Fréttablaðið - 13.11.2004, Qupperneq 60
48 13. nóvember 2004 LAUGARDAGUR
Notaleg tilboðshelgi
Komdu inn
Það verður þægileg stemning í sýningarsal okkar um helgina og við bjóðum gestum og gangandi
að koma inn úr kuldanum og njóta þess með okkur. Fjöldinn allur af frábærum tilboðum í gangi.
Kaffibarþjónar frá Te & Kaffi, þ.á.m. Íslandsmeistari kaffibarþjóna, skenkja lúxuskaffi.
Komdu á Nýbýlaveginn og vertu eins og heima hjá þér um helgina.
Opið kl. 12-16 laugardag og kl. 13-16 sunnudag.
Notaleg tilboðshelgi við Nýbýlaveginn
Toyota
Kópavogi
Sími 570-5070
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
T
O
Y
26
35
5
1
1/
20
04
Notaleg tónlist
Tónlistarmennirnir landsþekktu Stebbi og Eyfi fá gesti
til að skipta yfir í afslappaða gírinn með söng og spjalli,
kl. 14 - 15.30 laugardag og sunnudag.
Tilboð með öllum seldum fólksbílumÓkeypis vetrardekk fylgja öllum nýjumCorolla, Avensis og Yaris.
Tilboð
Yamaha
tæki á
tilboði
Seljum e
ldri árger
ðir
af mótor
hjólum o
g vélsleð
um
á lækkuð
u verði.
LEIKIR GÆRDAGSINS
Intersportdeildin
KR–KEFLAVÍK 90–88
Stig KR: Damon Garris 21, Cameron Echols 20,
Ólafur Ægisson 16, Skarphéðinn Ingason 9,
Steinar Kaldal 9, Lárus Jónsson 7, Hjalti Kristins-
son 4, Níels Dungal 2.
Stíg Keflavíkur: Anthony Glover 31, Nick Brad-
ford 18, Gunnar Einarsson 16, Jón Hafsteinsson
8, Magnús Gunnarsson 6, Elentínus Margeirsson
5, Halldór Halldórsson 2.
Keflavík byrjaði leikinn betur en KR-ingar tóku við
sér í öðrum leikhluta þar sem Ólafur Ægisson fór
fyrir KR-ingum og gerði 13 stig. Staðan í leikhléi
var 51-49.
Keflavík hafði yfirhöndina lengst af en Garris setti
tóninn fyrir KR með þremur þristum í röð.
Leikurinn var í járnum síðustu mínúturnar en það
var Skarphéðinn Ingason sem tryggði KR sigur
eftir glæsilega sendingu frá Lárusi Jónssyni
fjórum sekúndum fyrir leikslok. Nick Bradford
reyndi þriggja stiga skot á lokasekúndum sem
geigaði.
GRINDAVÍK-TINDASTÓLL 102–95
Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 33 (14 frák., 9
stoðs.), Páll Vilbergsson 28 (7 frák.), Morten
Szmiedowicz 11 (9 frák.), Justin Miller 11 (5
stoðs.), Guðlaugur Eyjólfsson 8, Davíð
Hermansson 5 (7 frák., 5 stoðs.), Þorleifur
Ólafsson 4, Ágúst Dearborn 2.
Stig Tindastóls: Bethuel Fletcher 30 (10 frák., 12
stoðs. 10 tap.), Svavar Birgisson 26 (7 frák.),
Nicola Cvjetkovic 18 (10 frák., 5 stoðs.), Axel
Kárason 14 (5 stoðs.), Björn Einarsson 5, Andri
Árnason 2.
Tindastóll byrjaði betur en Grindavík rétti úr
kútnum og staðan í hálfleik var 51-48. Stólarnir
voru ekki af baki dottnir og komust yfir í byrjun
síðari hálfleiks en Grindvíkingar voru sterkari á
lokasprettinum og náðu að knýja fram mikil-
vægan sigur eftir slakt gengi upp á síðkastið.
