Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 8

Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 8
8 14. október 2004 FIMMTUDAGUR Tony Blair: Neitar að afsaka skýrslu BRETLAND AP Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, neitaði því staðfastlega á breska þinginu í gær að ástæða væri til að bera fram afsökunarbeiðni vegna þess að rangar upplýsingar um vopna- eign Íraka hefðu birst í skýrslu sem yfirvöld studdust við þegar ákveðið var að hefja innrás í Írak. Blair játaði hins vegar að upp- lýsingar í skýrslunni varðandi efnavopna- og lífefnavopnaeign Íraka hefðu ekki verið fullnægj- andi, en hélt því fram að ákvörð- unin um að styðja Bandaríkja- menn í innrásinni hefði verið rétt- mæt. „Ég tek fulla ábyrgð á og biðst afsökunar á upplýsingunum sem gefnar voru upp í góðri trú þrátt fyrir að í kjölfarið hafi komið í ljós að þær voru rangar,“ sagði Blair í heitum umræðum um Íraksmálið á þinginu. „Það er hins vegar alfarið rangt að upplýsingar hafi vísvit- andi verið rangar eða að nokkur hafi viljandi verið blekktur. Ég afsaka það ekki að Saddam Hussein hafi verið komið af valdastóli. Ég afsaka ekki átökin í Írak. Ég trúi því að þau hafi verið réttmæt þá, þau séu réttmæt nú og nauðsynleg til þess að tryggja öryggi í þessum heimshluta,“ sagði Blair. ■ Höfum verið allillilega plataðir Stjórnarformaður Sorpstöðvar Suðurlands segir stjórnina hafa verið allillilega plataða þegar hún var fengin til að draga til baka kæru vegna milljóna króna dagsekta á hendur stöðinni. Sveitarstjórn Ölfuss hefur hótað að segja sig úr Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. UMHVERFISMÁL Sveitarstjórn Ölf- uss hefur hótað að segja sig úr Sambandi sunnlenskra sveitarfé- laga ef önnur sveitarfélög á svæð- inu styðji sig ekki í þeirri kröfu að Sorpstöð Suðurlands fari að gild- andi deiliskipulagi hvað varðar hæð sorpfjallsins, að sögn Hjör- leifs Brynjólfssonar, oddvita sveitarstjórnar Ölfuss. Sveitar- stjórnin hefur tilkynnti kjörnum fulltrúum aðildarsveitarfélaga stöðvarinnar að henni verði lokað 25. október og hafin innheimta dagsekta upp á 42,6 milljónir króna ef ekki náist samkomulag um úrbætur. „Sorpstöðin hefur fullgilt starfsleyfi frá umhverfisráðu- neytinu,“ sagði Einar Njálsson, stjórnarformaður stöðvarinnar. „Þegar það var gefið út á sínum tíma gerði sveitarfélagið Ölfus þá athugasemd að ekki væri til- greind þar hæð urðunarreinanna. Því svaraði umhverfisráðuneytið þannig að þar sem hæð þeirra væri ekki tilgreind í deiliskipu- lagi sæi ráðuneytið ekki ástæðu til að takmarka hæð þeirra í starfsleyfinu. Í ljósi þessa teljum við okkur alls ekki vera að brjóta deiliskipulag.“ Einar sagði að stjórn sorp- stöðvarinnar teldi sig hafa reynt mjög mikið til þess að ná sam- komulagi um hana, en það hefði ekki gengið eftir. „Hvað varðar innheimtu dag- sektanna set ég spurningarmerki við að þeir hafi möguleika á að innheimta þær eftir að hafa í svo langan tíma ekki sýnt neina til- burði til þess. Á sínum tíma, er þeir lögðu á þessar meintu dag- sektir, kærðum við það til réttra yfirvalda. Þegar við vorum búnir að vera í viðræðum við þá um lausn máls stöðvarinnar og höfð- um kynnt fyrir þeim tillögu að út- færslu á lögun reinanna, hæð þeirra og frágangi öðrum, fengum við þeirra umsögn þannig að þeir væru búnir að fallast á þessar út- færslur. Einungis væri formsat- riði að ganga frá staðfestingu á þeim. Í ljósi þess óskaði bæjar- stjórinn, sem þá sat í stjórn stöðv- arinnar, eftir því við okkur hina sem þar sátum, að við drægjum kæruna vegna dagsektanna til baka. Við létum til leiðast til að gera það í góðri trú. En við sjáum nú að við höfum verið allillilega plataðir í því máli.