Fréttablaðið - 14.10.2004, Qupperneq 12
12 14. október 2004 FIMMTUDAGUR
STÖRF FRAMKVÆMDASTJÓRNAR
GERÐ UPP
Romano Prodi sagði stækkun Evrópusam-
bandsins til austurs og friðvænlegri
Balkanskaga vera helstu afrek fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambandsins sem
hann veitti forstöðu síðustu fimm árin en
lætur nú af störfum.
Áfengiskaupaaldur:
18 ára kaupi bjór,
20 ára sterk vín
STJÓRNMÁL Tuttugu og þrír alþing-
ismenn úr öllum stjórnmálaflokk-
um hafa lagt fram frumvarp á Al-
þingi þar sem lagt er til að áfeng-
iskaupaaldur verði lækkaður úr
20 árum í 18 en þó aðeins þegar
um léttvín eða bjór er að ræða.
Áfram megi aðeins 20 ára og eldri
kaupa áfengi 22 prósent eða meira
að styrkleika.
Í greinargerð með frumvarp-
inu er bent á að lögræðisaldur
hafi verið lækkaður í 18 ár fyrir
aldarfjórðungi síðan og lágmarks-
aldur til stofnunar hjúskapar hafi
verið 18 ár í meira en þrjá ára-
tugi.
Frumvarpið sem nú er lagt
fram er svipaðs eðlis og frumvarp
sem rætt var á síðasta þingi. Þá
mælti allsherjarnefnd með því að
frumvarpið yrði samþykkt og rök-
studdi meða því að það skyti
skökku við að sjálfráða einstak-
lingar sem mættu ganga í hjóna-
band „gætu ekki tekið ákvörðun
um kaup og neyslu léttvíns og
bjórs“.
Frumvarpið var hins vegar
ekki tekið til 2. umræðu á síðasta
þingi, heldur „sofnaði“ í þinginu
eins og sagt er. - ás
HERSKIP Fjögur af rússnesku her-
skipunum sem eftir voru á Þistil-
fjarðargrunni fóru ekki á brott í
gær eins og til stóð heldur eru þau
aftur orðin sjö talsins. Gunnar
Snorri Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri hjá utanríkisráðuneytinu,
segir ráðuneytið ekki telja ástæðu
til að gera of mikið úr veru her-
skipanna.
„Þeir hafa verið tiltölulega ná-
lægt landi vegna flugvélanna sem
fylgja flugmóðurskipinu því þeir
vilja hafa möguleika á að lenda á
landi ef eitthvað bjátar á. Þeir
voru búnir að til-
kynna okkur það í
lok september og
báðu um leiðbein-
ingar um hvert
vélarnar þeirra
gætu leitað,“ seg-
ir Gunnar Snorri
og bætir við að
f l u g u m f e r ð a r -
þátturinn vegna
veru herskipanna
sé það sem þeir
hafi haft mestar
áhyggjur af og
leggi mesta
áherslu á að sé í
lagi. Hann segir
rússneska flotann
vera á æfingum
og að þær hafi
dregist. „ Við höfum ekki talið að
okkur stafi ógn af þeim en höfum
lagt áherslu á að fylgst sé með
þeim og öllu þeirra háttalagi,“
segir Gunnar Snorri. Aðspurður
hverjir sjái um að fylgjast með
skipunum svarar Gunnar Snorri
að Landhelgisgæslan og aðrir
bandamenn hafi augun á skipun-
um. Utanríkisráðuneytið hefur
verið í sambandi við rússneska
sendiráðið en Landhelgisgæslan
við skipin sjálf. Gunnar Snorri
segir að ekki hafi verið settar end-
anlegar dagsetningar á dvöl flot-
ans og viðveru. Þeir séu fyrir utan
landhelgi og séu ekki að aðhafast
neitt við fiskveiðar eða rannsókn-
ir og því í sjálfu sér ekkert ólög-
legt við veru þeirra innan fisk-
veiðilögsögunnar.
