Fréttablaðið - 13.11.2004, Page 32
„Meinfýsnishlakkandi úrtölumenn víða um heim hafa
einblínt á erfiðleikana sem vissulega er við að etja í
Írak og virðast telja deilur um aðdraganda innrásarinn-
ar skipta meira máli en frelsi og framtíðarvonir Íraka.“
Davíð Oddsson utanríkisráðherra, 11. nóvember 2004.
„Það er alveg fráleitt af hæstvirtum forsætisráðherra
að hlaupa í þessa vörn fyrir olíufélögin. Er þetta forsæt-
isráðherra olíufélaganna? Ég spyr?“
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, 8.
nóvember 2004.
Survivor á tjarnarbakkanum
„Þetta er bara eins og survivor!“ varð glögg-
um blaðamanni að orði þegar niðurstaða R-
listans varð sú að sá borgarfulltrúi sem fæst-
um væri í nöp við yrði næsti borgarstjóri
Reykjavíkur. Fyrst bolar Alfreð Degi út og svo
koll af kolli. Eldri blaðamaður benti aftur á
móti á að Steinunn Valdís nyti framsóknar-
tengsla sinna: hún er tengdadóttir Haraldar
Ólafssonar, mannfræðings og fyrrverandi al-
þingismanns Framsóknarflokksins.
Að kenna gömlum hundi að sitja
Davíð Oddsson er kominn til starfa aftur af
fullum krafti og flutti skýrslu utanríkisráðherra
sköruglega eins og hans var von og vísa. Það
hefur vakið athygli blaðamanna að Davíð
virðist eiga mjög erfitt með að muna að
hann er ekki lengur forsætisráðherra. Að
minnsta kosti á hann það til að fara út um
forsætisráðherradyrnar á fundarherbergi ríkis-
stjórnarinnar. Hefð er fyrir því að forsætisráð-
herra gangi einn þar út og mæti pressunni
að loknum fundum en hinir ráðherrarnir tín-
ist út um bakdyrnar. Nema hinn gleymni
Davíð. En segja ekki gárungarnir að Halldór
Ásgrímsson sé forsætisráðherra í ríkisstjórn
Davíðs Oddssonar?
Guðrún Ögmundsdóttir
Á einum tímapunkti þegar val borgarstjóra
stóð yfir hjá R-listanum varð einum foringj-
anna að orði að sækja yrði borgarstjórann í
raðir núverandi eða fyrrverandi borgarfulltrúa.
Upphófust miklar spekúlasjónir og datt
mönnum einna helst í hug að hér væri verið
að opna á Guðrúnu Ögmundsdóttur, alþing-
ismann og fyrrverandi borgarfulltrúa. Hún
þykir ekki hið einasta afbragðsgestgjafi held-
ur hefði það leyst mál Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, sem er einmitt varaþingmaður í
kjördæmi Guðrúnar.
Óvænt tíðindi
Svo óvænt var raunar kjör
Steinunnar Valdísar að
þegar þingflokki Sam-
fylkingarinnar var
kynnt hvað í aðsigi
væri síðdegis á mið-
vikudag héldu fleiri
en einn og fleiri en
tveir að tíðinda-
maðurinn
væri að
gantast.
32 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR
Enginn þorir lengur að slá
því föstu að R-listinn bjóði
fram að nýju i næstu borg-
arstjórnarkosningum.
Vinstri grænir nefna mögu-
leika á kosningabandalagi
þriggja framboða í stað R-
lista.
„Spurning: Hvað er sameiginlegt
með Jassir Arafat og R-listanum?
Svar: Báðir eru við rosalega góða
heilsu.“ Þessi kaldhæðna skrítla
gekk manna á millum á SMS-
skilaboðum í baklandi Vinstri
grænna í síðustu viku. Fátt lýsir
betur ástandinu innan Reykjavík-
urlistans. Varla nokkur málsmet-
andi maður í flokkunum þremur
sem að listanum standa í Reykja-
vík talar um næstu borgarstjórn-
arkosningar eftir hálft annað ár
öðruvísi en að tala um „ef“ R-list-
inn bjóði fram á ný. Opinberlega
reyna forystumenn vitaskuld að
bera sig vel en eins og Vinstri-
grænna skrítlan ber með sér,
fylgir hugur varla máli.