STAÐAN
NJARÐVÍK 6 6 0 590–455 12
SKALLAGR. 6 4 2 520–502 8
SNÆFELL 6 4 2 520–469 8
FJÖLNIR 6 4 2 566–552 8
KEFLAVÍK 6 4 2 544–483 8
GRINDAVÍK 6 3 3 553–546 6
TINDASTÓLL 6 3 3 501–533 6
KR 6 3 3 488-506 6
ÍR 6 2 4 517–551 4
HAUKAR 6 2 4 522–490 4
HAMAR/SEL. 6 1 5 530–613 2
KFÍ 6 0 6 497–628 0
Við höfum engar afsakanir
Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, krefst árangurs á World Cup í Svíþjóð þótt
hann sé með nýtt og óreynt lið í höndunum. Átta nýir leikmenn koma inn í hópinn.
HANDBOLTI Viggó Sigurðsson, lands-
liðsþjálfari í handknattleik, til-
kynnti í gær sinn fyrsta landsliðs-
hóp sem fer á World Cup í Svíþjóð
í næstu viku. Það eru miklar
breytingar á landsliðshópnum en
átta leikmenn koma nýir inn frá
hópnum sem fór til Aþenu. Þeir
eru Birkir Ívar Guðmundsson,
Hreiðar Guðmundsson, Logi
Geirsson, Vignir Svavarsson, Þór-
ir Ólafsson, Arnór Atlason, Einar
Hólmgeirsson og Markús Máni
Michaelsson.
Viggó hefur tilkynnt Guð-
mundi Hrafnkelssyni og Rúnari
Sigtryggssyni að þeir muni ekki
spila með landsliðinu undir hans
stjórn og má því leiða líkum að
því að landsliðsferill þeirra sé á
enda.
Ólafur Stefánsson hefur ákveð-
ið að taka sér frí frá þessari
keppni og Sigfús Sigurðsson er að
skríða til baka eftir uppskurð.
Kristján Andrésson er einnig
meiddur og leikur ekki handbolta
næstu mánuðina. Gylfi Gylfason
og Róbert Sighvatsson hlutu ekki
náð fyrir augum landsliðsþjálfar-
ans að þessu sinni en eru samt í
myndinni hjá þjálfaranum sem og
Ragnar Óskarsson sem virðist
seint ætla að fá almennilegt tæki-
færi með íslenska landsliðinu.
Það eru ekki margir dagar í
fyrsta leik á mótinu í Svíþjóð en
Ísland leikur gegn Evrópumeist-
urum Þjóðverja á þriðjudag. Það
segir sig því sjálft að Viggó fær
ekki mikinn tíma til þess að slípa
þetta óreynda lið til en hann setur
engu að síður markið hátt eins og
hann hefur alltaf gert.
„Ég stend við það sem ég sagði
þegar ég tók við starfinu að það
þyrfti að gera breytingar á þess-
um landsliðshóp. Ég mun ekki af-
saka mig fyrir fram að ég sé að
fara með nýtt og óreynt lið á þetta
mót. Það er bara þannig að ef
maður ætlar að vera landsliðs-
þjálfari á Íslandi þá verður maður
að gera væntingar. Annars getur
maður bara verið einhvers staðar
annars staðar. Þó ég geti ekki mót-
að liðið mikið þá geri ég þær kröf-
ur að liðið nái árangri því við
erum hátt skrifaðir í handbolta og
erum með góða leikmenn. Liðið er
byggt upp af atvinnumönnum sem
eru að spila fyrir mikla peninga
og við höfum engar afsakanir,“
sagði Viggó ákveðinn.
Frumraun hans með landsliðið
verður langt frá því að vera auð-
veld því fyrir utan að mæta Þjóð-
verjum á þessu móti er Ísland
einnig í riðli með Frökkum og
Ungverjum.
henry@frettabladid.is
LANDSLIÐSHÓPURINN
Markverðir:
Birkir Ívar Guðmundsson Haukar
Roland Valur Eradze ÍBV
Hreiðar Guðmundsson ÍR
Aðrir leikmenn:
Einar Örn Jónsson Wallau
Guðjón Valur Sigurðsson Essen
Logi Geirsson Lemgo
Róbert Gunnarsson Århus
Vignir Svavarsson Haukar
Þórir Ólafsson Haukar
Arnór Atlason Magdeburg
Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukar
Dagur Sigurðsson Bregenz
Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt
Jaliesky Garcia Padron Göppingen
Markús Máni Michaelsson Düsseldorf
Snorri Steinn Guðjónsson Grosswallstadt VIGGÓ SIGURÐSSON Mætti ákveðinn og vel klæddur til blaðamannafundarins í gær
þar sem hann tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp. Fréttablaðið/Pjetur