Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.11.2004, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 20.11.2004, Qupperneq 24
24 20. nóvember 2004 LAUGARDAGUR Þ að er þriðjudagskvöld, komiðvel fram yfir miðnætti ogkráin á efri hæð veitingahúss- ins A. Hansen í Hafnarfirði er þétt- setin. Í svörtum sófa gegnt inngangin- um situr Karl Ingi Þorleifsson ásamt félaga sínum og drekkur bjór. Á neðri hæðinni og í tröppun- um veita gestir aðkomumanni at- hygli fyrir þær sakir að hann ber vopn. Maðurinn strunsar rakleiðis upp tröppurnar. Karl Ingi sér mann, sem hann þekkir ekki af góðu, koma inn um dyrnar en veitir honum ekki frekari athygli. Skömmu síðar er hann sleg- inn með einhverju þungu í andlitið. Honum bregður svo við að hann nær ekki að bera hendurnar fyrir sig og er sleginn aftur. Og tvisvar enn. Karl Ingi finnur að hann er sleg- inn með málmverkfæri, veit bara ekki hvernig verkfæri. Félaga hans og sessunaut er líka brugðið þegar hann sér „hárbeitta eggina koma niður“ og „það er blóð út um allt“. Hann reynir að koma Karli til hjálp- ar en fær í staðinn högg á eyrað. Árásarmaðurinn hverfur á braut jafn skjótt og hann kom. Karl liggur í gólfinu alblóðugur í andliti. Kráar- gestur hringir í Neyðarlínuna og biður um sjúkrabíl. „Þetta var Börkur,“ segja þeir sem til sáu. Karl Ingi er fluttur á sjúkrahús, með skurð á enni og brotin bein í andliti. Sama kvöld er Börkur Birgisson, hálfþrítugur Hafnfirðingur og þekktur vandræðagemsi, handtek- inn heima hjá sér fyrir manndráps- tilraun og hefur hann setið í gæslu- varðhaldi á Litla-Hrauni síðan. Óvenjulega hvatvís Á þessa leið var atburðarásin á A. Hansen aðfaranótt 31. ágúst síðast- liðinn samkvæmt framburði vitna. Við húsleit heima hjá Berki lagði lögreglan hald á öxi sem grunur leikur á að Börkur hefði notað til barsmíðanna. Þessa dagana er málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness. Börkur segist saklaus og ber við sjálfsvörn og er frásögn hans á annan veg en annarra. Hann kveðst hafa mætt óvopnaður á A. Hansen þetta kvöld. Þegar hann gekk inn um dyrnar sá hann Karl Inga vopnaðan öxi, standa upp og veitast að sér. Skelf- ingu lostinn tókst honum að snúa öxina úr hendi Karls Inga og kasta henni frá sér. Fyrir slysni lenti hún í andliti Karls og Börk- ur flúði heim axarl- aus. Tækni- d e i l d l ö g - r e g l - u n n a r fann ekk- ert lífsýni á öxinni sem fannst á heimili Barkar en útilokar ekki að hægt hafi verið að afmá öll verksummerki. Samkvæmt geðrannsókn frá því í október er Börkur ekki haldinn geðveiki eða alvarlegum geðrofum og hugsun hans er óbrengluð. Hann hefur hins vegar tilhneigingu til að fegra sinn hlut og varpa ábyrgð á aðra og er „óvenjulega hvatvís“. Honum finnst handtaka sín og ákæra ómakleg; telur sig ekki hafa gert neitt rangt. Ryskingar við lögreglu Í fyrra var Börkur dæmdur í skilorðsbundið fangelsi fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir varðveislu á fíkniefnum. Auk axar- árásarinnar er Berki gefið að sök að hafa gengið í skrokk á átta manns á síðastliðnu ári og að auki að hafa ólöglegt skotvopn í fórum sínum. Vettvangur barsmíðanna var í flest- um tilfellum A. Hansen, þar sem Börkur hefur endurtekið verið til vandræða, þrátt fyrir að hafa verið sett- ur í bann á staðn- um. S a m - kvæmt málsskjöl- um var Börkur á salerni staðarins í október 2003 þar sem iðnaðarmaður hitti hann og bauð honum vinnu við hellulagning- ar. Berki mun hafa misboðið að vera ekki boðin veglegri nafntylla en að- stoðarmaður og kýldi manninn nokkrum sinnum í andlitið. 11. janúar er lögreglan kvödd að heimili Barkar og sambýliskonu hans. Þau höfðu nýlega skilið að skiptum en Börkur og félagi hans meina henni og föður hennar inn- göngu. Þau hugðust taka föggur hennar. Lögreglan aðstoðar feðginin en allt keyrir um þverbak þegar faðir hennar ætlar að taka sjónvarp sem Börkur telur að hann eigi. Kemur til ryskinga milli hans og lögreglu sem lýkur þannig að Börk- ur er settur í járn og táragasi úðað í andlit félaga hans. Faðir sambýlis- konunnar liggur eftir rifbeinsbrot- inn. Einn lögreglumannanna á vett- vangi man til þess að hafa séð Börk taka tengdaföður sinn fyrrverandi hálstaki og kýla hann. Börkur segir það ósatt. Annar lögregluþjónn man ekki sérstaklega eftir þessu atviki. Við húsleit finnur lögregla hagla- byssu og við athugun kemur í ljós að Börkur hefur ekki leyfi fyrir henni. Síðan þetta gerðist hafa