Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2004, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 13.11.2004, Qupperneq 26
13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Hér í Bandaríkjunum er mikið rætt um leynivopn Bush í kosn- ingunum: hreyfingu kristinna íhaldsmanna sem hópaðist á kjör- stað í meiri mæli en nokkru sinni fyrr. Þessi mikla kjörsókn var ekki afleiðing af sjálfsprottinni ást á lýðræðinu heldur skipulagt herbragð Karls Rove, helsta ráð- gjafa Bush. Meðan fjölmiðlar ræddu ástandið í Írak, efnahags- málin og atvinnuástandið fóru hersveitir Roves með eldi um kirkjur landsins og söfnuðu evangelískum mótmælendum á kjörskrár og til fylgis við Bush. Klerkar notuðu predikunarstólinn til að flytja áróðursræður fyrir forsetann. Forsetinn gætti þess vandlega að kynda undir baráttu- þrek þessa hóps með kröftugri andstöðu sinni við hjónabönd samkynhneigðra og stofnfrumu- rannsóknir. John Kerry hélt því fram að stofnfrumurannsóknir snerust um framfarir í læknavís- indum en hinir kristnu settu mál- ið í samhengi við baráttuna gegn fóstureyðingum. Andstaðan við fóstureyðingar og hjónabönd samkynhneigðra eru límið sem heldur hreyfingunni saman og það má einu gilda hve margir eru drepnir í Írak, þær fréttir hafa engin áhrif á fylgispekt þeirra við Bush. Þessi hópur greiddi at- kvæði með vísan til „siðferðilegra gilda“. Þeir vilja banna fóstureyð- ingar og hjónabönd samkyn- hneigðra auk þess að virða rétt byssueigenda. Repúblikanar tala um að allt líf sé heilagt og því megi ekki deyða fóstur í móður- kviði. Svo snúa þeir sér við, ráðast á saklausa borgara í fjarlægum löndum og heimta dauðarefsingu yfir föngum. Nýr öldungadeildar- þingmaður Repúblikana, Tom Coburn frá Oklahoma, sameinar báðar hliðar þessa máls en hann styður dauðarefsingar á hendur læknum sem framkvæma fóstur- eyðingar. Coburn vakti sömuleiðis athygli fyrir yfirlýsingar um að lesbíur væru „grasserandi“ í grunnskólum í Oklahoma. Annar þingmaður Repúblikana frá Norð- ur-Dakóta vill banna samkyn- hneigðum og ógiftum barns- hafandi konum að starfa sem grunnskólakennarar. Margir Evr- ópubúar hafa tilhneigingu til að gera lítið úr áhrifum trúarbragða í stjórnmálum Vesturlanda. Kann- anir sýna að 7% Evrópubúa fara reglulega í kirkju. Hér vestra er hlutfallið 60%. Bush biðlaði til de- mókrata í sigurræðu sinni og rétti út sáttahönd eftir blóðuga kosn- ingabaráttu. Rétt er hins vegar að hafa í huga ummæli Karls Rove eftir kosningarnar 2000, þess efn- is að hugmyndinni um hófsama miðjustjórn hefði verið ýtt út af borðinu 30 sekúndum eftir kosn- ingar. Nýliðin kosningabarátta var sú dýrasta í sögunni og kristnu íhaldsmennirnir munu minna for- setann á pólitískt skuldaregistur hans. Þeir sjá nú á eftir helsta talsmanni sínum í stjórninni, John Ashcroft dómsmálaráðherra, en eftirmaður hans, Alberto Gonzal- es, er alinn upp undir handarjaðri Bush og mun ekkert gera til að styggja hið mikilvæga bakland hans. Hann studdi m.a. pyntingar gegn stríðsföngum frá Afganist- an, hefur dregið í efa að ákvæði Genfarsáttmálans eigi við í bar- áttunni gegn hryðjuverkum og er mikill fylgismaður dauðarefs- inga. Hann mun ekki liggja á liði sínu þegar ný orrusta hefst um bann í stjórnarskrá við hjóna- böndum samkynhneigðra og fóstureyðingum. Demókratar töl- uðu lítið sem ekkert um siðferði- leg gildi í kosningabaráttunni. Kaþólikkinn Kerry lítur á trúmál sem einkamál og forðaðist að ræða þau nema rétt á lokasprett- inum. Demókratar geta hins veg- ar ekki látið óáreittar tilraunir Repúblikana til að eigna sér Guð almáttugan. Framundan eru hörð átök um bandaríska þjóðarsál. Á vogarskálinni munu sitja umburð- arlyndi gegn sérhyggju, réttlæti gegn einstaklingsfrelsi. Skyldi Guð láta sjá sig? ■ Skyldi Guð láta sjá sig? Ameríkubréf SKÚLI HELGASON MAÐUR VIKUNNAR Óvænt atburðarás, sem ekki þarf að rekja, varð til þess að Reykvíkingar fá nýjan borgarstjóra á full- veldisdaginn næsta, 1. desember. Það er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sem setið hefur í tíu ár í borgar- stjórn fyrir