Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 25.11.2004, Qupperneq 10
25. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Úthverfi Reykjavíkur: Kuldi rekur mýs í hús Eitthvað hefur verið um að mýs hafi leitað í hús vegna kuldakasts- ins undanfarna daga. Ómar F. Dabney, rekstrarfulltrúi hjá meindýraeyði Reykjavíkurborg- ar, segir þó að frekar hafi verið rólegt vegna þessa hjá embættinu og starfsmenn ekki fundið fyrir því að útköllum hafi fjölgað. „Maður kallar ekki tvö til þrjú músarútköll á dag einhverja plágu,“ segir Ómar og bætir því við að yfirleitt sé það hagamúsin sem sækir inn í hús í út- hverfum borgarinnar þegar kuldakast gengur yfir. „Það er þá á stöðum á borð við Grafar- vog, Árbæ og í Breiðholtinu, en húsamúsin gerir engan mun á því hvort það er vetur, sumar, vor, eða haust.“ Ómar segir bæði sveiflukennt og staðbundið hvort áhrifa kulda gæti í auknum músagangi. „Í kuldakasti sem varð í fyrra eða hittifyrra höfðu til dæmis mein- dýraeyðar úti á landi varla undan að panta eitur, en við urðum lít- ið varir við vandann hér í Reykjavík.“ - óká Tilbúnar tölur frá ráðherra Stúdentar segja upphæð innritunargjalda hafa verið ákveðna og forsendur fundnar til að styðja hana. Þeir undrast að allir háskólar ríkisins telji sig þurfa nær sömu upphæð. Alvarlegt ef stúdentar efast, segir Háskólinn. SKÓLAMÁL Forsendur sem lagðar eru til grundvallar hækkunar inn- ritunargjalds í Háskóla Íslands standast ekki að mati stúdenta- ráðs Háskóla Íslands. Það telur að hækkun gjaldsins úr 32.500 í 45.000 krónur, nái frumvarp menntamálaraðherra fram að ganga, hafi verið fyrirfram ákveðna og forsendur fundar til að réttlæta hana. Tæp 38,5 pró- senta hækkun fylgi ekki verðlagi. Þórður Kristinsson, fram- kvæmdastjóri akademískrar stjórnsýslu Háskóla Íslands, segir að verið sé að leiðrétta innritunar- gjöldin sem hafi ekki fengist breytt fyrr: „Ekki er verið að búa til tölur heldur er farið eftir stað- reyndum um kostnaðarliði sem teknar eru úr bókhaldinu.“ Forsvarsmenn Stúdentaráðs, Jarþrúður Ásmundsdóttir for- maður og Erla Ósk Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri, segja að lið- um í kostnaðaráætluninni sem Háskólinn sendi menntamála- ráðuneytinu hafi verið breytt eftir gagnrýni stúdentaráðs. Í fyrri áætlun hafi til dæmis verið gert ráð fyrir að tuttugu prósent af kostnaði deildarskrifstofa eigi heima í innritunargjöldunum. Upphæðin sé sögð 36 milljónir. Í frumvarpinu sem lagt var fyrir Alþingi sé sama hlutfall talið nema 61 milljón króna. Erla Ósk segir það tilfinningu stúdentaráða Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og Kenn- araháskólans að krafan um 45 þúsund króna innritunargjöld hafi komið frá menntamálaráðuneyt- inu að frumkvæði Háskóla Ís- lands sem þurfi aukið fé. Allir skólarnir hafi áætlað að nær sama gjald þurfi til að standa undir kostnaði við innritanir. Reiknaður sé aukakostnaður á liðina í frum- varpinu upp á tólf prósent til að ná tilætlaðri tölu. Þórður segir alvarlegt að stúd- entaráð setji fram efasemdir um útreikninga Háskólans: „Sjónar- miðin geta verið ólík en það er mat Háskólans að þetta sé upp- hæðin sem innritunargjaldið þarf að standa undir. Eins og það er í dag er gjaldið of lágt. Rök hafa verið færð fyrir því og farið yfir þau með menntamálaráðuneyt- inu.