Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.11.2004, Qupperneq 55

Fréttablaðið - 13.11.2004, Qupperneq 55
LAUGARDAGUR 13. nóvember 2004 43 „Flest af því sem ég er að lesa núna er tengt vinnu minni. Bókum rignir inn til mín, sumt er ágæt- lega læsilegt, annað vildi ég helst vera laus við,“ segir Egill Helga- son. „Ég var að lesa sakamálasög- una hans Þráins, Dauðans óvissi tími. Mér finnst hún athyglisverð vegna þess að hún er ekki bara glæpasaga heldur líka breið sam- félagslýsing, þjóðarspegill – Þrá- inn er að skrifa um nýjan veru- leika í bisnesslífinu hér og tengsl viðskiptanna við pólitíkina. Það er bæði vogað og lofsvert hjá honum og ég á von á að miklar umræður verði um þessa bók. Ég var líka að lesa Andræði eftir Sigfús Bjartmarsson – þar er annar rithöfundur að fást við sam- félagsveruleikann, en með allt öðrum hætti. Kannski er krítísk sýn Þráins og Sigfúsar samt ekki svo ólík þótt formið sé allt annað. Andræði Sigfúsar eru öfugmæla- vísur, rímaðar og stuðlaðar inn að beini og fjalla um jafnhversdags- lega hluti og fjölmiðlana, við- skiptalífið, olíusamráð, kvótakerfi og fleira. Var svo að glugga í tvær ævi- sögur, um Jóhann Sigurjónsson eftir Jón Viðar Jónsson og Héðin Valdimarsson eftir Matthías Við- ar. Mér finnst bókin um Jóhann forvitnileg, en þó háir það henni að hún er of löng og perspektívið skortir svolítið, en bókin um Héð- in er eiginlega ekki um hann, heldur er tíðarandaspegill Reykjavíkur í lok 19. aldar. Vel skrifað en nokkuð stefnulaust. Svo hef ég verið að lesa bresk- an heimspeking sem heitir John Gray, pantaði nokkrar bækur eftir hann á Amazon. Þetta er heldur bölsýnisleg fílósófía, Gray gagnrýnir ofurtrúna á framfarir og vísindi sem einkennir samtím- ann og líka hroka mannanna sem telja sig yfirstjórnendur heimsins og einu skepnuna sem er einhvers virði í honum.“ ■ Kynntar hafa verið tilnefningar til bresku Whitbread-verðlaun- anna. Í skáldsagnageiranum eru tilnefndar bækurnar Case Histories eftir Kate Atkinson, Birds Without Wings eftir Louis de Berniéres, The Line of Beauty eftir Alan Hollinghurst og Small Island eftir Andreu Levy. Í þetta sinn veðja margir á The Line of Beauty eftir Hollinghurst en bók- in fékk Booker-verðlaunin á dög- unum. Engin bók í sögu þessara verðlauna hefur hreppt bæði Booker- og Whitbread-verðlaun- in. Tilkynnt verður um sigur- vegara 25. janúar. Tilnefndar eru bækur í hinum ýmsu flokkum. Í flokknum besta frumraunin er, ásamt öðrum bók- um, að finna Jonathan Strange & Mr. Norrell eftir Súsönnu Clarke. Fyrirfram er búist er við að Clarke sigri í þeim flokki. Bókin var ekki tilnefnd til Booker-verð- launanna en salan á henni er 60 prósentum meiri en á The Line of Beauty sem hreppti þau verð- laun. ■ Virtustu bókmenntaverðlaun Frakka, Goncourt, komu í hlut hins 32 ára Laurent Gaudé fyrir skáldsöguna Le soleil des Scorta. Þetta er fjölskyldusaga fátækra Ítala frá 1870 til dagsins í dag. Bókin hlaut misjafna dóma gagn- rýnenda en almenningur hefur tekið henni mjög vel. Önnur virt frönsk bókmennta- verðlaun, Renaudot, voru einnig veitt á dögunum. Verðlaunahafinn, Irène Némirovsky, lést í Ausch- witz árið 1942, 39 ára gömul. Bók- in, Suite Française, var skrifuð einhvern tíma á árunum 1940-1941 en kom út í fyrsta sinn fyrir tveimur mánuðum. Dóttir höfund- arins hafði varðveitt handritið. Í skáldsögunni segir frá daglegu lífi í frönsku þorpi sem hersetið er af Þjóðverjum. Ágreiningur var um það meðal dómnefndar hvort rétt væri að verðlauna handrit eftir látinn höfund. Einn dómnefndar- manna bar mikið lof á bókina en bætti við að ef verðlauna ætti látið fólk mætti allt eins veita verðlaun- in næsta ár fyrir óbirtan texta eftir Alexandre Dumas. Annar dómnefndarmaður sagði að verð- launin ættu að fara til góðrar bók- ar sem væri nýkomin út og að það hefði verið gert í þessu tilviki. ■ EGILL HELGASON „Þráinn er að skrifa um nýjan veruleika í bisnesslífinu hér og tengsl viðskiptanna við pólitíkina. Það er bæði vogað og lofsvert hjá honum og ég á von á að miklar umræður verði um þessa bók.“ Krítísk sýn Þráins og Sigfúsar ALAN HOLLINGHURST Fékk Bookerinn á dögunum og nú er jafnvel búist við að hann hirði Whitbread-verðlaunin. LAURENT GAUDÉ Hlaut virtustu bók- menntaverðlaun Frakka, Goncourt. Tvöfaldur Hollinghurst? Frakkar veita verðlaun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.