Engum leynist að Steinunni
Valdísi Óskarsdóttur, nýkjörnum
borgarstjóra, er mjög í mun að
halda R-listanum saman, enda
hefur hún látið í það skína að hún
sér í raun meiri R-listamanneskja
en Samfylkingarkona: „Ég er R-
listakona í húð og hef fjárfest í
Reykjavíkurlistanum í pólitík og
finnst það rökrétt framhald af
svipuðu samstarfi í Röskvu og
Grósku.“
Skoðanir eru skiptar meðal
samfylkingarmanna um hvort
flokkurinn geti unað við niður-
stöðu borgarstjóramálsins. Ann-
ars vegar fagna menn að flokkur-
inn eigi borgarstjórann en á hinn
bóginn harma menn að annar
flokkur skuli ráða hver setjist í
stólinn. Samfylkingin er lang-
stærst R-listaflokkanna og því
finnst mörgum freistandi að
bjóða fram sér í næstu kosning-
um. Opinberlega tala forystu-
mennirnir um að R-listinn hafi
sýnt styrk með því að ná að leiða
málið til lykta með svo skjótum
hætti sem raun ber vitni. Stefán
Jón Hafstein segir: „Ég held að
þetta mál sýni að fólk vilji um-
fram allt að R-listinn haldi áfram
og það má sjá í málinu vísbend-
ingar um að það sé meiri töggur í
honum en flestir hafa gefið í
skyn.“
Formaður flokksins, Össur
Skarphéðinsson, segir að það sé
mikil seigla í R-listanum: „En
hann verður að taka sér tak og
skilgreina hvaða áherslur hann
ætlar að hafa. Hann hefur verið
við völd í tíu ár og rétt eins og
stjórnmálaflokkur sem verið
hefur lengi við völd, verður hann
að sýna fram á að hann geti
endurnýjað sig hugmyndalega.“
Þótt forystumennirnir séu þó
þetta bjartsýnir út á við eru menn
mun svartsýnni í tali sín á milli
og virðast fæstir trúa á R-lista-
framboð 2006.
Alfreð Þorsteinsson, borgar-
fulltrúi Framsóknarflokksins,
reyndist ekki hafa styrk til að
standa við tilboð um að Dagur
Eggertsson yrði borgarstjóri.
Anna Kristinsdóttir, stallsystir
hans, beitti neitunarvaldi fyrir
tilstilli flokksforystunnar eftir
því sem heimildir herma og varð
Alfreð að bakka við svo búið.
Halldór Ásgrímsson og Árni
Magnússon stóðu þar að baki en
hvorugur þeirra hefur leynt
andúð sinni á Reykjavíkurlistan-
um á undanförnum misserum. Al-
freð hefur hins vegar verið einna
ákafastur í að halda R-listanum
saman en hann stýrir sem kunn-
ugt er Orkuveitunni, langauðug-
asta borgarfyrirtækinu. „Það eru
ekki góð tíðindi fyrir R-listann að
hann hafi látið í minni pokann
fyrir Halldóri og Árna,“ segir
innanbúðarmaður. Einn af for-
ystumönnum Samfylkingarinnar
í Reykjavík gengur enn lengra:
„Árni Magnússon hefur tekið
völdin af Alfreð. Það er bara
fyrsta skrefið í að ganga frá hon-
um, eins og flokksforystan hefur
lengi viljað.“ Sjálfur segir Alfreð:
„Það veit enginn á þessu stigi
hvort R-listinn býður fram næst.“
Ögmundur Jónasson, þing-
maður Vinstri grænna í Reykja-
vík, segir: „Það verður að koma i
ljós hvort flokkarnir þrír bjóði
fram sameiginlegan R-lista eða
gangi til kosninga hver í sínu lagi
með heitstrengingar um að vinna
saman að loknum kosningum.
Mér finnst líklegra en ekki að
einhvers konar samstarf verði
uppi á teningnum.“ ■
stjornmal@frettabladid.is
Úr bakherberginu...
nánar á visir.is
Þegar ég var í Menntaskólanum í
Reykjavík á þeim tíma sem seinna var
kallaður framsóknaráratugurinn var
einu sinni gerð skoðanakönnun um
fylgi við stjórnmálaflokkanna. Ég man
ekki niðurstöðurnar í smáatriðum en
þó man ég að það reyndist enginn
framsóknarmaður vera í 700 manna
skólanum! Og samt voru Siv Friðleifs-
dóttir þingmaður, Einar Sveinbjörns-
son bæjarfulltrúi og Pétur Gunnars-
son, altmúligmaður þingflokks fram-
sóknarmanna, öll í MR á þessum tíma.
Og engum datt í hug að þau væru
framsóknarmenn, kannski ekki einu
sinni þeim sjálfum.