“ Gjald Háskólans sé hans út- reikningur. Hann geti ekki svarað fyrir útreikninga annarra ríkis- rekinna háskóla. gag@frettabladid.is NJÓSNARI DÆMDUR Rússneskur eðlisfræðingur hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir njósnir. Hann var sakfelld- ur fyrir að hafa selt Kínverjum upplýsingar um geimáætlun Rússa. Maðurinn segir að upplýs- ingarnar hafi ekki verið leynileg- ar og ætlar að áfrýja dómnum til Hæstaréttar Rússlands og líklega Mannréttindadómstóls Evrópu. FJÓRTÁN TONN AF HASSI Portú- galska lögreglan hefur lagt hald á fjórtán tonn af hassi á síðustu dögum. Í gær voru tveir eistnesk- ir menn handteknir þegar land- helgisgæslan fór um borð í bát skammt frá ströndum Portúgals. Ríflega þrjú tonn af hassi voru í bátnum. ■ EVRÓPA Hálsmen verð: kr.5.990.- í dag: 4.792.- Einstakt tæki færi í dag. Frábærir demantss l ípaðir SWAROVSKI skar tgr ipir með 20% afs læt t i . Ofnæmisprófaðir skartgripir fyrir þig og hinar stjörnurnar. Eyrnalokkar verð: kr.3.750.- í dag: 3.000.- Hringir 3saman verð: kr. 7.990.- í dag: 6.392.- Hálsmen verð: kr.6.990.- í dag: 5.592.- Hálsmen verð: kr. 7.990.- í dag: 6.392.- Opið í Faxafeni til 6 og Kringlunni til 9 í kvöld. fallegt fyrir þig Kringlunni S:568 9955 - Faxafeni S:568 4020 Nýi læknirinn á sömu kjörum og erfir gervi- hnattadisk milljóna- læknanna LÆKNIR Á HÓLMAVÍK KOSTAR 25 MILLJÓNIR OG ÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 – hefur þú séð DV í dag? TOYOTA COROLLA, MV-776 Bílnum var stolið í Kópvogi í síðustu viku. Þeir sem geta veitt upplýsingar um bílinn eru beðnir að láta lögregluna vita. Reykjavík: Anna er eini umsækj- andinn FJÁRMÁLASVIÐ Aðeins einn umsækj- andi er um starf sviðsstjóra fjár- málasviðs hjá Reykjavíkurborg og er það Anna Skúladóttir, fjár- málastjóri Reykjavíkurborgar. Stefnt er að því að ganga frá ráðn- ingunni í vikunni og leggja fyrir borgarráð á fimmtudag. - ghs Sameining: Kosið í apríl SAMEINING Atkvæði verða greidd um sameiningu Borgarbyggðar, Borgarfjarðarsveitar, Hvítársíðu- hrepps og Skorradalshrepps auk Kolbeinsstaðahrepps í apríl á næsta ári. ■ LÖGREGLA 25 bílum hefur verið stolið á höfuðborgarsvæðinu síð- an fyrsta nóvember. Nítján bílum var stolið í Reykjavík, fimm í Kópavogi og einum í Hafnarfirði. Toyota Corolla, árgerð 1996, sem stolið var í Grænahjalla í Kópavogi aðfaranótt fimmtu- dagsins í síðustu viku, er enn ófundin. Bíllinn er steingrár að lit með skráningarnúmerið MV- 776. Þeir sem geta veitt upplýsing- ar um bílinn eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Kópa- vogi í síma 560-3050. ■ Höfuðborgarsvæðið: 25 bílum stolið í nóvember MÚS Í GILDRU Í BÍL Rekstrarfulltrúi hjá mein- dýraeyði borgarinnar segir að þótt mýs kunni að þykja fallegar þá megi ekki gleym- ast að þær séu skemmdar- vargar, enda nagdýr. JARÞRÚÐUR ÁSMUNDSDÓTTIR OG ERLA ÓSK ÁSGEIRSDÓTTIR Forsvarsmenn Stúdentaráðs Háskóla Íslands segja að fyrst hafi verið ákveðið að hækka innritunargjöldin í 45 þúsund krónur síðan hafi rök verið sett fram til að réttlæta upp- hæðina. Talsmaður Háskólans segir tölur ekki búnar til. Farið sé eftir staðreyndum. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.