Börkur og stúlkan tekið saman á ný og hef- ur hún mætt samviskusamlega í réttarsal og verið honum til stuðn- ings. Málsmeðferð tefst Tveimur kvöldum síðar lendir Börkur enn og aftur í útistöðum á A. Hansen. Stúlka ber að hann hafi veist að henni með munnsöfn- uði og hrækt á hana. Þá hafi kærasti hennar komið aftan að Berki og lagt höndina „létt“ á öxl hans. V i ð þ a ð sveiflar Börkur bjór- flösku og brotnar hún á andlit mannsins. Börkur kýlir manninn í kjölfarið og ræðst svo á tvo félaga hans og kýlir að auki stúlku sem var með þeim. Annað vitni að þessum atburði segir Börk ekki hafa verið tekinn neinum vettlingatökum; honum hafi verið haldið aftan frá og hann hrist sig til að losna. Formlegar kærur á hendur Berki eru ekki fleiri fyrr en axarmál- ið kemur upp en honum og Karli Inga átti eftir að lenda saman, að minnsta kosti, einu sinni fyrir þann atburð. Þeir hafa lengi eldað grátt silfur og telur Karl Ingi það vera vegna þess að hann er vinur barnsföður sambýliskonu Barkar. Karl segir að um það bil ári fyrir axarmálið hafi þeir rifist harkalega á A. Hansen og ver- ið vísað út. Í það skipti áttu þeir þó aðeins orðaskipti en 12. mars bar til tíðinda, enn og aftur á A. Hansen. Telur Karl að til þess kvölds megi rekja orsök ax- arárásarinnar. Þeir saka hvor ann- an um að hafa gengið í skrokk hvor á öðrum að tilefnislausu. Karl Ingi segir Börk hafa barið sig „í klessu“ inni á salerni staðarins en Börkur segir að Karl Ingi hafi kýlt sig í andlitið með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Stúlka sem sat með Berki til borðs staðfesti frásögn hans. Tafir á málsmeðferð Aðalmálsmeðferðin gegn Berki fyrir Héraðsdómi hefur ekki geng- ið þrautarlaust fyrir sig og dregist mjög á langinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út 26. nóvem- ber, en þegar það var ákveðið á sín- um tíma var talið að málsmeðferð yrði þá lokið. Tvísýnt er um máls- lok. Fyrir það fyrsta hefur gengið illa að fá vitni til að mæta, til dæm- is mættu Karl Ingi og sessunautur hans ekki til að bera vitni á boðuð- um tíma og ekki náðist í þá þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fyrir- spurnir. Karl Ingi átti reyndar ann- að erindi fyrir dóminn þennan dag því það átti að birta honum sjálfum ákæru fyrir líkamsárás frá því í febrúar á síðasta ári. Þá hefur gengið illa að fá önnur vitni til að mæta. Mánudaginn 15. nóvember voru sjö vitni fjarver- andi, þar af fimm af ókunnum or- sökum. Hlé var gert á þinghaldinu þess vegna. Þriðjudaginn 16. nóvember komu Karl Ingi og sessunautur hans fyrir dóminn og báru vitni. Sagðist Karl hafa sofið yfir sig deginum áður þar sem hann var nýkominn af sjó. Athugun leiddi svo í ljós að þrjú vitnanna mættu ekki af ótta við Börk og fóru fram á nafnleynd. Þau voru öll vitni að axarárásinni. Hin vitnin fjögur hafa samþykkt að koma fram undir nafni. Miðvikudaginn 17. nóvember ákvað dóm- urinn að verða við kröfu vitnanna um nafnleynd þrátt fyr- ir mótmæli verj- anda Barkar. Hann hefur nú kært úr- skurðinn til Hæstaréttar og hef- ur þinghaldi því verið frestað um óákveðinn tíma þangað til Hæstiréttur fellir dóm. Á meðan bíður Börkur Birgisson á Litla-Hrauni þar sem hann stundar fjarnám á framhaldsskólastigi. Og gengur víst vel. bergsteinn@frettabladid.is Ógnarlangur ofbeldisferill Hlé hefur verið gert í óákveðinn tíma í málsmeðferð Barkar Birgissonar sem er kærður fyrir að ráðast á annan mann með öxi. Hann er ákærður fyrir að hafa ráðist á alls átta manns, þar á meðal tengdaföður sinn. KARL INGI ÞORLEIFSSON Hann og Börkur hafa lengi eldað saman grátt silfur. BÖRKUR BIRGISSON Segir Karl Inga hafa ráðist á sig með öxi. Hann hafi afvopnað hann, kastað öxinni frá sér og flúið. DÓMAR OG ÁKÆRUR Á HEND- UR BERKI BIRGISSYNI: September 2003: Er dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að kasta grjóti í andlit manns og fyrir varðveislu á fíkniefnum. 30. október 2003: Kýlir mann margsinnis í andlitið á salerni A. Hansen. 11. janúar 2004: Kýlir mann í kviðinn svo hann rifbeinsbrotnar og hefur í fórum sínum haglabyssu í leyfisleysi. 13. janúar 2004: Slær mann í andlitið með bjórflösku svo hún brotnar. Slær auk þess tvo aðra menn og eina konu í and- litið. 31. ágúst 2004: Ræðst á Karl Inga Þor- leifsson með öxi auk þess sem annar maður fær högg á sig. VEITINGASTAÐURINN A. HANSEN Berki hefur verið meinað að koma inn á staðinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.