R-listann, sem þá tekur við lyklavöldum í ráðhúsinu. Steinunn er 39 ára gömul, sagnfræðing- ur að mennt, gift Ólafi Haraldssyni, grafískum hönn- uði, og eiga þau eitt barn. Hún er þriðja konan til að setjast í stól borgarstjóra. Á undan henni voru Auð- ur Auðuns í stuttan tíma og síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í tæp níu ár. Eins og Ingibjörg Sólrún á Steinunn að baki sagnfræðinám og sama er að segja um valdamesta mann veraldar um þessar mundir, Bush Bandaríkjaforseta. Hvort þetta er merki um nýtt blómaskeið sagnfræð- inga í valdastöðum á alþjóðavísu skal ósagt látið en hér á landi er þetta vissulega tilbreyting frá lög- fræðingahefðinni. Steinunn er Samfylkingar- kona en var áður í Kvenna- listanum. Hún hóf pólitísk afskipti í Háskóla Íslands, varð forystumaður Röskvu og sem slík kjörin formaður Stúdentaráðs. Þeir sem þekkja hana segja að þótt hún sé vinstri maður sé hún „pragmat- isti“ en ekki nein byltingar- kona. Góðborgarar Reykja- víkur ættu því ekki að þurfa að eiga svefnlausar nætur. Hún er þó ekki al- veg útreiknanleg eins og sannaðist á ávarpi hennar á Austurvelli 17. júní 2002 þegar hún notaði tækifær- isávarp formanns þjóðhátíðarnefndar til að gagnrýna ríkis- stjórnina fyrir að tak- marka ferðafrelsi Falun Gong-fólks sem hingað hafði komið til að mótmæla heimsókn forseta Kína. Sagði hún að það væri kaldhæðnis- legt að Íslendingar, sem fyrstir þjóða viðurkenndu sjálfstæði Litháens svo eft- ir var tekið á alþjóðavettvangi, skyldu nú vera í heimsfréttum vegna skerðingar á mannréttindum og ákveðinnar tegundar af kyn- þáttahyggju. Vakti þetta mikla óánægju þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, sem kvað Steinunni hafa misnotað aðstöðu sína við hátíðar- höldin. Margir aðrir fögnuðu orðum hennar og töldu þau tímabær. Steinunn skipaði fjórða sætið á Reykjavíkurlist- anum í borgarstjórnarkosningum fyrir tveimur árum. Hún hefur starfað með R-listanum frá upphafi og setið í borgarstjórn allar götur síðan Sjálfstæðis- flokkurinn var sigraður eftir langt valdaskeið árið 1994. Hún var formaður Íþrótta- og tómstundaráðs fyrstu tvö kjörtímabilin og þótti standa sig ágætlega á þeim vettvangi. Hún er sögð rösk til verka og áhugasöm um allt sem hún tekur sér fyrir hendur. Síðastliðin tvö ár hefur hún verið formaður Skipu- lagsnefndar sem margir telja vandasamara verk- efni; eru skoðanir mjög skiptar um það innan R-list- ans sem utan hvort Steinunn hafi náð góðum tökum á því. Gagnrýnendur benda á tvö „klúður“ sem þeir telja hana bera ábyrgð á: deiluna um Austurbæj- arbíó og Hringbrautarfram- kvæmdirnar. Hefur R-listinn logað í deilum um hvort tveggja. Steinunn þótti sýna mikla ákveðni þegar hún varði stefnu borgaryfir- valda í þessum málum og fyrir vikið skapaðist það umtal í bænum að hún væri orðin þóttafullur valdsmaður án tengsla við grasrót- ina. Var í því sam- bandi talað um hana sem innanbúðar- manneskju í „ráð- húsklíkunni“ sem svo hefur verið nefnd. Steinunn á í raun- inni engan feril að ráði í atvinnulíf- inu, var um tíma s t a r f s m a ð u r Kvenfélagasam- bandsins á Hall- veigarstöðum en að öðru leyti hefur pólitíkin verið vettvangur hennar í leik og starfi. Telja ýmsir það veikja hana í starfi enda var það talinn einn höfuðkostur fráfarandi borgarstjóra, Þórólfs Árnasonar, að þar væri á ferð þaulreyndur stjórnandi úr viðskiptalíf- inu. Hitt er þó talið veikja hana enn meir að hún kemur ekki í borgarstjóraembættið sem leiðtogi sem getur tekið af skarið í umdeildum málum held- ur sem síðasti kostur í langvinnri togstreitu í borg- arstjórnarflokknum um völd og áhrif. Sagt er að hún hafi orðið fyrir valinu vegna þess að engum „hinna stóru“ (miðaldra karlar sem flestir eða allir stefna á borgarstjórastólinn „við betra tækifæri“) finnist að hún ógni sér. Það á eftir að koma í ljós hvort þeir hafi misreiknað sig. ■ Rösk kona í ráðhúsið STEINUNN VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR VERÐANDI BORGARSTJÓRI TEIK NIN G: H ELG I SIG . - W WW .HU GVE RKA .IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.