Fréttablaðið - 13.11.2004, Síða 19

Fréttablaðið - 13.11.2004, Síða 19
LAUGARDAGUR 13. nóvember 2004 Mazda6 – bíllinn sem þú verður að prófa Opið frá kl. 12-16 laugardaga » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á MÁNUDÖGUM VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur segist undrast ásakanir Þórólfs Árna- sonar, fráfarandi borgarstjóra, um rógburð. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson: Undrast bókun borgarstjórans STJÓRNMÁL Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, segist undrast bókun Þórólfs Árnasonar, fráfarandi borgarstjóra, þar sem hann sakar borgarfulltrúann um „vísvitandi rógburð“ um starfs- lokakjör sín. Þórólfur Árnason, borgarstjóri Reykvíkinga til mánaðamóta, vitnar í orðum sínum til fréttar DV þar sem því var haldið fram að Þórólfur fengi laun út ráðning- artíma sinn, 20 milljónir króna. Vilhjálmur segist harma að Þórólfur kjósi að túlka orð sín með þessum hætti enda hafi hann ekki fullyrt að hann fengi full laun greidd til loka kjörtímabilsins: „Ég nefndi aðeins að ég teldi það ekki útilokað miðað við á hvern hátt starfslok hans bar að, enda er það þekkt í borgarkerfinu að gerðir eru lengri starfslokasamn- ingar við æðstu starfsmenn borg- arinnar.“ Segir Vilhjálmur að hann geti ekki ráðið með hvaða hætti blaðið hafi slegið málinu upp:„Það var síður en svo ætlan mín að gefa til kynna að borgar- stjóri krefðist sérstakra biðlauna umfram það sem segir í hans ráðningarsamningi.“ - ás

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.