Skipin voru upphaflega sjö en á
mánudag hélt flugmóðurskipið
Kúsnetsov aðmíráll á brott frá
landinu sem og tvö önnur skip úr
flotanum. Um miðnætti á þriðju-
dag var flugmóðurskipið ásamt
skipunum tveimur aftur komin í
hópinn ásamt Pétri mikla, einu
birgðaskipi og tveimur dráttar-
skipum. Í gærmorgun fékk Land-
helgisgæslan upplýsingar frá skip-
unum um að þau ætluðu að vera á
svæðinu í fjóra daga til viðbótar.
hrs@frettabladid.is
Umferðarhelgi:
Tugir létust
í bílslysum
SPÁNN, AP Á annað hundrað manns
létust eða slösuðust í umferðar-
slysum á Spáni frá síðasta föstu-
degi og fram að miðnætti að-
faranætur miðvikudags. Helgin
er ein af mestu ferðahelgum árs-
ins en á þriðjudag minntust Spán-
verjar þess að Kristófer Kól-
umbus fann Ameríku og héldu
hátíðlegan dag jómfrúarinnar af
Pilar.
Alls létust 64 í 48 bílslysum frá
föstudegi til þriðjudags, 55 til við-
bótar slösuðust. Dánartalan var
litlu lægri á sama tímabili í fyrra,
þá létust 58. ■
■ BANDARÍKIN
,,Við höf-
um ekki
talið að
okkur stafi
ógn af
þeim en
höfum lagt
áherslu á
að fylgst sé
með þeim
og öllu
þeirra
háttalagi.
TOGARAVEIÐAR
Írskur sjómaður heldur því fram að dag-
lega falsi Írar skýrslur til þess að fela kvóta-
svindl.
Írland:
Kvótasvindl
rannsakað
ÍRLAND, AP Grunur leikur á að írsk-
ir togarasjómenn brjóti ítrekað
lög Evrópusambandsins um fisk-
veiðikvóta í kjölfar uppljóstrunar
frá írskum sjómanni.
Sjávarútvegsráðherra Íra,
Noel Dempsey, skipaði fyrir um
það í gær að rannsókn yrði látin
fara fram. „Það væri stóralvar-
legt mál fyrir landið að hafa á sér
þann stimpil að við förum ekki
eftir lögum sambandsins,“ sagði
hann.
Sjómaðurinn Pat Cannon sagði
í bréfi til sjávarútvegsráðuneytis-
ins, sem sent var 26. júlí, að hann
hefði sannanir fyrir því að nær
daglega væri veitt meira magn en
reglugerðir Evrópusambandsins
gerðu ráð fyrir. ■
STJÓRNMÁL Ráðuneytisstjóri utan-
ríkisráðuneytisins skýrði frá því á
fundi utanríkismálanefndar í gær
að rússnesk stjórnvöld hefðu sagt
íslenskum stjórnvöldum frá því að
rússnesk skip yrðu á heræfingum
undan Íslandsströndum. Sólveig
Pétursdóttir, formaður utanríkis-
málanefndar, segir að skipin hafi
verið á alþjóðlegu hafsvæði og
erfitt að amast við þeim: „Rússar
létu vita af komu skipanna, þau
eru að æfingum utan lögsögu okk-
ar og svo fremi sem þau séu ekki
að veiðum, rannsóknum eða fram-
kvæmdum er ekki hægt að amast
við þeim. Það liggja heldur engar
upplýsingar um að kjarnorkuvopn
séu um borð,“ segir hún.
Sólveig Pétursdóttir segir að
utanríkismálanefnd muni fylgjast
með málinu og embættismenn
hafi skýrt frá því að íslensk
stjórnvöld, þar með talin Land-
helgisgæslan hafi auga með skip-
unum. „Þau eru hins vegar sögð
fara eftir nokkra daga“ segir Sól-
veig. - ás
ÁFENGISKAUP
Lagt er til í nýju frumvarpi að kaupa megi bjór og léttvín við átján ára aldur, en sterk vín
þegar fólk hefur náð tvítugu.
