Fréttablaðið - 13.11.2004, Síða 55
LAUGARDAGUR 13. nóvember 2004 43
„Flest af því sem ég er að lesa
núna er tengt vinnu minni. Bókum
rignir inn til mín, sumt er ágæt-
lega læsilegt, annað vildi ég helst
vera laus við,“ segir Egill Helga-
son. „Ég var að lesa sakamálasög-
una hans Þráins, Dauðans óvissi
tími. Mér finnst hún athyglisverð
vegna þess að hún er ekki bara
glæpasaga heldur líka breið sam-
félagslýsing, þjóðarspegill – Þrá-
inn er að skrifa um nýjan veru-
leika í bisnesslífinu hér og tengsl
viðskiptanna við pólitíkina. Það er
bæði vogað og lofsvert hjá honum
og ég á von á að miklar umræður
verði um þessa bók.
Ég var líka að lesa Andræði
eftir Sigfús Bjartmarsson – þar er
annar rithöfundur að fást við sam-
félagsveruleikann, en með allt
öðrum hætti. Kannski er krítísk
sýn Þráins og Sigfúsar samt ekki
svo ólík þótt formið sé allt annað.
Andræði Sigfúsar eru öfugmæla-
vísur, rímaðar og stuðlaðar inn að
beini og fjalla um jafnhversdags-
lega hluti og fjölmiðlana, við-
skiptalífið, olíusamráð, kvótakerfi
og fleira.
Var svo að glugga í tvær ævi-
sögur, um Jóhann Sigurjónsson
eftir Jón Viðar Jónsson og Héðin
Valdimarsson eftir Matthías Við-
ar. Mér finnst bókin um Jóhann
forvitnileg, en þó háir það henni
að hún er of löng og perspektívið
skortir svolítið, en bókin um Héð-
in er eiginlega ekki um hann,
heldur er tíðarandaspegill
Reykjavíkur í lok 19. aldar. Vel
skrifað en nokkuð stefnulaust.
Svo hef ég verið að lesa bresk-
an heimspeking sem heitir John
Gray, pantaði nokkrar bækur
eftir hann á Amazon. Þetta er
heldur bölsýnisleg fílósófía, Gray
gagnrýnir ofurtrúna á framfarir
og vísindi sem einkennir samtím-
ann og líka hroka mannanna sem
telja sig yfirstjórnendur heimsins
og einu skepnuna sem er einhvers
virði í honum.“ ■
Kynntar hafa verið tilnefningar
til bresku Whitbread-verðlaun-
anna. Í skáldsagnageiranum eru
tilnefndar bækurnar Case
Histories eftir Kate Atkinson,
Birds Without Wings eftir Louis
de Berniéres, The Line of Beauty
eftir Alan Hollinghurst og Small
Island eftir Andreu Levy. Í þetta
sinn veðja margir á The Line of
Beauty eftir Hollinghurst en bók-
in fékk Booker-verðlaunin á dög-
unum. Engin bók í sögu þessara
verðlauna hefur hreppt bæði
Booker- og Whitbread-verðlaun-
in. Tilkynnt verður um sigur-
vegara 25. janúar.
Tilnefndar eru bækur í hinum
ýmsu flokkum. Í flokknum besta
frumraunin er, ásamt öðrum bók-
um, að finna Jonathan Strange &
Mr. Norrell eftir Súsönnu Clarke.
Fyrirfram er búist er við að
Clarke sigri í þeim flokki. Bókin
var ekki tilnefnd til Booker-verð-
launanna en salan á henni er 60
prósentum meiri en á The Line of
Beauty sem hreppti þau verð-
laun. ■
Virtustu bókmenntaverðlaun
Frakka, Goncourt, komu í hlut
hins 32 ára Laurent Gaudé fyrir
skáldsöguna Le soleil des Scorta.
Þetta er fjölskyldusaga fátækra
Ítala frá 1870 til dagsins í dag.
Bókin hlaut misjafna dóma gagn-
rýnenda en almenningur hefur
tekið henni mjög vel.
Önnur virt frönsk bókmennta-
verðlaun, Renaudot, voru einnig
veitt á dögunum. Verðlaunahafinn,
Irène Némirovsky, lést í Ausch-
witz árið 1942, 39 ára gömul. Bók-
in, Suite Française, var skrifuð
einhvern tíma á árunum 1940-1941
en kom út í fyrsta sinn fyrir
tveimur mánuðum. Dóttir höfund-
arins hafði varðveitt handritið. Í
skáldsögunni segir frá daglegu lífi
í frönsku þorpi sem hersetið er af
Þjóðverjum. Ágreiningur var um
það meðal dómnefndar hvort rétt
væri að verðlauna handrit eftir
látinn höfund. Einn dómnefndar-
manna bar mikið lof á bókina en
bætti við að ef verðlauna ætti látið
fólk mætti allt eins veita verðlaun-
in næsta ár fyrir óbirtan texta
eftir Alexandre Dumas. Annar
dómnefndarmaður sagði að verð-
launin ættu að fara til góðrar bók-
ar sem væri nýkomin út og að það
hefði verið gert í þessu tilviki. ■
EGILL HELGASON „Þráinn er að skrifa um nýjan veruleika í bisnesslífinu hér og tengsl
viðskiptanna við pólitíkina. Það er bæði vogað og lofsvert hjá honum og ég á von á að
miklar umræður verði um þessa bók.“
Krítísk sýn
Þráins og
Sigfúsar
ALAN HOLLINGHURST Fékk Bookerinn
á dögunum og nú er jafnvel búist við að
hann hirði Whitbread-verðlaunin.
LAURENT GAUDÉ Hlaut virtustu bók-
menntaverðlaun Frakka, Goncourt.
Tvöfaldur Hollinghurst?
Frakkar veita verðlaun