Fréttablaðið - 14.10.2004, Page 62
■ VEISTU SVARIÐ?
Svör við spurningum á bls. 6
1
3
2
Tveggja marka. Úrslit urðu 3-1.
Nei.
Kjartan Ásmundsson.
46 14. október 2004 FIMMTUDAGUR
Frumgerðin af Popppunktsspil-
inu er komin til landsins en spilið
sjálft fer ekki í sölu fyrr en um
miðjan nóvember. Dr. Gunni,
spurningahöfundur spilsins, er
ánægður með útkomuna: „Jú, ég
er ánægður með spilið en það
væri ekkert sérstaklega
skemmtilegt fyrir mig að spila
það. Ég veit öll svörin,“ segir
Gunni.
Mikið var lagt í gerð spilsins.
Þar má meðal annars finna popp-
hjól með sex flokkum og hefð-
bundnar spurningar; hraða- og
vísbendinga. Spurningarnar eru
fjölmargar, rúmlega 3.500 talsins.
„Spurningarnar eru eiginlega allt
of margar og ég hef heyrt að það
sé helsti galli spilsins,“ segir
doktorinn. „Svo eru skemmti-
legir reitir á borðinu eins og
meðferðarreiturinn. Ef
keppandi lendir á honum
missir hann úr heilan
hring.“
Popppunktsspilið
er byggt á sam-
nefndum sjónvarps-
þáttum sem sýndir
hafa verið á Skjá einum. Dr.
Gunni segist ekki vita hvort fram-
hald verði á þáttunum en hann
hefur átt í viðræðum við Skjá einn
um nokkurs konar All-Star þátt,
þar sem þær sveitir sem hafa
staðið sig best í þáttunum myndu
leiða saman hesta sína. „Þannig
fengjum við svo sannarlega úr því
skorið hver er poppfróðasta sveit
landsins.“
Dr. Gunni býst við að Popp-
punktsspilið komi til landsins um
miðjan nóvember en spilin voru
send með skipi frá Kína í byrjun
vikunnar. „Þetta er rosalega
massívt spil. Ég held að hver kassi
sé nokkur kíló að þyngd. Við
stefnum þó á að selja það ekki
dýrara en fimm þúsund kall.
Kannski á 4.999 krónur,“ segir Dr.
Gunni.
kristjan@frettabladid.is
Þeir skór sem eru hvað mest vin-
sælir nú á dögum eru gömlu Con-
verse-strigaskórnir. Unga fólkið á
flest ef ekki allt, eitt par eða
fleiri, og er þá skemmtileg til-
breyting í gráum veruleikanum
að púlla trúðalúkkið og vera
skrautlegur sitt í hvorum litnum
af skóm. Þetta hefur þekkst síðan
Converse-skórnir komu fyrst en
hefur þó ekki sést mikið hérlend-
is. Jón Benediktsson sem er nemi
á fyrsta ári í Menntaskólanum í
Reykjavík hefur tekið upp á þessu
og gengur galvaskur um í einum
rauðum skó og einum grænum.
„Þetta var nú engin tískupæling
hjá mér heldur var það þannig að
ég eyðilagði annan rauða skóinn
og datt þá í hug að nota hinn
græna með. Ég geng því um í
rauðum skó á vinstri fæti og
grænum á hægri,“ segir Jón. „Það
er ekkert algengt að sjá fólk í
svona skóm en það er alltaf einn
og einn flippari inni á milli.“ ■
JÓN BENEDIKTSSON
Þrammar um í einum rauð-
um skó og einum grænum.
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
AÐ MÍNU SKAPI
INGA MARÍA BRYNJARSDÓTTIR, GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR OG HREYFIMYNDASMIÐUR:
TÓNLISTIN
Ég er kolfallin fyrir rokksveitinni Og Reykja-
vík. Kærastinn er reyndar í bandinu en tón-
listin er bara svo ótrúlega flott; pönkskotið
rokk og ról. Forvitnir geta séð hana troða
upp í fyrsta sinn á Airwaves-hátíðinni í ár.
BÓKIN
Í augnablikinu er ég að lesa „The Animator’s
Survival Kit“ sem er bók um tæknilegu hlið-
ina á „animation“ eða teiknimyndum. „Al-
kemistinn“ stendur einnig upp úr sem nýles-
in bók og „Grendel“ eftir John Gardner er líka
stórkostlegt bókmenntaafrek.