SÓLVEIG PÉTURSDÓTTIR
„Rússar létu vita af skipunum,“ segir Sólveig, sem er formaður utanríkismálanefndar.
Utanríkismálanefnd:
Rússar sagðir hafa tilkynnt æfingarnar
EITT HERSKIPANNA
Flugmóðurskipið Kúsnetsov snéri frá landi en er aftur komið á Þistilfjarðargrunn.
M
YN
D
/L
AN
D
H
EL
G
IS
G
Æ
SL
AN
Nálægt landi
vegna flugæfinga
Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins segir rússneska flotann vera ná-
lægt landi vegna flugæfinga. Þeir hefðu tilkynnt um komu sína í lok
september og fengið leiðbeiningar um hvar þeir gætu lent flugvélum.
BLOGGSÍÐAN
Tæplega þrjátíu nöfn er að finna á listan-
um yfir meinta eiturlyfjasala sem settur
hefur verið upp á netinu. Sumir eru nefnd-
ir að fullu en aðrir með gælunafni.
Bloggsíður:
Meintir
dópsalar á
internetinu
UNDIRHEIMAR Vefsíða með lista
yfir nöfn meintra eiturlyfjasala
hefur verið sett upp á netinu. Fyr-
ir síðunni stendur Björn Sigurðs-
son og lýsir hann þar ástæðum
þess að hún var sett upp.
Björn lýsir því hvernig syni
hans var rænt af handrukkurum
og stungið í farangursgeymslu á
bíl. Þaðan tókst honum að hringja
í föður sinn og láta vita af því
hvað gekk á. Hann kallaði til lög-
reglu og hélt svo á eftir handrukk-
urunum. Í kjölfarið segir Björn að
hann hafi verið lagður í einelti af
„íslensku mafíunni“ í um hálft ár
en látið hafi verið af ofsóknunum
þegar hann hótaði að láta af hendi
til lögreglu listann sem hann hef-
ur nú tekið að birta á netinu. ■
ÁGÚST EINARSSON
Ágúst segir að með því að hækka skrán-
ingargjöld í Háskólanum sé verið að lauma
inn skólagjöldum í grunnám og velta
kostnaði yfir á nemendur.
Prófessor við HÍ:
Ósáttur við
hærri gjöld
SKÓLAMÁL Ágúst Einarsson, pró-
fessor við viðskiptafræðiskor
Háskóla Íslands, gagnrýnir harð-
lega fyrirætlanir þær sem fram
koma í fjárlagafrumvarpi næsta
árs um að skrásetningargjöld við
háskólann hækki í 45 þúsund
krónur. Gjöldin eru nú 32.500
krónur. „Þarna er verið að tala
um næstum því 40 prósenta
hækkun,“ segir Ágúst og telur að
þarna sé verið að skapa mikinn
óróa og óánægju meðal nemenda
fyrir lítinn ávinning. „Þetta á
ekki að gefa nema um 100 millj-
ónir, sem er náttúrlega bara brot
í rekstri skólans,“ segir hann og
bendir á að háskólinn eigi millj-
arða í hlutabréfum í Eimskipafé-
laginu sem sáralítið hafi fengist
fyrir. „Þarna er greinilega verið
að lauma inn skólagjöldum bak-
dyramegin inn í grunnámið. Mér
finnst að menn eigi þá bara að
kalla hlutina sínum réttu nöfn-
um.“ ■
BYSSUEIGENDUR VILJA BUSH
Samtök bandarískra byssueig-
enda, National Rifle Associaton,
hafa yfir lýst stuðningi við
George W. Bush Bandaríkjafor-
seta í forsetakosningunum í nóv-
ember. Þeir segja Bush besta
kostinn til að verja hagsmuni
byssueigenda og sporna við tak-
mörkunum við byssueign.
12-13 13.10.2004 22:12 Page 2