Fréttablaðið - 14.10.2004, Síða 14
14 14. október 2004 FIMMTUDAGUR
HAMAS-FORINGI HANDTEKINN
Ísraelskir hermenn handtóku í gær Emad
Qawasmeh, leiðtoga Hamas, í Hebron á
Vesturbakkanum. Qawasmeh er grunaður
um að hafa sent fjölda manns til sjálfs-
morðsárása í Ísrael. Hermennirnir tóku
enga áhættu og fyrirskipuðu honum að af-
klæðast öllu nema nærfötunum svo ljóst
væri að hann væri ekki vopnaður.
Kostir og gallar í heilbrigðiskerfinu:
Teymisvinna getur
verið tímasóun
HEILBRIGÐISMÁL Teymisvinna í heil-
brigðiskerfinu getur auðveldlega
verið tímasóun, ef slíkar aðstæð-
ur eru fyrir hendi, segir Lárus
Steinþór Guðmundsson, formaður
Samtaka heilbrigðisstétta.
Teymisvinna á ýmsum sviðum
heilbrigðismála hefur farið mjög
vaxandi á síðari árum. Lárus seg-
ir að vel þurfi að halda á spilum í
þeim efnum ef tími eigi ekki að
fara til spillis.
„Tökum sem dæmi verkja-
teymi,“ segir hann. „Sjö heil-
brigðisstarfsmenn hittast til
þess að fjalla um tíu einstak-
linga. Ef einungis hluti þessara
heilbrigðisstarfsmanna þekkja
sögu og aðstæður þeirra sem á
að meðhöndla, þá þarf að eyða
tíma í að kynna aðstæður hvers
viðfangsefnis. Samkomulag þarf
að vera gott og heilbrigðisstarfs-
mennirnir þurfa að tala sama
„tungumálið“. Ef bakgrunnur
þeirra er misjafn, getur þurft að
fara yfir skilgreiningar og sam-
ræma túlkun og skilning á þeim.
Þá getur verið ágreiningur í
teyminu um hvernig eigi að taka
eigi á málum og farið umtals-
verður tími í að leysa hann.“
Heilbrigðisstarfsmenn frá
ólíkum sviðum innan heilbrigðis-
kerfisins ætla að tjá skoðanir sín-
ar á þessu viðfangsefni á málþingi
í dag klukkan 16.15 í Setrinu á
Grand Hótel. ■
Námið brýtur ein-
angrunarmúrinn
Þess eru dæmi að fólk hafi útskrifast úr háskóla með aðstoð samstarfsverkefnis Fjölmenntar og
Geðhjálpar. Einn nemenda segir að námið sé svo mikils virði fyrir sig, að án þess væri hann
kominn „sjö fet ofan í jörðina“.
MENNTAMÁL Menntun geðsjúkra
miðar fyrst og fremst að því að
rjúfa þann einangrunarmúr sem
þeir hafa lifað í. Það byggir upp
sjálfsmynd þeirra og hjálpar
hverjum og einum að finna sinn
styrkleika. Eða eins og einn nem-
endanna í Geðhjálparhúsinu orðaði
það við Fréttablaðið í gær: „Ég
væri kominn sjö fet ofan í jörðina
ef ég hefði ekki námið hérna.“
Það var verið að kenna í þremur
rýmum í Geðhjálparhúsinu, þegar
blaðið leit þangað í heimsókn í gær.
Námið er á vegum samstarfsverk-
efnis Fjölmenntar og Geðhjálpar.
Þá stundina var verið að kenna
ensku, íslensku og myndlist. Nem-
endurnir voru á ýmsum aldri, en
allir áttu þeir eitt sameiginlegt,
brennandi áhuga á náminu. Þeir
sem eiga möguleika á að stunda
nám á haustönn eru um 90 talsins,
að sögn Helga Jósepssonar verk-
efnisstjóra. „Um 10 prósent þeirra
taka áfangabær próf,“ sagði hann.
„Námið hér miðar meðal annars
að því að hjálpa fólki til að brjóta
niður múrinn, stíga yfir þröskuld-
inn og koma fram,“ sagði Guðný
Svava Strandberg kennari, sem
kennir myndlist og ljóðagreiningu,
ásamt fleiru. „Skólinn hefur bjarg-
að lífi þessa fólks. Þetta er það sem
heldur því gangandi og sem það lif-
ir fyrir, að taka þátt í náminu, legg-
ja eitthvað af mörkum og sjá eitt-
hvað eftir sig.