BÍÓMYNDIN
Það er „Oldboy“; meistaraverk frá Suður-
Kóreu. Þetta er mikilfengleg mynd um
mannlegar tilfinningar, skuggahliðar þeirra
og öfgar, og segir af manni sem án nokkur-
ra skýringar er tekinn úr umferð og settur í
stofufangelsi í fimmtán ár. Hann hefur ekki
hugmynd um hvar hann er niðurkominn,
né vita aðrir hvað af honum hefur orðið.
Þegar honum er loksins sleppt út hefst leit-
in að skýringum og sannleikanum og kom-
inn tími á hefndir.
BORGIN
Leyniborgin St. Augustine í Flórída er mitt
annað heimili. Hún er falin perla í flóru
bandarískra borga; ótrúlega óamerísk, enda
suður-evrópsk nýlenda. Afslöppuð borg
sem er laus við alla tilgerð og eril. Þarna
stendur tíminn í stað; engar samgöngur;
leigubílar né strætó og engar tískuverslanir
eða skyndibitastaðir. Bara fornbúðir, flóa-
markaðir og töfrar.
BÚÐIN
Ebay; ekki spurning. Annars er ómögulegt
að koma mér út af hvers kyns flóamörkuð-
um, fornbókaverslunum, myndasögu-,
dóta-, föndur- og dýrabúðum, en fjölskyld-
an er orðin ansi stór eftir þær heimsóknir.
VERKEFNIÐ
Er að hefja vinnslu á „stop-motion“ stutt-
mynd ásamt vinkonu minni. Hugmyndin
kom út frá súrum draumi sem hana dreym-
di og stuttu seinna dreymdi mig plottið að
myndinni þannig að þetta er „meant to be“.
Nýjar hugmyndir eru samt alltaf að koma
fram; litlu verkefnin halda manni niðri á
jörðinni.
Veik fyrir dýrabúðum og leyniborginni St. Augustine
...fær Eyrún Magnúsdóttir fyrir
fyrsta Kastljósþáttinn sinn.
Eyrún var eilítið stressuð en það
á ábyggilega eftir að fara af
henni.
HRÓSIÐ
– hefur þú séð DV í dag?
Geðlæknar
flykkjast til
útlanda í boði
lyfjafyrirtækja
Gengur um á skóm
sitt í hvorum litnum
BJÖRK
KRUMMI
Lárétt: 1 bein, 6 þræta, 7 fljót, 8 sam-
hljóðar, 9 öskra, 10 beiðni, 12 mál, 14
rass, 15 sáldra, 16 kyrrð, 17 matarveislu,
18 óhrædd.
Lóðrétt: 1 málningartegund, 2 forðabúr,
3 tveir eins, 4 drög, 5 halda til fiskjar, 9 í
uppnámi, 11 nagdýr, 13 ásakar, 14 opinn
geymir, 17 ** húsgögn.
Lausn.
ÓKEYPIS
LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ
á hverju fimmtudagskvöldi
kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012.
ORATOR,
félag laganema við
Háskóla Íslands.
POPPPUNKTSSPILIÐ Dr. Gunni semur allar spurn-
ingar en það er Veruleiki sem hannar spilið sjálft.
SIGURJÓN
DR. GUNNI: ER ÁNÆGÐUR MEÐ NÝTT BORÐSPIL
SEM BYGGIR Á SJÓNVARPSÞÆTTI HANS
Popppunktsspilið
á leið til landsins
Lárétt: 1leggur, 6agg, 7pó, 8kg, 9
æpa, 10ósk, 12tal, 14þjó, 15sá, 16ró,
17áti, 18órög.
Lóðrétt: 1lakk, 2egg, 3gg, 4uppkast, 5
róa, 9æst, 11bjór, 13láir, 14þró, 17ág.
BJÖRK
3 STIG: Hver var önnur platan sem
Björk söng inn á og með hvaða
hljómsveit er sú plata?
BJÖRK
2 STIG: Hvaða tónlistarmenn og fyrr-
um ástmenn Bjarkar eru sagðir hafa
slegist út af söngkonunni á nætur-
klúbbi 1995?
SEX FLOKKAR POPPHJÓLSINS:Snuð - auðveldar spurningarMartröð - erfiðar spurningarBotnið doktorinn - keppendur botnafyrri part textabrots
Bransinn - góðar og vondar hliðar tón-listariðnaðarins
Keppandi spreytir sig - keppendursyngja ákveðið lag
Poppstjarnan - keppendur túlka ákveð-na poppstjörnu
Svar: Bitið fast í vitið - Tappi tíkarrass.
Svar: Tricky og Goldie.
62-63 (46-47) Fólk aftasta 13.10.2004 21:17 Page 2