Fréttablaðið - 14.10.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 14.10.2004, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is FIMMTUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG STRENGUR ALLRA VESTAST Líkast til hægur í höfuðborginni. Hæglætisveður austan til. Slydda á Vestfjörðum en þurrt að kalla norðaustan, austan og suðvestan til. Sjá síðu 6 14. október 2004 – 281. tölublað – 4. árgangur FRAMSÓKN VILL EKKI R-LISTA Félagar í Framsóknarflokknum í Reykjavík virðast í auknum mæli vilja framboð B-lista í næstu borgarstjórnarkosningum. Forystu- maður vill ekki framboð undir merkjum Reykjavíkurlista. Sjá síðu 2 FLESTIR VILJA LÆGRI MATAR- SKATTA Flokkar sem fengu 82 prósent atkvæða í síðustu kosningum eru fylgjandi lægri matarskatti. Framsókn er á móti og útlit fyrir að málið sofni á þingi. Forsætis- ráðherra segir þó að lækkun komi til greina ef „svigrúm“ gefist. Sjá síðu 4 ÁSAKANIR Á SUÐURNESJUM Starfsmenn í Leifsstöð vilja greiða félags- gjöld til verkalýðsfélags í Sandgerði. Vinnu- veitandinn greiðir þau hins vegar til félags í Keflavík. Formaðurinn í Sandgerði sakar formanninn í Keflavík um stuld. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 42 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 30 Sjónvarp 44 ● tíska ● ferðir ● heimili Eldhúsið er með sál Lára Sveinsdóttir: ● dr. gunni ánægður Komið til landsins Popppunktsspilið: ▲ SÍÐA 46 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS TRÚARUMRÆÐUR Í VESTUR- BÆNUM Klukkan fimmtán mínútur gengin í eitt í dag flytur Guðmundur K. Magnússon prófessor stutt erindi um Trú og trúverðugleika í nýju safnaðarheimili Neskirkju. Að því loknu verða umræður á kirkjutorginu yfir hádegisverði. KAST KRINGLU Opið til í kvöld21 14. - 17. okt. Nýtt kortatímabil Nýtt Hagkaupsblað fylgir Fréttablaðinu í dag* *á völdum svæðum SVEITARSTJÓRNARMÁL Íþróttamál og menningarmál verða ekki samein- uð í stjórnkerfi borgarinnar. Þetta var ákveðið á fundi stjórnkerfis- nefndar Reykjavíkur í gær. Tillög- ur um sameininguna hafa verið til umræðu hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans, en mættu mikilli andstöðu. Til dæmis sendu formenn allra stærstu íþróttafé- laganna í Reykjavík mótmæli. Dagur B. Eggertsson, formað- ur stjórnkerfisnefndarinnar, vildi ekki tjá sig um tillögurnar fyrr en þær hefðu verið lagðar fyrir borg- arráð í dag. Hann segir þó að breytingar hafi verið gerðar á lokastigi málsins til að koma til móts við þá sem gerðu athuga- semdir. Það hafi verið gert til að ná sáttum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að leikskólaráð og grunnskólaráð verði sameinuð. Einnig verða embætti borgarlög- manns og borgarritara lögð nið- ur. Í staðinn verður sett á fót ígildi umboðsmanns borgarbúa sem Reykvíkingar geti leitað til telji þeir á sér brotið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist geta sam- þykkt margt af því sem lagt sé til en ekki allt. Sjálfstæðismenn hafi til dæmis alltaf lagst gegn sam- einingu íþrótta- og menningar- mála. Því hafi verið unninn sigur í því máli. -ghg KB banki: Sölu lokið VIÐSKIPTI Af 110 milljónum hluta sem seldir voru í söluferli nýrra hluta í Kaupþingi Búnaðarbanka fóru um 55 milljónir hluta til fjár- festa sem ekki tilheyrðu hluthafa- hópi Kaupþings Búnaðarbanka fyrir útboðið. Gengið var 480 krón- ur á hlut og nam því markaðsvirði sölunnar 52,8 milljörðum króna. Söluferlinu lauk í gær, en um- sjón sölunnar var á vegum fyrir- tækjaráðgjafar Kaupþings Búnað- arbanka hf. en Deutsche Bank var ráðgjafi við söluna. Alls voru á bilinu 80 til 110 milljónir hluta í boði á genginu 460 til 500, háð eftirspurn. Umfram- eftirspurn var í útboðinu. - óká Reykjavíkurborg: Menning og íþróttir ekki sameinuð OLÍUFÉLÖGIN Lögmenn stóru olíufé- laganna tjá sig munnlega fyrir sam- keppnisráði á mánudaginn. Sam- keppnisstofnun hóf rannsókn á meintu samráði olíufélaganna í lok árs 2001. Í janúar bauð Samkeppn- isstofnun olíufélögunum þremur að binda enda á rannsóknina með greiðslu sekta sem námu alls um 1,8 milljörðum króna. Með afsláttum vegna sýndrar samvinnu voru sekt- irnar á bilinu 300-480 milljónir á hvert félag. Olíufélögin höfnuðu því boði. Að sögn Þórunnar Guðmunds- dóttur lögmanns sýni reynslan að undantekningalaust lækki sektir Samkeppnisstofnunar umtalsvert við áframhaldandi meðferð máls- ins. Hún bendir á að í grænmetis- málinu svokallaða, þegar Sölufélag- ið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð, lækkaði Hæsti- réttur sektir samkeppnisráðs um allt að 85 prósentum. Voru sektirn- ar þær hæstu sem dæmdar hafa verið á Íslandi og námu þær um einu prósenti af veltu. Hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna sambærilegs brots á Norðurlöndunum nemur um 2,4 prósentum af veltu. Algengt er að sektir á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu nemi um einu prósenti af veltu. Ársvelta olíufélaganna er á bil- inu 12-16 milljarðar króna og nam sektartilboð Samkeppnisstofnunar því um 5 prósentum af ársveltu. Sektin sem samkeppnisráð bauð ol- íufélögunum að greiða er því fimm- falt hærri en hæsta sekt sem dæmd hefur verið í sambærilegu máli á Íslandi. Ef mál olíufélaganna fer fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og áfram til dómstóla og niðurstaða þeirra verður í samræmi við dóm- inn í grænmetismálinu, má því gera ráð fyrir því að sektir olíufélaganna verði á bilinu 120-160 milljónir. Rannsókn Ríkislögreglustjóra á hugsanlegum refsiþætti stjórnenda olíufélaganna stendur enn yfir. Sjá síðu 2 sda@frettabladid.is Olíufélögin segja sekt- arkröfur hæstar hér Hæstu sektir vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja hér á landi hafa numið einu prósenti af ársveltu. Samkeppnisstofnun bauð olíufélögunum að greiða fimmfalt hærri sekt. Heimildir blaðsins herma að mun lægri sektir tíðkist á Norðurlöndum en stofnunin fór fram á við olíufélögin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LOGI SÚR Á SVIP Logi Ólafsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður á svip eftir að Íslendingar töpuðu 4-1 fyrir sterku liði Svía á Laugardalsvelli í gærkvöld. Svíar komust í 4-0 í fyrri hálfleik en Eiður Smári Guðjohnsen skoraði mark Íslands í síðari hálfleik og var það fjórtánda landsliðsmark hans á ferlinum. Íslendingar eru með eitt stig eftir fjóra leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta, næsti leikur liðsins er ekki fyrr en í mars þegar liðið mætir Króatíu á útivelli. Sjá síður 32 og 33 01 Forsíða 13.10.2004 22:19 Page 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.