hálfnaður. „Við erum alveg með féð á gjöf, en höfum nýlega hleypt hestunum í stærra rými, þar sem þeir hafa hey og rennandi vatn, en geta jafnframt gripið í jörð,“ sagði Anna Birna Snæþórsdóttir, bóndi á Möðrudal á Möðrudalsöræfum. Skömmu eftir að gosið hófst í Grímsvötnum urðu bændur á Möðrudal að smala sam- an öllum bústofni sínum vegna öskufalls og hættu á flúoreitrun samfara því. Fyrr í vikunni rigndi hressilega og eftir það hafa hrossin fengið aukið frelsi. En féð verður alveg inni, samkvæmt ráðlegg- ingum þar til bærra fagmanna. „Þeir mælast til þess að það fari ekki út fyrr en eftir áramót,“ sagði Anna Birna. „Við erum því búin að rýja það.“ Í venjulegu ári háttar svo til, að féð hefur legið við opið fram í des- emberbyrjun, svo fremi sem tíðar- far hafi leyft það. Síðan hefur það verið tekið á hús. Þetta munar um það bil mánuði hvað við erum fyrr með þetta núna,“ sagði hún enn fremur. „Ærn- ar eru náttúrlega ekki vanar þessu og þær eru óskaplega snöggar ef maður gengur um dyr að reyna að drífa sig út. Það segir manni að þær þrá útiveruna sem aðstæður leyfa þeim þó ekki á þessu hausti.“ ■ BÍLASALA Bílaumboðin seldu 213 nýja bíla í síðustu viku, dagana 1.-5. nóvember. Flestir voru bílarnir af Toyota-gerð, 39 talsins, en Volkswagen kemur þar á eftir, 36 slíkir voru keyptir í síðustu viku. Vekur þetta nokkra athygli þar sem Toyota ber vanalega höfuð og herð- ar yfir aðrar tegundir. Ford var þriðja vinsælasta bíla- tegundin í síðustu viku, 21 slíkur var afhentur nýjum eigendum. Eng- in Lada var keypt í vikunni og sama máli gegnir um níu aðrar tegundir sem telja má góðkunningja á götum landsins. - bþs Eftirmál: Anna Birna Snæþórsdóttir bóndi á Möðrudal Á þriðja hundrað fjár í útgöngubanni Bílasalan í síðustu viku: 213 bílar keyptir Veðurhorfur: Kólnar á Kárahnjúk- um VEÐRIÐ Frostið fer niður í allt að 12 stig á Kárahnjúkum í vikunni, gangi spá Veðurstofu Íslands fyrir næstu daga eftir. Samkvæmt henni rokkar hitinn frá 0 gráðum og niður í mínus 12 og er búist við að kaldast verði á miðvikudag. Þá mun einnig hvessa og vindur ná 17 metra hraða á sekúndu. Það er því vissara fyrir starfsmennina þar efra að klæðast síðbrók svo kuldaboli bíti síður. - bþs FJALLAKAFFI Ferðamönnum sem heimsækja Möðrudal fer fjölgandi á milli ára að sögn Önnu Birnu Snæþórsdóttur. Þar er seld gisting allan ársins hring, auk þess sem Fjallakaffi er opið yfir sumartímann. VINSTRA FRAMLJÓS Á VOLKSWAGEN 36 nýir Vollar seldust í síðustu viku og 39 Toyotur. h e i m u r s k e m m t i l e g r a h l u t a o g h u g m y n d a meðan við bíðum eftir jólunum... ROKKANDI JÓLASVEINAR 2 JÓLASTJÖRNUR 950,- FÖNDUREFNI Í JÓLAKORT OG JÓLAKÚLUR KERTASKREYTINGAR í miklu úrvali SÝPRUSAR á frábæru verði tilboð50% afsláttur ný sending! UM HELGINA ILMANDI VÖFFLUKAFFI I I AF VÖLDUM SERÍUM 50% afsláttur S t e k k j a r b a k k a 4 - 6 - M j ó d d - S í m i 5 4 0 3 3 0 0 - w w w . g a r d h e i m a r . i s - g a r d h e i m a r @ g a r d h e i m a r . i s

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.