Fólk hefur útskrifast úr háskóla
með okkar hjálp. Sumir hafa dottið
út úr skóla, til að mynda vegna ein-
eltis, en fundið sig aftur hér.“
Samstarfsverkefnið hefur átt
erfitt uppdráttar í haust. Illa gekk
að tryggja fjármuni til haustannar-
innar og starfsfólki var sagt upp.
Síðan fengust sex milljónir sem
dugðu til 60 prósenta af þeirri
kennslu, sem þörf var fyrir. Meðal
annars þurfti að ýta út af borðinu
kennslu fyrir þá sem eiga við lestr-
ar- og skriftarörðugleika að etja.
En nú horfir betur, að sögn
Helga, því menntamálaráðuneytið
hefur boðað til viðræðna um upp-
töku samningsins.
jss@frettabladid.is
■ ASÍA
ODDUR BENEDIKTSSON
Telur að hættuástand kunni að skapast á
höfuðborgarsvæðinu vegna mengunar.
Borgarstjóri:
Kannar
mengun
UMHVERFISMÁL Þórólfur Árnason
borgarstjóri hefur falið Umhverf-
is- og heilbrigðisstofu borgarinn-
ar að fjalla um opið bréf Odds
Benediktssonar, prófessors, þar
sem kemur fram að losun brenni-
steinstvíildis á höfuðborgarsvæð-
inu muni nær tvöfaldast á næstu
árum. Munar þar mestu um fyrir-
hugaða stækkun Norðuráls og Ál-
versins í Straumsvík og byggingu
rafskautaverksmiðju við Hval-
fjörð. Ef svo fer fram sem horfir
verður losunin orðin helmingur af
heildarlosun Dana og gæti valdið
hættuástandi á höfuðborgarsvæð-
inu að mati Odds. ■
ÖNNUM KAFIN
Jakob Bragi Hannesson var að kenna íslensku í Geðhjálpar-
húsinu í gær. Hann kennir einnig rússnesku.
ÞÝÐING NÁMS
Guðný Svava Strandberg kennari segir
marga eiga náminu líf sitt að þakka.
ENSKUKENNSLA
Enska er ein greinanna sem kennd er í
Geðhjálparhúsinu. Hér er það Ágúst Þor-
steinsson kennari sem stendur við töfluna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/E
.Ó
L.
Helgireitur múslima:
Takmarka
fjölda gesta
ÍSRAEL, AP Ísraelar ætla að tak-
marka fjölda þeirra múslima sem
fá að biðjast fyrir í helgireitnum
Haram a-Sharif í Jerúsalem með-
an á Ramadan, helgum mánuði
múslima, stendur. Einungis 60
þúsund múslimar fá að heim-
sækja reitinn en venjulega skipta
þeir hundruðum þúsunda.
Lögregla og Forngripastofnun
Ísraels segja ekki hættandi á að
hleypa fleirum að fyrr en endur-
bætur hafa farið fram á Haram a-
Sharif. Þessu hafa forystumenn
múslima andmælt og segja enga
hættu á ferðum. ■
BEIT TUNGU AF NAUÐGARA Lög-
reglan í Bangkok leitar nú manns
sem reyndi að nauðga sautján ára
stúlku. Hún brást við með því að
bíta af hluta af tungu hans og
tókst þannig að sleppa frá hon-
um. Beðið er eftir því að maður-
inn leiti sér læknishjálpar.
FJÓRIR LÉTUST Í HAND-
SPRENGJUÁRÁS Fjórir létust og
35 særðust þegar handsprengju
var kastað inn í hús í Jalal þorpi í
Afganistan meðan brúðkaups-
veisla stóð yfir. Gestirnir voru að
hlusta á tónlist þegar árásin átti
sér stað en íslamskir harðlínu-
menn sem ráða miklu á þessum
slóðum hafa bannað allan tónlist-
arflutning.
SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
Landlæknir er einn þeirra sem fjalla um kosti og ókosti teymisvinnu á málþinginu í dag.
14-15 13.10.2004 20:17 Page 2