Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.10.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is FIMMTUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG STRENGUR ALLRA VESTAST Líkast til hægur í höfuðborginni. Hæglætisveður austan til. Slydda á Vestfjörðum en þurrt að kalla norðaustan, austan og suðvestan til. Sjá síðu 6 14. október 2004 – 281. tölublað – 4. árgangur FRAMSÓKN VILL EKKI R-LISTA Félagar í Framsóknarflokknum í Reykjavík virðast í auknum mæli vilja framboð B-lista í næstu borgarstjórnarkosningum. Forystu- maður vill ekki framboð undir merkjum Reykjavíkurlista. Sjá síðu 2 FLESTIR VILJA LÆGRI MATAR- SKATTA Flokkar sem fengu 82 prósent atkvæða í síðustu kosningum eru fylgjandi lægri matarskatti. Framsókn er á móti og útlit fyrir að málið sofni á þingi. Forsætis- ráðherra segir þó að lækkun komi til greina ef „svigrúm“ gefist. Sjá síðu 4 ÁSAKANIR Á SUÐURNESJUM Starfsmenn í Leifsstöð vilja greiða félags- gjöld til verkalýðsfélags í Sandgerði. Vinnu- veitandinn greiðir þau hins vegar til félags í Keflavík. Formaðurinn í Sandgerði sakar formanninn í Keflavík um stuld. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 42 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 30 Sjónvarp 44 ● tíska ● ferðir ● heimili Eldhúsið er með sál Lára Sveinsdóttir: ● dr. gunni ánægður Komið til landsins Popppunktsspilið: ▲ SÍÐA 46 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS TRÚARUMRÆÐUR Í VESTUR- BÆNUM Klukkan fimmtán mínútur gengin í eitt í dag flytur Guðmundur K. Magnússon prófessor stutt erindi um Trú og trúverðugleika í nýju safnaðarheimili Neskirkju. Að því loknu verða umræður á kirkjutorginu yfir hádegisverði. KAST KRINGLU Opið til í kvöld21 14. - 17. okt. Nýtt kortatímabil Nýtt Hagkaupsblað fylgir Fréttablaðinu í dag* *á völdum svæðum SVEITARSTJÓRNARMÁL Íþróttamál og menningarmál verða ekki samein- uð í stjórnkerfi borgarinnar. Þetta var ákveðið á fundi stjórnkerfis- nefndar Reykjavíkur í gær. Tillög- ur um sameininguna hafa verið til umræðu hjá borgarfulltrúum Reykjavíkurlistans, en mættu mikilli andstöðu. Til dæmis sendu formenn allra stærstu íþróttafé- laganna í Reykjavík mótmæli. Dagur B. Eggertsson, formað- ur stjórnkerfisnefndarinnar, vildi ekki tjá sig um tillögurnar fyrr en þær hefðu verið lagðar fyrir borg- arráð í dag. Hann segir þó að breytingar hafi verið gerðar á lokastigi málsins til að koma til móts við þá sem gerðu athuga- semdir. Það hafi verið gert til að ná sáttum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að leikskólaráð og grunnskólaráð verði sameinuð. Einnig verða embætti borgarlög- manns og borgarritara lögð nið- ur. Í staðinn verður sett á fót ígildi umboðsmanns borgarbúa sem Reykvíkingar geti leitað til telji þeir á sér brotið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist geta sam- þykkt margt af því sem lagt sé til en ekki allt. Sjálfstæðismenn hafi til dæmis alltaf lagst gegn sam- einingu íþrótta- og menningar- mála. Því hafi verið unninn sigur í því máli. -ghg KB banki: Sölu lokið VIÐSKIPTI Af 110 milljónum hluta sem seldir voru í söluferli nýrra hluta í Kaupþingi Búnaðarbanka fóru um 55 milljónir hluta til fjár- festa sem ekki tilheyrðu hluthafa- hópi Kaupþings