Fréttablaðið - 13.11.2004, Page 26

Fréttablaðið - 13.11.2004, Page 26
13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Hér í Bandaríkjunum er mikið rætt um leynivopn Bush í kosn- ingunum: hreyfingu kristinna íhaldsmanna sem hópaðist á kjör- stað í meiri mæli en nokkru sinni fyrr. Þessi mikla kjörsókn var ekki afleiðing af sjálfsprottinni ást á lýðræðinu heldur skipulagt herbragð Karls Rove, helsta ráð- gjafa Bush. Meðan fjölmiðlar ræddu ástandið í Írak, efnahags- málin og atvinnuástandið fóru hersveitir Roves með eldi um kirkjur landsins og söfnuðu evangelískum mótmælendum á kjörskrár og til fylgis við Bush. Klerkar notuðu predikunarstólinn til að flytja áróðursræður fyrir forsetann. Forsetinn gætti þess vandlega að kynda undir baráttu- þrek þessa hóps með kröftugri andstöðu sinni við hjónabönd samkynhneigðra og stofnfrumu- rannsóknir. John Kerry hélt því fram að stofnfrumurannsóknir snerust um framfarir í læknavís- indum en hinir kristnu settu mál- ið í samhengi við baráttuna gegn fóstureyðingum. Andstaðan við fóstureyðingar og hjónabönd samkynhneigðra eru límið sem heldur hreyfingunni saman og það má einu gilda hve margir eru drepnir í Írak, þær fréttir hafa engin áhrif á fylgispekt þeirra við Bush. Þessi hópur greiddi at- kvæði með vísan til „siðferðilegra gilda“. Þeir vilja banna fóstureyð- ingar og hjónabönd samkyn- hneigðra auk þess að virða rétt byssueigenda. Repúblikanar tala um að allt líf sé heilagt og því megi ekki deyða fóstur í móður- kviði. Svo snúa þeir sér við, ráðast á saklausa borgara í fjarlægum löndum og heimta dauðarefsingu yfir föngum. Nýr öldungadeildar- þingmaður Repúblikana, Tom Coburn frá Oklahoma, sameinar báðar hliðar þessa máls en hann styður dauðarefsingar á hendur læknum sem framkvæma fóstur- eyðingar. Coburn vakti sömuleiðis athygli fyrir yfirlýsingar um að lesbíur væru „grasserandi“ í grunnskólum í Oklahoma. Annar þingmaður Repúblikana frá Norð- ur-Dakóta vill banna samkyn- hneigðum og ógiftum barns- hafandi konum að starfa sem grunnskólakennarar. Margir Evr- ópubúar hafa tilhneigingu til að gera lítið úr áhrifum trúarbragða í stjórnmálum Vesturlanda. Kann- anir sýna að 7% Evrópubúa fara reglulega í kirkju. Hér vestra er hlutfallið 60%. Bush biðlaði til de- mókrata í sigurræðu sinni og rétti út sáttahönd eftir blóðuga kosn- ingabaráttu. Rétt er hins vegar að hafa í huga ummæli Karls Rove eftir kosningarnar 2000, þess efn- is að hugmyndinni um hófsama miðjustjórn hefði verið ýtt út af borðinu 30 sekúndum eftir kosn- ingar. Nýliðin kosningabarátta var sú dýrasta í sögunni og kristnu íhaldsmennirnir munu minna for- setann á pólitískt skuldaregistur hans. Þeir sjá nú á eftir helsta talsmanni sínum í stjórninni, John Ashcroft dómsmálaráðherra, en eftirmaður hans, Alberto Gonzal- es, er alinn upp undir handarjaðri Bush og mun ekkert gera til að styggja hið mikilvæga bakland hans. Hann studdi m.a. pyntingar gegn stríðsföngum frá Afganist- an, hefur dregið í efa að ákvæði Genfarsáttmálans eigi við í bar- áttunni gegn hryðjuverkum og er mikill fylgismaður dauðarefs- inga. Hann mun ekki liggja á liði sínu þegar ný orrusta hefst um bann í stjórnarskrá við hjóna- böndum samkynhneigðra og fóstureyðingum. Demókratar töl- uðu lítið sem ekkert um siðferði- leg gildi í kosningabaráttunni. Kaþólikkinn Kerry lítur á trúmál sem einkamál og forðaðist að ræða þau nema rétt á lokasprett- inum. Demókratar geta hins veg- ar ekki látið óáreittar tilraunir Repúblikana til að eigna sér Guð almáttugan. Framundan eru hörð átök um bandaríska þjóðarsál. Á vogarskálinni munu sitja umburð- arlyndi gegn sérhyggju, réttlæti gegn einstaklingsfrelsi. Skyldi Guð láta sjá sig? ■ Skyldi Guð láta sjá sig? Ameríkubréf SKÚLI HELGASON MAÐUR VIKUNNAR Óvænt atburðarás, sem ekki þarf að rekja, varð til þess að Reykvíkingar fá nýjan borgarstjóra á full- veldisdaginn næsta, 1. desember. Það er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem setið hefur í tíu ár í borgar- stjórn fyrir R-listann, sem þá tekur við lyklavöldum í ráðhúsinu. Steinunn