Fréttablaðið - 14.10.2004, Síða 57

Fréttablaðið - 14.10.2004, Síða 57
Vondir menn ræna vesalings Kim Basinger og koma henni fyrir á afskekktu háalofti fyrir utan bæ- inn. Þar kemst hún að því að ill- mennin ætli sér að ræna syni hennar og eiginmanni líka þar sem húsbóndinn hefur eitthvað í fórum sínum sem skúrkarnir vilja koma höndum yfir. Kim er skörp kona og áttar sig á því að um leið og glæpamennirnir hafa fengið það sem þeir vilja muni þeir drepa fjölskylduna. Í örvæntingu tekst henni að hringja úr ónýtum síma og nær sambandi við Chris Evans sem leikur ungan sjálfumglaðan spjátrung sem er nýbúinn að ákveða að sanna það fyrir fyrr- verandi kærustunni að hann geti verið góður gæi sem lætur sér annt um aðra. Hann ákveður því að reyna að hálpa Kim í stað þess að skella umsvifalaust á. Okkar maður keyrir svo ýmist eða hleypur eins og óður maður um borg og bý til þess að reyna að eyði- leggja áform vondu kallanna. Það gengur þó frekar brösuglega enda skúrkarnir milku klókari en ung- lingspilturinn sem á þó eftir að sýna óvænt tilþrif. Myndin nær ágætis keyrslu og er vel yfir meðallagi í hasarmyndadeildinni. Spennan verður aldrei óbærileg en heldur manni við efnið auk þess sem reyt- ingur af bröndurum flýtur með. Inn í eltingarleikinn blandast gamalreynd, krúttleg lögga sem William H. Macy fer létt með að gera skil á sinn sjarmerandi hátt en það eru ekki síst Macy og töffarinn Jason Statham, í hlut- verki aðal vonda kallsins, sem lyfta myndinni upp. Þá er heldur ekkert út á gömlu sexbombuna Kim Basinger að setja þó það reyni ekki mikið á leikhæfileik- ana þegar kemur að túlkun tauga- veikluðu konunnar í símanum. Þórarinn Þórarinsson FIMMTUDAGUR 14. október 2004 Símtal dauðans CELLULAR LEIKSTJÓRI: DAVID R. ELLIS AÐALLHUTVERK: KIM BASINGER, CHRIS EVANS, WILLIAM H. MACY NIÐURSTAÐA: Cellular er spennumynd vel yfir meðallagi. Keyrslan er hröð og manni leiðist ekki yfir henni. Góðir aukaleikarar lyfta henni svo á hærra plan. [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN Sterkur ástarhiti ríkti á milli Le- onardo DiCaprio og Kate Winslet í kvikmyndinni Titanic, að sögn breskra vísindamanna í skólan- um King College í London. Vís- indamennirnir hafa fundið nýja aðferð til að reikna út ástarbloss- ann sem ríkir á mill leikara í kvikmyndum. Fyrsta myndin sem þeir prófuðu var fullnæging- aratriðið úr When Harry Met Sally. Niðurstaðan var sú að hit- inn á milli Billy Crystal og Meg Ryan hefði verið gríðarlegur. Því næst reiknuðu þeir hitann á milli Ingrid Bergman og Humphrey Bogart í Casablanca og þar fór hitinn upp úr öllu valdi. Hæst á skalann komust þó Leo DiCaprio og Kate Winslet í atriðinu þar sem hann teiknar mynd af henni naktri í bíómyndinni Titanic. Vísindamennirnir styðjast meðal annars við málróm leikara, augnsamband, líkamstjáningu og spenning til að finna út hversu heitur ástarblossinn var. „Í Titanic töluðu leikararnir við hvor annan á eðlilegan hátt. Það var enginn leikur,“ sagði sál- fræðingurinn Stephanie Charters sem rannsakað hefur myndirnar. „Þegar Meg Ryan í hlutverki Sallyar gerir sér upp fullnæg- ingu í When Harry Met Sally lít- ur Billy Crystal hana allt öðrum augum en í öðrum senum mynd- arinnar. ■ Reikna út ástarhita leikara LEONARDO DICAPRIO Samkvæmt niðurstöðu vísindamanna var ástareldurinn sem ríkti milli hans og Kate Winslet ekkert plat. ■ FÓLK ■ TÓNLIST Breski raftónlistarmaðurinn Four Tet, sem heitir réttu nafni Kieran Hebden, spilar á Iceland