Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 35

Fréttablaðið - 14.10.2004, Side 35
Beint flug til Búdapest er nú bæði vor og haust á vegum Heims- ferða. Í annan tíma verða menn að skipta um farartæki á miðri leið. Jón Gunnar Gunnarsson hefur dvalið að hluta til í Búdapest síð- astliðinn áratug. Að hans sögn er það að öllu leyti gott nema hvað tunga landsmanna er heldur strembin! Þótt Ungverjar séu nú orðnir aðilar að Evrópusamband- inu nota þeir enn gjaldmiðilinn Forintu sem er um 0,35 krónur. Í stuttri heimsókn gætu ferðalang- ar kíkt í Budapest Guide til að finna eitthvað við hæfi. Annars eru hér nokkur góð ráð frá Jóni Gunnari. ■ 7FIMMTUDAGUR 14. október 2004 Plúsfer›ir • Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Dubli n 37.810 kr. Dublin bíður þín á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman. Innifalið: Flug, gisting í 3 nætur á Bewleys hótelinu, íslensk fararstjórn og allir flugvallarskattar. Netverð 4., 11., og 25. nóvember Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is Fjörug kráarstemmning, freyðandi Guinness, frábærar verslanir og einungis 2ja klst. beint leiguflug. Vorum að fá í sölu nýtt hótel á glæsilegu kynningarverði; ekta írskur pöbb, fín herbergi og góð staðsetning. Skoðaðu nánar á www.uu.is netverð á mann í tvíb‡li á Grand Canal í 4 nætur. Flugsæti: 29.900 kr. – skattar innifaldir. 39.910* kr. * Innifali›: Beint flug, skattar, gisting m/morgunver›i og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Ferðir til og frá flugvelli erlendis. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 61 28 1 0/ 20 04 Dublin 28. okt.–2. nóv. • TILBOÐ Búdapest: Tunga landsmanna heldur strembin BÚÐIR Vöruhús með allt milli himins og jarðar eru verslanakeðjurnar Auchan, Cora, Tesco, OBI og fleiri. „Kringlur“ má nefna svo sem Mammut, MOM Park, West End og Dunaplaza. Til að fá endurgreiddan vask af innkaup- um þarf einstök vara að vera yfir 50.000- forintur að verðmæti (en spyrja í Tax free búðum). ÚTI- OG FLÓAMARKAÐIR Ecseri er flóamarkaður og einnig er markaður á Fõvám tér 1-3 sem þó er lokaður á sunnudögum. Hann er stærsti og skemmtilegasti markaður- inn (aðallega matvara samt). VEITINGASTAÐIR Að sönnu ættu ferðalangar að smak- ka á Gulyás leves (frb. Gújass levess) eða gúllassúpu. Ungverska gúllasið er nefnilega ekki kássa heldur súpa. Gundel er sennilega frægasta nafnið í Budapest og verðið 3-8falt á við það sem víða er. Annar góður er Múzeum, rétt við Þjóðminjasafnið. Minn staður er á Krisztina tér 3 (Búda) og kalla ég hann Puskás- staðinn en nafnið er Horváth restaurant. SÖFN/ÁHUGAVERÐIR STAÐIR Það eru um 223 söfn og gallerí af ýmsu tagi í borginni. Opin frá 10-18, lokuð á mánudögum. Nefna má: Liszt Museum fyrir tónlistaráhuga- fólkið, Nútímalistasafnið, Konungs- höllina B, C, D, álmur, Budapest Hi- storical Museum, Hungarian National Gallery and National Library eru í höllinni, Hryllingssafnið reynir að sýna aðferðir kommúnista og nasista gegn andstæðingunum eftir handtöku. „Museums in Budapest“ er gott safnaupplýsingarit. BÓKABÚÐIR Bókabúðir má t.d. finna í „Kringlun- um“. Enskar notaðar vasabrotsbækur á Red Bus, Semmelweis u. 14 í mið- bænum (V hverfi). Irok boltja (Bóka- búð rithöfundanna) Andrássy út 45. GÖNGULEIÐIR Kastalahverfið með veitingastöðum, sérverslunum. Matthíasarkirkjunni, ungverska vínhúsinu og konungs- höllinni. Skreppa upp á Gellért-hæð og fá góða yfirsýn yfir ána og borg- ina. Það eru um 100 heitavatnslindir í borginni og um 2 milljónir gesta líta við í Széchenyi-sundlaugunum árlega. Váci útca er göngugata með verslunum, kaffi- og veitingahúsum og vasaþjófum! Svo er grjótupplagt ef tími gefst að fara smábátsferð á Dóná. Budapest-kort gefur afslátt á ýmsu svo sem í almannasamgöngu- tæki, söfn og fleira. Jón Gunnar Gunnarsson kann vel við sig í Búdapest. Hetjurtorgið eða Hosak tere. Matthíasarkirkjan. Búdapest-maraþonhlaupið hafa all- margir Íslendingar þreytt á síðustu tveimur árum. Sauðkrækingar héldu uppi heiðri landans í haust. Þá má nefna að nýkrýndur forsætisráðherra skokkar það líka að sögn Jóns Gunnars. Þinghúsið. Frá „humarhátíð“ handverksmanna á Kastalahæð í fyrrasumar. Dömufrí til Lundúna í nóvember: Síðdegiste á Savoy, mín kæra? Iceland Express býður upp á fjögurra daga dömufrí í London í nóvember. Þrír dömuráðgjafar verða með í för, þær Helga Braga, Edda Björgvinsdóttir og Björk Jónsdóttir sem eru góð- kunnar að kvenlegum yndisþokka. Allar konur ættu að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi, hvort sem þær kjósa að rölta um hippaslóðir, fara á markaði, drekka síðdegiste á Savoy, skoða listasöfn eða bara versla og versla. Ferðin hefst í Leifsstöð 19.nóv- ember og innifalið er flug, gisting á fjögurra stjörnu hóteli, sérlegur skemmtikvöldverður og fleira. Verð í tveggja manna herbergi er 49.500 krónur á manninn í þrjár nætur en aukagjald fyrir einsmannsherbergi er 16.000 krónur. Nánari upplýsingar er að finna á icelandexpress.is. ■ Elísabet hlakkar til að fá íslensku vin- konurnar sínar í heimsókn. - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is 30/35 (06-07) Allt ferðir 13.10.2004 16:22 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.