Ekki er langt síðan að ung og efni-
leg kona kom að máli við mig og bað
mig um að ráða sér heilt á frama-
brautinni. Ég sagði henni að hún ætti
að ganga beinustu leið í Framsóknar-
flokkinn og sagðist tilbúinn að veðja
við hana að hún yrði komin á þing
innan fimm ára. Ég minnist þess líka
að einn helsti forystumaður Fram-
sóknarflokksins dásamaði Guðmund
blaðamann Steingrímsson, Her-
mannssonar glímukappa Jónassonar,
nýlega í prívatsamtali og sagði þar
mesta framsóknarefni sem komið
hefði fram í lengri tíma. Kunningi
minn hlýddi á forystumann þennan
(sem þekktari er fyrir að ljúka lofsorði
á kýr en menn) í nokkurri forundran
enda hefur téður Guðmundur farið
heldur leynt með meinta framsóknar-
mennsku sína. Fór svo að vinurinn dró
í efa að Guðmundur væri framsóknar-
megin í tilverunni. Framsóknarleiðtog-
inn horfði á hann skilningssljóum aug-
um og minnti á að þarna færu saman
góð gen og greið leið til frama: Hvað
var eiginlega vandamálið?
Já, ólíklegustu menn finna í sér
framsóknarmanninn seint á ævinni og
er Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmað-
ur Halldórs Ásgrímssonar, nýjasta
dæmið. Hjálmar Árnason var róttækur
Alþýðubandalagsmaður langt fram
eftir aldri (seinþroska að eigin sögn)
þar til hann sá ljósið: „Framsóknar-
stefnan setur manninn og velferð
hans í öndvegi.“ Hver getur ekki skrif-
að upp á það? En vikan í pólítik sýnir
okkur einmitt þetta: Vitnað hefur verið
til orða fyrrverandi gjaldkera flokksins
að Framsókn komi mönnum í áhrifa-
stöður og fái síðan tíund af launum.
Framsóknarflokkurinn hefur reyndar
sjaldan eða aldrei verið öflugri þar
sem hann situr eins og klettur í hafinu
á miðju íslenskra stjórnmála. Í landi
samsteypustjórna komast þeir til
áhrifa sem geta fallerað frú Framsókn.
Húsráðandinn í hvíta húsinu við Lækj-
argötu þarf ekki einu sinni að byrsta
sig til að læknakandídatinn Dagur og
fræðslumálaforkólfurinn Stefán éti
það sem úti frýs og Steinunn Valdís er
með pálmann í höndunum.
Mér segir svo hugur að margur sem
hefur horft upp á hvernig framsóknar-
menn ráða öllu sem þeir vilja ráða
hugsi „If you can’t beat them, join
them“. Eru ekki allir framsóknarmenn
inni við beinið?
Og meira að segja ég sjálfur, ég
verð bara að viðurkenna að þegar
pyngjan hefur verið hvað léttust og
umsóknum um stöður ekki einu sinni
verið svarað, þá hefur mér stundum
fundist að yfir mig færðist undarleg
græn slikja.
VIKA Í PÓLITÍK
ÁRNI SNÆVARR SKRIFAR
Við erum öll framsóknar-
menn inni við beinið
Ódýrar jólagjafir!
Barna myndbönd (Disney ofl.)
Fótboltatreyjur barna. Verð 1.400,-
Spiderman 2 bolir. Verð 1.000,-
Flíspeysur (fullorðins). Verð 990,-
Geisladiskar frá kr. 300,-
DVD myndir, úrval af nýjum og gömlum myndum
PC tölvuleikir frá kr. 400,-
Bolir: 50 Cent og Metallica. Verð 1.000,-
Fjarstýrðir Formula bílar. Verð 3.990,-
Yu-Gi-Oh kort. Verð frá kr. 390,-
Einnig, úrasett, laser (2 virkur), kerti á leiði, úlpur,
Leigumyndbönd á 500 kr. og margt fleira.
Jólamarkaðurinn í Glæsibæ.
(Álfheimum 74)
Opið 10 – 18 virka daga og 10-16 laugardaga .
Uppl. í síma 659-9945. Sendum í póstkröfu.
UMMÆLI VIKUNNAR,, U MÆLI VIKUN AR ,,
R-LISTINN Stefán Jón Hafstein, Anna Kristinsdóttir og Árni Þór Sigurðsson tilkynna blaðamönnum kjör nýs borgarstjóra, hugsanlega síð-
asta borgarstjóra R-listans.
Framtíð Reykjavíkur-
listans í algjörri óvissu
Þeir komast til
áhrifa sem geta
fallerað frú Framsókn.
,,