Búnaðarbanka fyrir útboðið. Gengið var 480 krón- ur á hlut og nam því markaðsvirði sölunnar 52,8 milljörðum króna. Söluferlinu lauk í gær, en um- sjón sölunnar var á vegum fyrir- tækjaráðgjafar Kaupþings Búnað- arbanka hf. en Deutsche Bank var ráðgjafi við söluna. Alls voru á bilinu 80 til 110 milljónir hluta í boði á genginu 460 til 500, háð eftirspurn. Umfram- eftirspurn var í útboðinu. - óká Reykjavíkurborg: Menning og íþróttir ekki sameinuð OLÍUFÉLÖGIN Lögmenn stóru olíufé- laganna tjá sig munnlega fyrir sam- keppnisráði á mánudaginn. Sam- keppnisstofnun hóf rannsókn á meintu samráði olíufélaganna í lok árs 2001. Í janúar bauð Samkeppn- isstofnun olíufélögunum þremur að binda enda á rannsóknina með greiðslu sekta sem námu alls um 1,8 milljörðum króna. Með afsláttum vegna sýndrar samvinnu voru sekt- irnar á bilinu 300-480 milljónir á hvert félag. Olíufélögin höfnuðu því boði. Að sögn Þórunnar Guðmunds- dóttur lögmanns sýni reynslan að undantekningalaust lækki sektir Samkeppnisstofnunar umtalsvert við áframhaldandi meðferð máls- ins. Hún bendir á að í grænmetis- málinu svokallaða, þegar Sölufélag- ið, Ágæti og Mata voru dæmd fyrir ólöglegt samráð, lækkaði Hæsti- réttur sektir samkeppnisráðs um allt að 85 prósentum. Voru sektirn- ar þær hæstu sem dæmdar hafa verið á Íslandi og námu þær um einu prósenti af veltu. Hæsta sekt sem dæmd hefur verið vegna sambærilegs brots á Norðurlöndunum nemur um 2,4 prósentum af veltu. Algengt er að sektir á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu nemi um einu prósenti af veltu. Ársvelta olíufélaganna er á bil- inu 12-16 milljarðar króna og nam sektartilboð Samkeppnisstofnunar því um 5 prósentum af ársveltu. Sektin sem samkeppnisráð bauð ol- íufélögunum að greiða er því fimm- falt hærri en hæsta sekt sem dæmd hefur verið í sambærilegu máli á Íslandi. Ef mál olíufélaganna fer fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála og áfram til dómstóla og niðurstaða þeirra verður í samræmi við dóm- inn í grænmetismálinu, má því gera ráð fyrir því að sektir olíufélaganna verði á bilinu 120-160 milljónir. Rannsókn Ríkislögreglustjóra á hugsanlegum refsiþætti stjórnenda olíufélaganna stendur enn yfir. Sjá síðu 2 sda@frettabladid.is Olíufélögin segja sekt- arkröfur hæstar hér Hæstu sektir vegna ólöglegs samráðs fyrirtækja hér á landi hafa numið einu prósenti af ársveltu. Samkeppnisstofnun bauð olíufélögunum að greiða fimmfalt hærri sekt. Heimildir blaðsins herma að mun lægri sektir tíðkist á Norðurlöndum en stofnunin fór fram á við olíufélögin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LOGI SÚR Á SVIP Logi Ólafsson landsliðsþjálfari var allt annað en ánægður á svip eftir að Íslendingar töpuðu 4-1 fyrir sterku liði Svía á Laugardalsvelli í gærkvöld. Svíar komust í 4-0 í fyrri hálfleik en Eiður Smári Guðjohnsen skoraði mark Íslands í síðari hálfleik og var það fjórtánda landsliðsmark hans á ferlinum. Íslendingar eru með eitt stig eftir fjóra leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins í fótbolta, næsti leikur liðsins er ekki fyrr en í mars þegar liðið mætir Króatíu á útivelli. Sjá síður 32 og 33 01 Forsíða 13.10.2004 22:19 Page 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.