er 39 ára gömul, sagnfræðing- ur að mennt, gift Ólafi Haraldssyni, grafískum hönn- uði, og eiga þau eitt barn. Hún er þriðja konan til að setjast í stól borgarstjóra. Á undan henni voru Auð- ur Auðuns í stuttan tíma og síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í tæp níu ár. Eins og Ingibjörg Sólrún á Steinunn að baki sagnfræðinám og sama er að segja um valdamesta mann veraldar um þessar mundir, Bush Bandaríkjaforseta. Hvort þetta er merki um nýtt blómaskeið sagnfræð- inga í valdastöðum á alþjóðavísu skal ósagt látið en hér á landi er þetta vissulega tilbreyting frá lög- fræðingahefðinni. Steinunn er Samfylkingar- kona en var áður í Kvenna- listanum. Hún hóf pólitísk afskipti í Háskóla Íslands, varð forystumaður Röskvu og sem slík kjörin formaður Stúdentaráðs. Þeir sem þekkja hana segja að þótt hún sé vinstri maður sé hún „pragmat- isti“ en ekki nein byltingar- kona. Góðborgarar Reykja- víkur ættu því ekki að þurfa að eiga svefnlausar nætur. Hún er þó ekki al- veg útreiknanleg eins og sannaðist á ávarpi hennar á Austurvelli 17. júní 2002 þegar hún notaði tækifær- isávarp formanns þjóðhátíðarnefndar til að gagnrýna ríkis- stjórnina fyrir að tak- marka ferðafrelsi Falun Gong-fólks sem hingað hafði komið til að mótmæla heimsókn forseta Kína. Sagði hún að það væri kaldhæðnis- legt að Íslendingar, sem fyrstir þjóða viðurkenndu sjálfstæði Litháens svo eft- ir var tekið á alþjóðavettvangi, skyldu nú vera í heimsfréttum vegna skerðingar á mannréttindum og ákveðinnar tegundar af kyn- þáttahyggju. Vakti þetta mikla óánægju þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, sem kvað Steinunni hafa misnotað aðstöðu sína við hátíðar- höldin. Margir aðrir fögnuðu orðum hennar og töldu þau tímabær. Steinunn skipaði fjórða sætið á Reykjavíkurlist- anum í borgarstjórnarkosningum fyrir tveimur árum. Hún hefur starfað með R-listanum frá upphafi og setið í borgarstjórn allar götur síðan Sjálfstæðis- flokkurinn var sigraður eftir langt valdaskeið árið 1994. Hún var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs fyrstu tvö kjörtímabilin og þótti standa sig ágætlega á þeim vettvangi. Hún er sögð rösk til verka og áhugasöm um allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Síðastliðin tvö ár hefur hún verið formaður Skipu- lagsnefndar sem margir telja vandasamara verk- efni; eru skoðanir mjög skiptar um það innan R-list- ans sem utan hvort Steinunn hafi náð góðum tökum á því. Gagnrýnendur benda á tvö „klúður“ sem þeir telja hana bera ábyrgð á: deiluna um Austurbæj- arbíó og Hringbrautarfram- kvæmdirnar. Hefur R-listinn logað í deilum um hvort tveggja. Steinunn þótti sýna mikla ákveðni þegar hún varði stefnu borgaryfir- valda í þessum málum og fyrir vikið skapaðist það umtal í bænum að hún væri orðin þóttafullur valdsmaður án tengsla við grasrót- ina. Var í því sam- bandi talað um hana sem innanbúðar- manneskju í „ráð- húsklíkunni“ sem svo hefur verið nefnd. Steinunn á í raun- inni engan feril að ráði í atvinnulíf- inu, var um tíma s t a r f s m a ð u r Kvenfélagasam- bandsins á Hall- veigarstöðum en að öðru leyti hefur pólitíkin verið vettvangur hennar í leik og starfi. Telja ýmsir það veikja hana í starfi enda var það talinn einn höfuðkostur fráfarandi borgarstjóra, Þórólfs Árnasonar, að þar væri á ferð þaulreyndur stjórnandi úr viðskiptalíf- inu. Hitt er þó talið veikja hana enn meir að hún kemur ekki í borgarstjóraembættið sem leiðtogi sem getur tekið af skarið í umdeildum málum held- ur sem síðasti kostur í langvinnri togstreitu í borg- arstjórnarflokknum um völd og áhrif. Sagt er að hún hafi orðið fyrir valinu vegna þess að engum „hinna stóru“ (miðaldra karlar sem flestir eða allir stefna á borgarstjórastólinn „við betra tækifæri“) finnist að hún ógni sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir hafi misreiknað sig. ■ Rösk kona í ráðhúsið STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR VERÐANDI BORGARSTJÓRI TEIK NIN G: H ELG I SIG . - W WW .HU GVE RKA .IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.