Fréttablaðið - 20.11.2004, Síða 36

Fréttablaðið - 20.11.2004, Síða 36
Vetrarverkfæri Nú er veturinn kominn og góð vísa víst ekki of oft kveðin. Það er tvennt sem má alls ekki gleyma í snjónum; góð skafa með kústi og vettlingar. Ekki klikka á smáatriðunum.[ ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 Vorum að taka upp nýjar sendingar. Full búð af Neon ljósum, Angel Eyes fyrir BMW, VW & Honda, Lexus ljós á margar tegundir bíla, Xenon bílaperur. Green Kraftsíur, felgur, sportsæti. Fylgist með á www.ag-car.is/motorsport. Opið alla virka daga 8-18 og laugardaga 12-16. S:587-5547. Ný staðsetning Klettháls 9. Loksins, loksins Willy's Þorkel dreymdi fyrir númerinu sem er rómverska talan sjö. „Draumurinn kviknaði fyrst í kringum 1965, þegar ég var í námi og hafði ekki efni á kaupa mér Willy's-jeppa. Vinir mínir tveir áttu Willy's og ég var pínu spæld- ur að eiga ekki einn líka, en ákvað að einhvern tíma seinna myndi ég eignast svona bíl. Nú hefur draumurinn ræst og bíllinn stend- ur fullkomlega undir væntingum. Útlitið er nánast óbreytt, sem er ótvíræður kostur, en auðvitað eru nýjar tæknilegar útfærslur bara bónus. Ég er alsæll með bílinn og nú er ég sá eini í vinahópnum sem á svona bíl.“ Númerið á bílnum er róm- verska talan sjö, en Þorkel dre- ymdi að hann ætti að fá sér það númer á bílinn. „Ég vaknaði einn morguninn og hafði þá dreymt mjög ákveðið að ég yrði að fá mér rómversku töluna sjö á bílinn. Mér fannst ótrúlegt að það fengist í gegn en auðvitað gat ég fengið V og tvö I á númerið. Sjö er happa- talan mín, ég er fæddur sjöunda og margir gleðiaatburðir í mínu lífi tengjast tölunni sjö, þannig að þetta er allt eins og það á að vera.“ Þorkell segist ekki vera jeppa- dellukarl þó hann sé á Willy's, en finnst gaman að láta reyna á hest- öflin. „Það væri lítið varið í að vera á jeppa annars,“ segir hann hlæjandi. „Þetta er bara Willy's- fílingurinn eins og hann gerist bestur.“ edda@frettabladid.is Þorkell Stefánsson framkvæmdastjóri lét draum frá unglingsárunum rætast í fyrra. „Sýningin hefur fyrir löngu unnið sér fastan sess meðal útivistar- manna enda verður þar mikið úr- val alls kyns búnaðar, tækja og varnings sem viðkemur vetrar- sporti,“ segir Júlíus Júlíusson, sýningarstjóri útilífssýningarinn- ar Vetrarsports sem haldin er í íþróttahöllinni á Akureyri. „Þetta er í átjánda sinn sem sýningin er haldin og nú eins og venjulega leggjum við kapp á að hafa sýn- inguna eins glæsilega og fjöl- breytta og hægt er. Þetta er al- hliða útivistarsýning þó vélsleðar og búnaður tengdur þeim setji stærstan svip á sýninguna.“ Fjölmörg fyrirtæki á ýmsum sviðum munu kynna þjónustu sína og vörur á sýningunni en að sögn Júlíusar er markmiðið fyrst og fremst að efla áhuga á útivist að vetrarlagi og að á einum stað sé hægt að sjá allt það sem fólk þarfn- ast til útiveru og ferðalaga. Félag vélsleðamanna í Eyjafirði stendur fyrir sýningunni sem er opin klukkan 10-17 í dag, laugardag og 12-17 á morgun, sunnudag. ■ Tryllitæki á Akureyri Útilífssýningin Vetrarsport í íþróttahöllinni Úrval vélsleða og fjórhjóla verður til sýn- is á sýningunni Vetrarsport á Akureyri. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á LAUGARDÖGUM ]

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.