“ jss@frettabladid.is Ráðstefna um matvælaöryggi: Norrænar áherslur lagðar MATVÆLAÖRYGGI Í dag hefst á Hótel Nordica ráðstefna um öryggi og heilnæm matvæli og norrænar áherslur í þeim efnum. Ráðstefnan er haldin á vegum sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðu- neytis í samvinnu við norrænu ráð- herranefndina. Að sögn Sigríðar Stefánsdóttur, deildarstjóra matvælasviðs í um- hverfisráðuneytinu, munu nokkrir af virtustu sérfræðingum heims í þessum málaflokki flytja erindi. Ráðstefnunni lýkur á morgun en í kjölfarið verður unnin skýrsla um norrænar áherslur í þessum mála- flokki. - bþe ■ EVRÓPA SVONA ERUM VIÐ SLYSATÍÐNI JEPPA EFTIR DEKKJASTÆRÐ ÁRIÐ 2001:* Talið er að um 300 lík sé að finna í fjöldagröf sem fannst í Írak: Urðuðu börn og konur í fjöldagröf ÍRAK, AP Talið er að um 300 lík kúrdískra karla, kvenna og barna sé að finna í fjöldagröf sem fannst í norðurhluta Íraks. Fórnarlömbin eru talin vera fólk sem myrt var þegar Saddam Hussein, fyrrum ein- ræðisherra Íraks, fyrirskipaði herferð gegn Kúrdum á árunum 1987 og 1988. Að sögn Greg Kehoe, Banda- ríkjamanns sem starfar á veg- um dómstólsins sem á að rétta í máli Saddams Hussein, hafa 120 lík þegar verið grafin upp úr fjöldagröfinni. „Einhver notaði þetta svæði við ákveðnar að- stæður til að flytja lík hingað eða til að koma með fólk hingað og taka það af lífi,“ sagði hann og sagði verksummerki benda til þess að jarðýtur hefðu verið notaðar til að urða líkin. Meðal þess sem hefur fund- ist í fjöldagröfinni er móðir sem heldur á kornabarni. Barnið virðist hafa verið skotið í bakið og konan í andlitið. „Þjóðarmorð er tilraun til að útrýma eða fækka meðlimum trúarhóps eða þjóðarbrots,“ sagði Kelho. „Kúrdar eru aug- ljóslega af öðru þjóðerni en Írakar. Gætu þetta verið þjóðar- morð? Kannski.“ ■ UNDIRSKRIFTALISTAR Á annað hundrað undirskriftir íbúa dreifbýlis og eigenda jarða í Ölfusi voru afhentar Hjörleifi Brynjólfssyni, oddvita sveitarstjórnar Ölfuss. Þar var skorað á sveitarfélagið að sjá til þess að sorpstöðin fari nú þegar eftir gildandi deiliskipulagi við sorpurðun í Kirkjuferjuhjáleigu. Jafnframt er þess krafist að sveitarfélagið nýti sér þau þvingunarúrræði og viðurlög sem það hefur yfir að ráða. HUNDAR RÉÐUST Á FÓLK Í það minnsta níu manns særðust al- varlega þegar hópur um þrjátíu hunda réðst á alla sem þeir sáu í bænum Marras í Albaníu. Fleiri íbúar særðust en sár þeirra voru minniháttar. Fólkið þurfti að fara um 40 kílómetra leið til að fá bólusetningu gegn hundaæði. MINNA ATVINNULEYSI Atvinnu- leysi í Bretlandi á síðasta árs- fjórðungi var minna en það hefur verið frá því að farið var að mæla atvinnuleysi með núver- andi hætti fyrir tuttugu árum síð- an. Atvinnulausum fækkaði um 51 þúsund og eru nú 1,4 milljónir manna atvinnulausar. ÁSAKANIR UM KOSNINGASVINDL Raul Khadzhimba, fyrrum for- sætisráðherra Abkasíu, hefur farið þess á leit við saksóknara að hann rannsaki kosningasvindl. Khadzhimba bauð sig fram í for- setakosningunum fyrr í mánuðin- um en tapaði fyrir stjórnarand- stæðingnum Sergei Bagapsh. FÉKK NÝJAN VERJANDA Mikael Nilsson hefur verið skipaður verjandi Mijailo Mijailovic í stað Per Althin. Mijailovic, sem var fundinn sekur um að myrða Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóð- ar, sagði Althin ekkert ráðgast við sig um vörn sína og vildi því ekki hafa hann sem verjanda sinn lengur. Stálu fjölda dvd-mynda LÖGREGLA Brotist var inn í Bón- usvideo við Geislagötu á Akureyri í fyrrinótt og þaðan stolið fjölda dvd mynda auk einhverra smá- muna. Þjófurinn eða þjófarnir tóku rúðu úr einum glugganum til að komast inn og ekki uppgötvað- ist um innbrotið fyrr en starfsfólk mætti til vinnu í gærmorgun. Ekki er vitað hverjir voru að verki en málið er í rannsókn lög- reglunnar á Akureyri. ■ VIÐ FJÖLDAGRÖFINA VIÐ HATRA Fornleifafræðingurinn Michael Trimble virðir fyrir sér fjöldagröfina sem nú er verið að grafa upp nærri Hatra í norðurhluta Íraks. TONY BLAIR Á BRESKA ÞINGINU „Ég afsaka það ekki að Saddam Hussein hafi verið komið af valdastóli. Ég afsaka ekki átökin í Írak. Ég trúi því að þau hafi verið réttmæt þá, þau séu réttmæt nú og nauðsynleg til þess að tryggja öryggi í þessum heimshluta.“ Dekkja- Slysa- Fjöldi í stærð hlutfall umferð <33“ 6,14% 11.868 33“ 7,29% 576 35“ 6,57% 974 38“ 5,20% 577 44“ 6,82% 44 *Heimild: Slysatíðni breyttra jeppa - Áfangaskýrsla II. 08-09 13.10.2004 20:27 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.