Airwa- ves-hátíðinni í Hafnarhúsinu fimmtudagskvöldið 21. október. Er hann talinn einn sá efnilegasti á sínu sviði í heiminum í dag. Hebden, sem einnig er meðlim- ur síðrokksveitarinnar Fridge, hefur gefið út fjórar sólóplötur undir nafninu Four Tet. Tónleikar með kappanum þykja einstakir, enda hefur hann hitað upp fyrir ekki ómerkari bönd en Radiohead. Tónlist hans má lýsa sem sam- bræðingi af raf-, hip hop og þjóð- lagatónlist. Svipar henni nokkuð til þess sem íslenskir raftónlistar- menn á borð við Múm og Mugison búa til. Við þetta er að bæta að síð- asta plata Four Tet, Rounds, var á lista yfir bestu plötur síðasta árs hjá virtum tónlistartímaritum á borð við NME og Uncut. Það fylg- ja honum því svo sannarlega ekki slæm meðmæli fyrir komuna hingað til lands. Ánægður með nýju plötuna Eftir stutt spjall við blaðamann um Ísland og hljómsveitir á borð við Sigur Rós, Slow Blow og Mug- ison, segist Hebden vera hæstá- nægður með sína síðustu plötu. „Þetta er fyrsta platan sem nær mínu sándi, sem hljómar eins og ég. Ég er ánægður með fyrri plöt- ur mínar en þar er stundum hægt að heyra of auðveldlega hvaða tónlist ég hafði verið að hlusta á,“ segir hann. „Sándið á nýju plöt- unni er hins vegar nokkuð sér á báti. Hún hljómar eins og tónlistin hafi komið frá mér frekar en ein- hverjum öðrum.“ Gaman með Radiohead Tónleikar Four Tet hafa fengið hæstu einkunn í gegnum tíðina. Hebden segist leggja mikið upp úr góðum tónleikum því þar geti hann þróað lögin sín áfram eftir að þau hafi komið út á plötu. Hann segist hafa haft mjög gaman af tónleikaferð sinni með Radiohead. „Þeir eru mjög fínir strákar, kurt- eisir og vingjarnlegir. Þeir eru mjög athyglisverðar persónur og það er gaman að horfa á þá búa til tónlist,“ segir Hebden, sem hitaði upp fyrir sveitina er hún var að semja lög fyrir síðustu plötu sína, Hail to the Thief. Hann bætir við: „Sumt sem þeir gera, ja... ég bara skil ekki hvernig þeir fara að því. Það er ótrúlegt.“ Til Finnlands og svo í pásu Eftir tónleikana hér á landi treður Four Tet upp í Finnlandi en síðan ætlar hann í langþráða pásu. Hefst þá smám saman vinna við næstu plötu. Hebden segist ekki hafa hugmynd um hvernig hún muni hljóma. „Hún verður örugg- lega öðruvísi en það sem ég hef áður gert,“ segir hann og á erfitt með að tína til nýja áhrifavalda. „Eftir því sem ég ferðast meira, heyri ég sífellt fjölbreyttari tón- list. Þegar ég spilaði í Brasilíu keypti ég til dæmis mjög góða brasilíska tónlist sem ég hef hlustað mikið á. Ég hlusta á mjög mismunandi hluti, stundum set ég diskóplötu á fóninn, stundum pönkplötu og stundum hip hop.“ Góðvinur Múm Hebden er góður vinur íslensku sveitarinnar Múm og hittir hana af og til. Hann segist aftur á móti ekki hafa uppi áform um að starfa með henni á næstunni. „En þegar ég kem vonast ég til að hitta margar frábærar íslenskar sveit- ir,“ segir hann og bætir við: „Ég hef heyrt að Reykjavík sé lítil borg og þar sé ekki mikið af fólki. Þar sé samt mjög fallegt. Það verður samt örugglega skrítið að koma þangað því þar verður fullt af fólki frá London alls staðar. Það er það eina slæma við þessa ferð. Kannski þarf ég að koma aftur seinna þegar ég er bara einn.“ freyr@frettabladid.is Skrítið að koma til Reykjavíkur FOUR TET Þessi efnilegi raftónlistarmaður er á leiðinni hingað til lands. Tónleikar hans verða í Hafnarhúsinu fimmtudagskvöldið 21. október. 56-57 (40-41) Fólk 13.10.2004 19:52 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.